Launaseðill Illuga frá Orku Energy birtur Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. október 2015 10:44 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. Illugi hafnar því að hafa fengið lán frá Orku Energy en Stundin greindi frá því að hann hefði fengið 3 milljóna króna lán frá fyrirtækinu. Illugi sagði í samtali við Stöð 2 að ekki hefði verið um lán að ræða heldur fyrirframgreidd laun. Í viðtalinu afhenti hann fréttamanni afrit af launaseðli sínum frá Orku Energy í febrúar 2012 og má nálgast launaseðililnn hér neðar. Á seðlinum kemur fram að heildarlaun og hlunnindi Illuga frá Orku Energy vegna launauppgjörs í umrætt sinn hafi numið rúmlega 5,6 milljónum króna. Þar af séu fyrirframgreidd laun upp á 2.950.000 kr. Launaseðill Illuga Gunnarssonar frá Orku Energy í febrúar 2012. Illugi fékk 2.950 þúsund krónur í fyrirframgreidd laun frá fyrirtækinu en launaseðillinn var gefinn út í tengslum við uppgjör á þeim.Meðan Illugi var í leyfi frá þingstörfum á síðasta kjörtímabili sinnti hann ráðgjafarstörfum fyrir Orku Energy. Eftir að hann varð menntamálaráðherra eftir síðustu þingkosningar árið 2013 seldi hann Hauki Harðarsyni stjórnarformanni Orku Energy íbúð sína á Ránargötu á 53,5 milljónir króna. Illugi og eiginkona hans leigja nú íbúðina af Hauki á 230 þúsund krónur á mánuði, án hita og rafmagns. Illugi hefur sjálfur upplýst að hann hafi gripið til þessara ráðstafana vegna fjárhagserfiðleika en hann og Haukur eru nánir vinir. Sjá má viðtal við Illuga í meðfylgjandi myndskeiði þar sem hann svarar fyrir fjárhagsleg tengsl sín og Orku Energy. Illugi hafnar því að hafa verið „fjárhagslega háður“ Hauki Harðarsyni þegar Haukur og fjórir aðrir starfsmenn Orku Energy fóru í opinbera heimsókn með ráðherranum og öðrum starfsmönnum mennta- og menningarmálaráðuneytisins til Kína í mars á þessu ári en Orka Energy kemur að umfangsmiklum jarðhitaverkefnum í Kína. Með í för til Kína voru einnig þrír starfsmenn Marel og rektorar Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Listaháskóla Íslands og forstjóri Rannís. Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Illugi Gunnarsson spurður út í meint lán frá Orku Energy í beinni útsendingu Þorbjörn Þórðarson, frétttamaður Stöðvar 2, spyr ráðherrann spjörunum úr í beinni útsendingu klukkan 18:30. 9. október 2015 17:31 Illugi segir milljónirnar þrjár hafa verið launagreiðslu Menntamálaráðherra segir fráleitt að hann sé fjárhagslega háður stjórnarformanni Orku Energy. 9. október 2015 18:50 Mistök að upplýsa ekki allt strax Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, í ítarlegu viðtali. 9. október 2015 06:00 Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. Illugi hafnar því að hafa fengið lán frá Orku Energy en Stundin greindi frá því að hann hefði fengið 3 milljóna króna lán frá fyrirtækinu. Illugi sagði í samtali við Stöð 2 að ekki hefði verið um lán að ræða heldur fyrirframgreidd laun. Í viðtalinu afhenti hann fréttamanni afrit af launaseðli sínum frá Orku Energy í febrúar 2012 og má nálgast launaseðililnn hér neðar. Á seðlinum kemur fram að heildarlaun og hlunnindi Illuga frá Orku Energy vegna launauppgjörs í umrætt sinn hafi numið rúmlega 5,6 milljónum króna. Þar af séu fyrirframgreidd laun upp á 2.950.000 kr. Launaseðill Illuga Gunnarssonar frá Orku Energy í febrúar 2012. Illugi fékk 2.950 þúsund krónur í fyrirframgreidd laun frá fyrirtækinu en launaseðillinn var gefinn út í tengslum við uppgjör á þeim.Meðan Illugi var í leyfi frá þingstörfum á síðasta kjörtímabili sinnti hann ráðgjafarstörfum fyrir Orku Energy. Eftir að hann varð menntamálaráðherra eftir síðustu þingkosningar árið 2013 seldi hann Hauki Harðarsyni stjórnarformanni Orku Energy íbúð sína á Ránargötu á 53,5 milljónir króna. Illugi og eiginkona hans leigja nú íbúðina af Hauki á 230 þúsund krónur á mánuði, án hita og rafmagns. Illugi hefur sjálfur upplýst að hann hafi gripið til þessara ráðstafana vegna fjárhagserfiðleika en hann og Haukur eru nánir vinir. Sjá má viðtal við Illuga í meðfylgjandi myndskeiði þar sem hann svarar fyrir fjárhagsleg tengsl sín og Orku Energy. Illugi hafnar því að hafa verið „fjárhagslega háður“ Hauki Harðarsyni þegar Haukur og fjórir aðrir starfsmenn Orku Energy fóru í opinbera heimsókn með ráðherranum og öðrum starfsmönnum mennta- og menningarmálaráðuneytisins til Kína í mars á þessu ári en Orka Energy kemur að umfangsmiklum jarðhitaverkefnum í Kína. Með í för til Kína voru einnig þrír starfsmenn Marel og rektorar Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Listaháskóla Íslands og forstjóri Rannís.
Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Illugi Gunnarsson spurður út í meint lán frá Orku Energy í beinni útsendingu Þorbjörn Þórðarson, frétttamaður Stöðvar 2, spyr ráðherrann spjörunum úr í beinni útsendingu klukkan 18:30. 9. október 2015 17:31 Illugi segir milljónirnar þrjár hafa verið launagreiðslu Menntamálaráðherra segir fráleitt að hann sé fjárhagslega háður stjórnarformanni Orku Energy. 9. október 2015 18:50 Mistök að upplýsa ekki allt strax Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, í ítarlegu viðtali. 9. október 2015 06:00 Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Illugi Gunnarsson spurður út í meint lán frá Orku Energy í beinni útsendingu Þorbjörn Þórðarson, frétttamaður Stöðvar 2, spyr ráðherrann spjörunum úr í beinni útsendingu klukkan 18:30. 9. október 2015 17:31
Illugi segir milljónirnar þrjár hafa verið launagreiðslu Menntamálaráðherra segir fráleitt að hann sé fjárhagslega háður stjórnarformanni Orku Energy. 9. október 2015 18:50
Mistök að upplýsa ekki allt strax Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, í ítarlegu viðtali. 9. október 2015 06:00