Pútín vill að Bandaríkjamenn taki þátt í að styrkja stjórn Assads Sýrlandsforseta Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. október 2015 07:00 Bashar al Assad Sýrlandsforseti tók í höndina á Vladimír Pútín á fundi þeirra í Moskvu árið 2006, þegar Assad naut líka stuðnings víða á Vesturlöndum. nordicphotos/AFP Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að Rússar einir séu í fullum rétti við að varpa sprengjum á Sýrland. Sprengjuárásir Bandaríkjanna og annarra séu brot á alþjóðalögum. Munurinn liggi í því að sýrlensk stjórnvöld hafi farið fram á aðstoð Rússa. „Öll önnur lönd, sem til þessa hafa tekið þátt í aðgerðum í Sýrlandi, gera það ólöglega vegna þess að ekki er til nein ályktun frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um þessar aðgerðir, og engin opinber beiðni frá sýrlenskum stjórnvöldum,“ sagði Pútín í viðtali á rússnesku sjónvarpsstöðinni Rossíja-1. Þá sagði Pútín að Bandaríkin og aðrir sem hafa staðið í hernaði gegn hryðjuverkamönnum í Sýrlandi ættu að starfa með Rússum. Þannig gætu aðgerðir þeirra orðið lögmætar. „Úr því við erum með umboð til aðgerða frá sýrlenskum stjórnvöldum, þá væri einfalda lausnin sú að aðrir gengju til liðs við okkur og störfuðu samkvæmt þessu sama umboði,“ sagði Pútín. Rússar hafa verið gagnrýndir fyrir að varpa ekki sprengjum á liðsmenn Íslamska ríkisins eða annarra hryðjuverkasamtaka heldur á liðsmenn lögmætra uppreisnarsveita sem sumar hafa haft stuðning Bandaríkjanna. Pútín svaraði því til að Rússar myndu fegnir þiggja nánari upplýsingar um það hvar þeir ættu að varpa sprengjum sínum: „Ef þeir þekkja aðstæðurnar á jörðu niðri betur en við og hafa þegar verið að athafna sig þar í meira en ár – ólöglega, að vísu, en á staðnum samt sem áður – ef þeir vita betur en við (og ég efast um að svo sé, en látum sem það sé hugsanlegt), þá ættu þeir að gefa okkur upplýsingar um skotmörk og við myndum beina aðgerðum okkar að þessum skotmörkum.“ Í viðtalinu staðfesti Pútín jafnframt að tilgangur árása rússneska hersins á uppreisnarmenn í Sýrlandi væri að styrkja stöðu stjórnar Bashars al Assad forseta: „Verkefni okkar er að festa í sessi hina lögmætu stjórn og skapa þær aðstæður að mögulegt verði að leita eftir pólitískri málamiðlun.“ Bandaríkjamenn og flest önnur ríki á Vesturlöndum líta svo á að Pútín sé þarna á algjörum villigötum. Assad Sýrlandsforseta sé engan veginn treystandi, enda hafi loftárásir stjórnarhersins á almenning líklega kostað eitthvað á annað hundrað þúsund manns, hið minnsta, lífið. Flóttafólkið frá Sýrlandi sé flest að flýja undan hernaði stjórnarinnar, ekki undan ofbeldi hryðjuverkamanna eða annarra uppreisnarmanna. Loks viðurkenndi Pútín fúslega að efnahagsþrengingar Rússlands undanfarið ættu sinn þátt í nýrri áherslu stjórnvalda á hernaðaruppbyggingu innanlands. Í staðinn fyrir að kaupa hernaðargögn að utan, þegar olíutekjur Rússlands gátu staðið undir því, væri nú nauðsynlegt að efla innlenda hergagnaframleiðslu. „Með öðrum orðum, að varnarmálaiðnaðurinn knýi áfram hagvöxtinn?