Svona kemst Tyrkland beint á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2015 09:30 Arda Turan fagnar eftir sigurinn á Tékkum um helgina. Vísir/Getty Það er allt undir hjá Tyrklandi gegn Íslandi í kvöld þegar liðin mætast í lokaumferð undankeppni EM 2016 í Konya í kvöld. Ísland og Tékkland hafa sem kunnugt er bæði tryggt sér efstu tvö sætin í A-riðli og þar með þátttökurétt á EM. En Tyrkland (15 stig) á í harðri baráttu við Holland (13 stig) um þriðja sætið en Hollendingar mæta Tékkum á heimavelli í kvöld. Af liðunum níu sem enda í þriðja sæti riðlanna í undankeppninni kemst það lið sem er með bestan árangur af þeim beint áfram á EM og þarf ekki að taka þátt í umspili í næsta mánuði. Tyrkland á möguleika að vera það lið en þyrfti til þess að vinna Ísland í kvöld og treysta á hagstæð úrslit. Sem stendur er Ungverjaland (H-riðill) með bestan árangur liðanna í þriðja sæti. Tyrkland kemst upp fyrir Ungverja með sigri í kvöld ef að Kasakstan tekst að vinna Lettland í Riga í kvöld.Sjá einnig: Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Ungverjar munu því fylgjast spenntir með viðureignunum í riðli Íslands í kvöld en ljóst er að önnur lið sem enduðu í þriðja sæti verða að fara í umspil. Þau eru Úkraína, Írland, Slóvenía, Svíþjóð, Danmörk en úrslit eiga enn eftir að ráðast í B- og H-riðlum. Þess má svo geta að ef Holland endar í þriðja sæti í riðli Íslands þá fer liðið einnig í umspil enda færu Ungverjar þá beint á EM. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi: Verðum að nýta þeirra veikleika Gylfi Þór Sigurðsson á ekki von á auðveldum leik gegn Tyrklandi í kvöld en hann segir alla í hópnum stefna að því sama - að vinna leikinn og riðilinn. 13. október 2015 09:00 Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00 „Ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun“ Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands á Torku Arena í Konya í morgun. 12. október 2015 09:19 Erfiður útivöllur en strákarnir hafa gert þetta allt saman áður Lars Lagerbäck hefur fulla trú á sínum mönnum fyrir leikinn gegn Tyrklandi á morgun og óttast ekki að þeir endurtaki mistök sín frá því í leiknum gegn Lettlandi á laugardag. 13. október 2015 06:00 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Sjá meira
Það er allt undir hjá Tyrklandi gegn Íslandi í kvöld þegar liðin mætast í lokaumferð undankeppni EM 2016 í Konya í kvöld. Ísland og Tékkland hafa sem kunnugt er bæði tryggt sér efstu tvö sætin í A-riðli og þar með þátttökurétt á EM. En Tyrkland (15 stig) á í harðri baráttu við Holland (13 stig) um þriðja sætið en Hollendingar mæta Tékkum á heimavelli í kvöld. Af liðunum níu sem enda í þriðja sæti riðlanna í undankeppninni kemst það lið sem er með bestan árangur af þeim beint áfram á EM og þarf ekki að taka þátt í umspili í næsta mánuði. Tyrkland á möguleika að vera það lið en þyrfti til þess að vinna Ísland í kvöld og treysta á hagstæð úrslit. Sem stendur er Ungverjaland (H-riðill) með bestan árangur liðanna í þriðja sæti. Tyrkland kemst upp fyrir Ungverja með sigri í kvöld ef að Kasakstan tekst að vinna Lettland í Riga í kvöld.Sjá einnig: Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Ungverjar munu því fylgjast spenntir með viðureignunum í riðli Íslands í kvöld en ljóst er að önnur lið sem enduðu í þriðja sæti verða að fara í umspil. Þau eru Úkraína, Írland, Slóvenía, Svíþjóð, Danmörk en úrslit eiga enn eftir að ráðast í B- og H-riðlum. Þess má svo geta að ef Holland endar í þriðja sæti í riðli Íslands þá fer liðið einnig í umspil enda færu Ungverjar þá beint á EM.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi: Verðum að nýta þeirra veikleika Gylfi Þór Sigurðsson á ekki von á auðveldum leik gegn Tyrklandi í kvöld en hann segir alla í hópnum stefna að því sama - að vinna leikinn og riðilinn. 13. október 2015 09:00 Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00 „Ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun“ Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands á Torku Arena í Konya í morgun. 12. október 2015 09:19 Erfiður útivöllur en strákarnir hafa gert þetta allt saman áður Lars Lagerbäck hefur fulla trú á sínum mönnum fyrir leikinn gegn Tyrklandi á morgun og óttast ekki að þeir endurtaki mistök sín frá því í leiknum gegn Lettlandi á laugardag. 13. október 2015 06:00 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Sjá meira
Gylfi: Verðum að nýta þeirra veikleika Gylfi Þór Sigurðsson á ekki von á auðveldum leik gegn Tyrklandi í kvöld en hann segir alla í hópnum stefna að því sama - að vinna leikinn og riðilinn. 13. október 2015 09:00
Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00
„Ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun“ Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands á Torku Arena í Konya í morgun. 12. október 2015 09:19
Erfiður útivöllur en strákarnir hafa gert þetta allt saman áður Lars Lagerbäck hefur fulla trú á sínum mönnum fyrir leikinn gegn Tyrklandi á morgun og óttast ekki að þeir endurtaki mistök sín frá því í leiknum gegn Lettlandi á laugardag. 13. október 2015 06:00