Illugi birtir skattframtal Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2015 22:40 Illugi Gunnarsson. Vísir/GVA Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, segist ekki hafa fengið nokkurs konar greiðslur frá OG Captial árið 2012. Því til sönnunar birti hann upplýsingar úr skattaframtali hans og konur sinnar á Facebook í kvöld. Tilefni birtingar Illuga er frétt sem birtist á Stundinni í dag, þar sem haldið er fram að fyrirtækið OG Capital ehf, sem var í eigu Illuga, hafi fengið 1,2 milljónir króna frá Orku Energy árið 2012 í verktakagreiðslu en ekki launagreiðslu. „Engar launagreiðslur, arðgreiðslur eða aðrar greiðslur eru til mín eða konu minnar frá fyrirtækinu OG Capital á árinu 2012 eða á árinu 2013. Á árinu 2013 fór félagið úr minni eigu,“ segir Illugi á Facebook.Umræða um tengsl Illuga við Hauk Harðarson, stjórnarformann Orku Energy, hefur verið hávær eftir að Illugi sagði frá því í apríl að Haukur hefði keypt íbúð þeirra hjóna og leigði þeim hana nú. Illugi vann fyrir fyrirtækið á meðan hann var í leyfi frá störfum sínum á Alþingi árið 2010 og 2011. Illugi fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. „Það er ekkert launungarmál og ég skráði það á hagsmunaskráningu í þinginu að þegar ég var utan þings þá vann ég hjá þessu fyrirtæki. En að líta svo á að húsaleiga sé þannig fjárhagsleg skuldbinding að mönnum verði vart sjálfrátt í sínum störfum sökum hagsmunatengsla tel ég fráleitt,“ sagði Illugi í föstudagsviðtalinu við Fréttablaðið fyrir helgi. Vegna fréttar Stundarinnar frá því í dag, sem byggð er á ónafngreindum heimildarmanni, hef ég ákveðið að stíga það skref...Posted by Illugi Gunnarsson on Wednesday, October 14, 2015 Tengdar fréttir Grípa til varna fyrir Illuga „Öll þessi umræða er á lágu plani og ömurleg á allan hátt.“ 13. október 2015 13:34 Launaseðill Illuga frá Orku Energy birtur Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. 11. október 2015 10:44 Illugi segir milljónirnar þrjár hafa verið launagreiðslu Menntamálaráðherra segir fráleitt að hann sé fjárhagslega háður stjórnarformanni Orku Energy. 9. október 2015 18:50 Yfirlýsing frá Orku Energy: Illugi skuldar Orku ekki neitt Í yfirlýsingu frá Orku Energy kemur fram að hvorki Illugi Gunnarsson, né félög tend honum, standi í skuld við Orku Energy. 9. október 2015 11:05 Mistök að upplýsa ekki allt strax Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, í ítarlegu viðtali. 9. október 2015 06:00 Illugi vildi ekki svara af eða á um meint lán frá Orku Energy Illugi Gunnarsson vildi ekki svara spurningum blaðamanna Fréttablaðsins um meint þriggja milljóna króna lán. 9. október 2015 09:09 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Sjá meira
Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, segist ekki hafa fengið nokkurs konar greiðslur frá OG Captial árið 2012. Því til sönnunar birti hann upplýsingar úr skattaframtali hans og konur sinnar á Facebook í kvöld. Tilefni birtingar Illuga er frétt sem birtist á Stundinni í dag, þar sem haldið er fram að fyrirtækið OG Capital ehf, sem var í eigu Illuga, hafi fengið 1,2 milljónir króna frá Orku Energy árið 2012 í verktakagreiðslu en ekki launagreiðslu. „Engar launagreiðslur, arðgreiðslur eða aðrar greiðslur eru til mín eða konu minnar frá fyrirtækinu OG Capital á árinu 2012 eða á árinu 2013. Á árinu 2013 fór félagið úr minni eigu,“ segir Illugi á Facebook.Umræða um tengsl Illuga við Hauk Harðarson, stjórnarformann Orku Energy, hefur verið hávær eftir að Illugi sagði frá því í apríl að Haukur hefði keypt íbúð þeirra hjóna og leigði þeim hana nú. Illugi vann fyrir fyrirtækið á meðan hann var í leyfi frá störfum sínum á Alþingi árið 2010 og 2011. Illugi fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. „Það er ekkert launungarmál og ég skráði það á hagsmunaskráningu í þinginu að þegar ég var utan þings þá vann ég hjá þessu fyrirtæki. En að líta svo á að húsaleiga sé þannig fjárhagsleg skuldbinding að mönnum verði vart sjálfrátt í sínum störfum sökum hagsmunatengsla tel ég fráleitt,“ sagði Illugi í föstudagsviðtalinu við Fréttablaðið fyrir helgi. Vegna fréttar Stundarinnar frá því í dag, sem byggð er á ónafngreindum heimildarmanni, hef ég ákveðið að stíga það skref...Posted by Illugi Gunnarsson on Wednesday, October 14, 2015
Tengdar fréttir Grípa til varna fyrir Illuga „Öll þessi umræða er á lágu plani og ömurleg á allan hátt.“ 13. október 2015 13:34 Launaseðill Illuga frá Orku Energy birtur Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. 11. október 2015 10:44 Illugi segir milljónirnar þrjár hafa verið launagreiðslu Menntamálaráðherra segir fráleitt að hann sé fjárhagslega háður stjórnarformanni Orku Energy. 9. október 2015 18:50 Yfirlýsing frá Orku Energy: Illugi skuldar Orku ekki neitt Í yfirlýsingu frá Orku Energy kemur fram að hvorki Illugi Gunnarsson, né félög tend honum, standi í skuld við Orku Energy. 9. október 2015 11:05 Mistök að upplýsa ekki allt strax Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, í ítarlegu viðtali. 9. október 2015 06:00 Illugi vildi ekki svara af eða á um meint lán frá Orku Energy Illugi Gunnarsson vildi ekki svara spurningum blaðamanna Fréttablaðsins um meint þriggja milljóna króna lán. 9. október 2015 09:09 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Sjá meira
Grípa til varna fyrir Illuga „Öll þessi umræða er á lágu plani og ömurleg á allan hátt.“ 13. október 2015 13:34
Launaseðill Illuga frá Orku Energy birtur Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. 11. október 2015 10:44
Illugi segir milljónirnar þrjár hafa verið launagreiðslu Menntamálaráðherra segir fráleitt að hann sé fjárhagslega háður stjórnarformanni Orku Energy. 9. október 2015 18:50
Yfirlýsing frá Orku Energy: Illugi skuldar Orku ekki neitt Í yfirlýsingu frá Orku Energy kemur fram að hvorki Illugi Gunnarsson, né félög tend honum, standi í skuld við Orku Energy. 9. október 2015 11:05
Mistök að upplýsa ekki allt strax Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, í ítarlegu viðtali. 9. október 2015 06:00
Illugi vildi ekki svara af eða á um meint lán frá Orku Energy Illugi Gunnarsson vildi ekki svara spurningum blaðamanna Fréttablaðsins um meint þriggja milljóna króna lán. 9. október 2015 09:09