“ spurði sjónvarpsmaðurinn Vladimír Solovjov, spyrjandinn í viðtalinu. „Já, það er rétt,“ svaraði Pútín. „Þannig er gangur mála um allan heim – í Bandaríkjunum, Evrópu, Kína og Indlandi.“ Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að Rússar einir séu í fullum rétti við að varpa sprengjum á Sýrland. Sprengjuárásir Bandaríkjanna og annarra séu brot á alþjóðalögum. Munurinn liggi í því að sýrlensk stjórnvöld hafi farið fram á aðstoð Rússa. „Öll önnur lönd, sem til þessa hafa tekið þátt í aðgerðum í Sýrlandi, gera það ólöglega vegna þess að ekki er til nein ályktun frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um þessar aðgerðir, og engin opinber beiðni frá sýrlenskum stjórnvöldum,“ sagði Pútín í viðtali á rússnesku sjónvarpsstöðinni Rossíja-1. Þá sagði Pútín að Bandaríkin og aðrir sem hafa staðið í hernaði gegn hryðjuverkamönnum í Sýrlandi ættu að starfa með Rússum. Þannig gætu aðgerðir þeirra orðið lögmætar. „Úr því við erum með umboð til aðgerða frá sýrlenskum stjórnvöldum, þá væri einfalda lausnin sú að aðrir gengju til liðs við okkur og störfuðu samkvæmt þessu sama umboði,“ sagði Pútín. Rússar hafa verið gagnrýndir fyrir að varpa ekki sprengjum á liðsmenn Íslamska ríkisins eða annarra hryðjuverkasamtaka heldur á liðsmenn lögmætra uppreisnarsveita sem sumar hafa haft stuðning Bandaríkjanna. Pútín svaraði því til að Rússar myndu fegnir þiggja nánari upplýsingar um það hvar þeir ættu að varpa sprengjum sínum: „Ef þeir þekkja aðstæðurnar á jörðu niðri betur en við og hafa þegar verið að athafna sig þar í meira en ár – ólöglega, að vísu, en á staðnum samt sem áður – ef þeir vita betur en við (og ég efast um að svo sé, en látum sem það sé hugsanlegt), þá ættu þeir að gefa okkur upplýsingar um skotmörk og við myndum beina aðgerðum okkar að þessum skotmörkum.“ Í viðtalinu staðfesti Pútín jafnframt að tilgangur árása rússneska hersins á uppreisnarmenn í Sýrlandi væri að styrkja stöðu stjórnar Bashars al Assad forseta: „Verkefni okkar er að festa í sessi hina lögmætu stjórn og skapa þær aðstæður að mögulegt verði að leita eftir pólitískri málamiðlun.“ Bandaríkjamenn og flest önnur ríki á Vesturlöndum líta svo á að Pútín sé þarna á algjörum villigötum. Assad Sýrlandsforseta sé engan veginn treystandi, enda hafi loftárásir stjórnarhersins á almenning líklega kostað eitthvað á annað hundrað þúsund manns, hið minnsta, lífið. Flóttafólkið frá Sýrlandi sé flest að flýja undan hernaði stjórnarinnar, ekki undan ofbeldi hryðjuverkamanna eða annarra uppreisnarmanna. Loks viðurkenndi Pútín fúslega að efnahagsþrengingar Rússlands undanfarið ættu sinn þátt í nýrri áherslu stjórnvalda á hernaðaruppbyggingu innanlands. Í staðinn fyrir að kaupa hernaðargögn að utan, þegar olíutekjur Rússlands gátu staðið undir því, væri nú nauðsynlegt að efla innlenda hergagnaframleiðslu. „Með öðrum orðum, að varnarmálaiðnaðurinn knýi áfram hagvöxtinn?“ spurði sjónvarpsmaðurinn Vladimír Solovjov, spyrjandinn í viðtalinu. „Já, það er rétt,“ svaraði Pútín. „Þannig er gangur mála um allan heim – í Bandaríkjunum, Evrópu, Kína og Indlandi.“
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15