Umfjöllun og viðtöl: Grude Autoherc - Fram 22-38 | Framkonur einfaldlega mun sterkari Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. október 2015 21:15 Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram. vísir/stefán Framkonur gengu langt með að bóka sæti sitt í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta í kvöld með sextán marka sigri á Grude Autoherc. Seinni leikur liðanna fer fram annað kvöld en það þarf eitthvað kraftaverk til þess að Fram fari ekki áfram í næstu umferð. Leikmenn Fram runnu nokkuð blint í sjóinn í þessari viðureign en lítið var vitað um bosníska liðið fyrir leikina. Þær höfðu byrjað tímabilið af krafti í bosnísku deildinni og unnu sannfærandi sigur á liði frá Lúxemborg í fyrstu umferð EHF bikarsins. Fara báðir leikirnir fram í Safamýrinni en bosníska liðið var heimaliðið í kvöld og Fram verður heimaliðið annað kvöld. Það sást strax á fyrstu mínútunum í hvað stefndi en sóknarleikur Grude Autoherc var hreint út sagt lélegur, boltameðferðin slök og köstuðu þær boltanum sífellt frá sér. Þá vörðu markmenn liðsins vart skot í fyrri hálfleik. Framkonur nýttu sér þetta eftir því sem leið á leikinn og tóku tólf marka forskot inn í hálfleik, 21-9. Bosníska liðið átti ágætis rispu í seinni hálfleik þegar þeim tókst að minnka forskotið aftur niður í tíu mörk en eftir leikhlé Stefáns Arnarssonar, þjálfara Fram, settu leikmenn liðsins aftur í gír og gerðu út um leikinn. Lauk leiknum með sextán marka sigri Fram, 38-22, og var sigur liðsins í raun aldrei í hættu frá fyrstu mínútum leiksins. Fram er einfaldlega með töluvert sterkara lið og ætti Stefán að geta dreift álaginu vel líkt og hann gerði í kvöld í seinni leik liðanna í Safamýrinni annað kvöld en leikurinn hefst klukkan 18.00. Ragnheiður Júlíusdóttir var atkvæðamest í liði Fram með átta mörk en Hildur Þorgeirsdóttir bætti við sjö mörkum. Í markinu var Guðrún Ósk Maríasdóttir með 41% markvörslu.Elísabet: Þetta verður formsatriði á morgun „Þetta er ekki búið en það er auðvitað léttir að við höfum unnið hann. Við verðum hinsvegar að vera tilbúnar í leikinn á morgun,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir, leikmaður Fram, sátt að leik loknum í kvöld. „Það er oft þannig í Evrópukeppnum að liðin mæta oft allt öðruvísi stemmdar milli daga en það verður formsatriði fyrir okkur að klára þetta á morgun. Við megum hinsvegar ekki koma værukærar til leiksins á morgun.“ Elísabet sagði að undirbúningurinn fyrir leikinn hefði verið sérstakur en Fram vissi lítið um mótherjann fyrir leikinn. „Þetta var mjög skrýtið, við gátum eiginlega ekki undirbúið okkur fyrir þetta lið. Við þurftum bara að undirbúa okkur og vita hvað við ætluðum að gera. Þær litu vel út á æfingunum sem við sáum en þetta er allt annað í leikjum,“ sagði Elísabet sem var ánægð með spilamennsku liðsins í 55 mínútur. „Við vorum að spila vel og við höfum verið að spila mun betur í síðustu leikjum. Við vitum betur hvað þarf að gera og getum jafnvel gert enn betur í grunnatriðum handboltans sem við vorum aðeins að klikka á í leiknum.“Stefán: Í góðum liðum þurfa leikmenn að berjast fyrir mínútum „Já, við vissum ekki hvað við værum að fara út í og við náðum að vinna leikinn með flottri spilamennsku,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram, aðspurður hvort úrslitin hefðu verið betri en hann þorði að vona fyrir leikinn. „Maður vissi lítið um styrkleika andstæðingsins en eftir að þær jöfnuðu í 6-6 náðum við sex mörkum í röð og þá sást getumunurinn á liðunum,“ sagði Stefán sem sagði að það hefði verið erfiðara en oft áður að undirbúa liðið fyrir leikinn. „Það tók okkur smá tíma að lesa þær en eftir að okkur tókst að gera það varð spilamennskan mun betri. Þær komu aðeins með tólf leikmenn og við vorum með sextán og fyrir vikið reyndum við að spila hratt.“ Stefán gat gefið öllum leikmönnum liðsins mínútur enda sigurinn löngu í höfn um miðbik seinni hálfleiks. „Við gerðum marga góða hluti í dag og liðið lék heilt yfir vel. Það eru leikmenn í hópnum sem vilja spila meira en þær fengu fleiri mínútur í dag og þannig er það í góðum liðum. Leikmenn þurfa að berjast fyrir mínútunum.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Sjá meira
Framkonur gengu langt með að bóka sæti sitt í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta í kvöld með sextán marka sigri á Grude Autoherc. Seinni leikur liðanna fer fram annað kvöld en það þarf eitthvað kraftaverk til þess að Fram fari ekki áfram í næstu umferð. Leikmenn Fram runnu nokkuð blint í sjóinn í þessari viðureign en lítið var vitað um bosníska liðið fyrir leikina. Þær höfðu byrjað tímabilið af krafti í bosnísku deildinni og unnu sannfærandi sigur á liði frá Lúxemborg í fyrstu umferð EHF bikarsins. Fara báðir leikirnir fram í Safamýrinni en bosníska liðið var heimaliðið í kvöld og Fram verður heimaliðið annað kvöld. Það sást strax á fyrstu mínútunum í hvað stefndi en sóknarleikur Grude Autoherc var hreint út sagt lélegur, boltameðferðin slök og köstuðu þær boltanum sífellt frá sér. Þá vörðu markmenn liðsins vart skot í fyrri hálfleik. Framkonur nýttu sér þetta eftir því sem leið á leikinn og tóku tólf marka forskot inn í hálfleik, 21-9. Bosníska liðið átti ágætis rispu í seinni hálfleik þegar þeim tókst að minnka forskotið aftur niður í tíu mörk en eftir leikhlé Stefáns Arnarssonar, þjálfara Fram, settu leikmenn liðsins aftur í gír og gerðu út um leikinn. Lauk leiknum með sextán marka sigri Fram, 38-22, og var sigur liðsins í raun aldrei í hættu frá fyrstu mínútum leiksins. Fram er einfaldlega með töluvert sterkara lið og ætti Stefán að geta dreift álaginu vel líkt og hann gerði í kvöld í seinni leik liðanna í Safamýrinni annað kvöld en leikurinn hefst klukkan 18.00. Ragnheiður Júlíusdóttir var atkvæðamest í liði Fram með átta mörk en Hildur Þorgeirsdóttir bætti við sjö mörkum. Í markinu var Guðrún Ósk Maríasdóttir með 41% markvörslu.Elísabet: Þetta verður formsatriði á morgun „Þetta er ekki búið en það er auðvitað léttir að við höfum unnið hann. Við verðum hinsvegar að vera tilbúnar í leikinn á morgun,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir, leikmaður Fram, sátt að leik loknum í kvöld. „Það er oft þannig í Evrópukeppnum að liðin mæta oft allt öðruvísi stemmdar milli daga en það verður formsatriði fyrir okkur að klára þetta á morgun. Við megum hinsvegar ekki koma værukærar til leiksins á morgun.“ Elísabet sagði að undirbúningurinn fyrir leikinn hefði verið sérstakur en Fram vissi lítið um mótherjann fyrir leikinn. „Þetta var mjög skrýtið, við gátum eiginlega ekki undirbúið okkur fyrir þetta lið. Við þurftum bara að undirbúa okkur og vita hvað við ætluðum að gera. Þær litu vel út á æfingunum sem við sáum en þetta er allt annað í leikjum,“ sagði Elísabet sem var ánægð með spilamennsku liðsins í 55 mínútur. „Við vorum að spila vel og við höfum verið að spila mun betur í síðustu leikjum. Við vitum betur hvað þarf að gera og getum jafnvel gert enn betur í grunnatriðum handboltans sem við vorum aðeins að klikka á í leiknum.“Stefán: Í góðum liðum þurfa leikmenn að berjast fyrir mínútum „Já, við vissum ekki hvað við værum að fara út í og við náðum að vinna leikinn með flottri spilamennsku,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram, aðspurður hvort úrslitin hefðu verið betri en hann þorði að vona fyrir leikinn. „Maður vissi lítið um styrkleika andstæðingsins en eftir að þær jöfnuðu í 6-6 náðum við sex mörkum í röð og þá sást getumunurinn á liðunum,“ sagði Stefán sem sagði að það hefði verið erfiðara en oft áður að undirbúa liðið fyrir leikinn. „Það tók okkur smá tíma að lesa þær en eftir að okkur tókst að gera það varð spilamennskan mun betri. Þær komu aðeins með tólf leikmenn og við vorum með sextán og fyrir vikið reyndum við að spila hratt.“ Stefán gat gefið öllum leikmönnum liðsins mínútur enda sigurinn löngu í höfn um miðbik seinni hálfleiks. „Við gerðum marga góða hluti í dag og liðið lék heilt yfir vel. Það eru leikmenn í hópnum sem vilja spila meira en þær fengu fleiri mínútur í dag og þannig er það í góðum liðum. Leikmenn þurfa að berjast fyrir mínútunum.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Sjá meira