Ragnar: Vantar aldrei hvatningu með landsliðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. október 2015 23:00 Ragnar Sigurðsson segir að leikmenn hafi jafnað sig á niðurstöðunni gegn Lettlandi á laugardag, þar sem Ísland missti 2-0 forystu niður í jafntefli. Liðið er nú komið til Konya í Tyrklandi þar sem að það mætir Tyrklandi í lokaleik sínum í undankeppni EM 2016. Ísland er þegar komið á EM en Tyrkland þarf að fá að minnsta kosti stig. „Það er helst þegar þú minnist á þetta að leikurinn rifjast upp fyrir manni. En maður hefur verið það lengi í þessu að maður leyfir sér að svekkja sig í einn dag en svo er hugurinn kominn við næsta leik,“ sagði Ragnar en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Hann hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn mæti of afslappaðir til leiks á morgun, fyrst að EM-sætið er í húfi. „Hvað mig varðar þarf ég aldrei að gíra mig upp í landsleiki. Það er frekar að það sé erfitt að gera það fyrir leiki með félagsliði sem skipta litlu máli. En það vantar aldrei hvatningu þegar maður spilar með landsliðinu.“ Ragnar segir eins og aðrir í hópnum erfitt að sjá fyrir hvernig Tyrkir muni nálgast leikinn á morgun. „Við ætlum að spila okkar leik og svo sjáum við hvað þeir gera. Við þurfum að passa að sinna okkar vel - verjast sem heild og hlaupa til baka þegar boltinn tapast. Það vantaði aðeins í leiknum á laugardaginn.“ Kári Árnason, sem hefur spilað lengst af við hlið Ragnars í varnarlínu Íslands í undankeppninni, fór meiddur af velli á laugardag og Sölvi Geir Ottesen kom inn. Ragnar segir að það eigi ekki að koma að sök hverjir verði í vörn Íslands á morgun. „Kári er búinn að vera frábær í þessari keppni en ég hef oft spilað með Sölva áður, bæði með landsliðinu og FCK. Við höfum alltaf náð frábærlega saman. Hvað mig varðar skiptir það ekki máli hvor spilar eða hvort Kári og Sölvi spili saman í vörninni - það yrði alltaf jafn gott.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Ragnar Sigurðsson segir að leikmenn hafi jafnað sig á niðurstöðunni gegn Lettlandi á laugardag, þar sem Ísland missti 2-0 forystu niður í jafntefli. Liðið er nú komið til Konya í Tyrklandi þar sem að það mætir Tyrklandi í lokaleik sínum í undankeppni EM 2016. Ísland er þegar komið á EM en Tyrkland þarf að fá að minnsta kosti stig. „Það er helst þegar þú minnist á þetta að leikurinn rifjast upp fyrir manni. En maður hefur verið það lengi í þessu að maður leyfir sér að svekkja sig í einn dag en svo er hugurinn kominn við næsta leik,“ sagði Ragnar en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Hann hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn mæti of afslappaðir til leiks á morgun, fyrst að EM-sætið er í húfi. „Hvað mig varðar þarf ég aldrei að gíra mig upp í landsleiki. Það er frekar að það sé erfitt að gera það fyrir leiki með félagsliði sem skipta litlu máli. En það vantar aldrei hvatningu þegar maður spilar með landsliðinu.“ Ragnar segir eins og aðrir í hópnum erfitt að sjá fyrir hvernig Tyrkir muni nálgast leikinn á morgun. „Við ætlum að spila okkar leik og svo sjáum við hvað þeir gera. Við þurfum að passa að sinna okkar vel - verjast sem heild og hlaupa til baka þegar boltinn tapast. Það vantaði aðeins í leiknum á laugardaginn.“ Kári Árnason, sem hefur spilað lengst af við hlið Ragnars í varnarlínu Íslands í undankeppninni, fór meiddur af velli á laugardag og Sölvi Geir Ottesen kom inn. Ragnar segir að það eigi ekki að koma að sök hverjir verði í vörn Íslands á morgun. „Kári er búinn að vera frábær í þessari keppni en ég hef oft spilað með Sölva áður, bæði með landsliðinu og FCK. Við höfum alltaf náð frábærlega saman. Hvað mig varðar skiptir það ekki máli hvor spilar eða hvort Kári og Sölvi spili saman í vörninni - það yrði alltaf jafn gott.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira