Ragnar: Vantar aldrei hvatningu með landsliðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. október 2015 23:00 Ragnar Sigurðsson segir að leikmenn hafi jafnað sig á niðurstöðunni gegn Lettlandi á laugardag, þar sem Ísland missti 2-0 forystu niður í jafntefli. Liðið er nú komið til Konya í Tyrklandi þar sem að það mætir Tyrklandi í lokaleik sínum í undankeppni EM 2016. Ísland er þegar komið á EM en Tyrkland þarf að fá að minnsta kosti stig. „Það er helst þegar þú minnist á þetta að leikurinn rifjast upp fyrir manni. En maður hefur verið það lengi í þessu að maður leyfir sér að svekkja sig í einn dag en svo er hugurinn kominn við næsta leik,“ sagði Ragnar en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Hann hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn mæti of afslappaðir til leiks á morgun, fyrst að EM-sætið er í húfi. „Hvað mig varðar þarf ég aldrei að gíra mig upp í landsleiki. Það er frekar að það sé erfitt að gera það fyrir leiki með félagsliði sem skipta litlu máli. En það vantar aldrei hvatningu þegar maður spilar með landsliðinu.“ Ragnar segir eins og aðrir í hópnum erfitt að sjá fyrir hvernig Tyrkir muni nálgast leikinn á morgun. „Við ætlum að spila okkar leik og svo sjáum við hvað þeir gera. Við þurfum að passa að sinna okkar vel - verjast sem heild og hlaupa til baka þegar boltinn tapast. Það vantaði aðeins í leiknum á laugardaginn.“ Kári Árnason, sem hefur spilað lengst af við hlið Ragnars í varnarlínu Íslands í undankeppninni, fór meiddur af velli á laugardag og Sölvi Geir Ottesen kom inn. Ragnar segir að það eigi ekki að koma að sök hverjir verði í vörn Íslands á morgun. „Kári er búinn að vera frábær í þessari keppni en ég hef oft spilað með Sölva áður, bæði með landsliðinu og FCK. Við höfum alltaf náð frábærlega saman. Hvað mig varðar skiptir það ekki máli hvor spilar eða hvort Kári og Sölvi spili saman í vörninni - það yrði alltaf jafn gott.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Ragnar Sigurðsson segir að leikmenn hafi jafnað sig á niðurstöðunni gegn Lettlandi á laugardag, þar sem Ísland missti 2-0 forystu niður í jafntefli. Liðið er nú komið til Konya í Tyrklandi þar sem að það mætir Tyrklandi í lokaleik sínum í undankeppni EM 2016. Ísland er þegar komið á EM en Tyrkland þarf að fá að minnsta kosti stig. „Það er helst þegar þú minnist á þetta að leikurinn rifjast upp fyrir manni. En maður hefur verið það lengi í þessu að maður leyfir sér að svekkja sig í einn dag en svo er hugurinn kominn við næsta leik,“ sagði Ragnar en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Hann hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn mæti of afslappaðir til leiks á morgun, fyrst að EM-sætið er í húfi. „Hvað mig varðar þarf ég aldrei að gíra mig upp í landsleiki. Það er frekar að það sé erfitt að gera það fyrir leiki með félagsliði sem skipta litlu máli. En það vantar aldrei hvatningu þegar maður spilar með landsliðinu.“ Ragnar segir eins og aðrir í hópnum erfitt að sjá fyrir hvernig Tyrkir muni nálgast leikinn á morgun. „Við ætlum að spila okkar leik og svo sjáum við hvað þeir gera. Við þurfum að passa að sinna okkar vel - verjast sem heild og hlaupa til baka þegar boltinn tapast. Það vantaði aðeins í leiknum á laugardaginn.“ Kári Árnason, sem hefur spilað lengst af við hlið Ragnars í varnarlínu Íslands í undankeppninni, fór meiddur af velli á laugardag og Sölvi Geir Ottesen kom inn. Ragnar segir að það eigi ekki að koma að sök hverjir verði í vörn Íslands á morgun. „Kári er búinn að vera frábær í þessari keppni en ég hef oft spilað með Sölva áður, bæði með landsliðinu og FCK. Við höfum alltaf náð frábærlega saman. Hvað mig varðar skiptir það ekki máli hvor spilar eða hvort Kári og Sölvi spili saman í vörninni - það yrði alltaf jafn gott.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira