Segir Rússa kasta olíu á eldinn Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2015 08:14 Skjáskot úr myndbandi af loftárás Rússa. Vísir/AFP Yfirvöld í Rússlandi segjast hafa framkvæmt um 20 loftárásir gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi í gær. Bandaríkin óttast hins vegar að skotmörk Rússa hafi ekki verið vígamenn ISIS, heldur hófsamir uppreisnarmenn sem berjast til að steypa Bashar al-Assad, forseta Sýrlands og bandamanni Rússa til langs tíma, af stóli. Ash Carter, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, segir flugvélar Rússa hafa gert loftárásir á svæðum í Sýrlandi þar sem enga vígamenn ISIS sé að finna. Hann segir Rússa vera kasta olíu á eldinn. Varnamálaráðherra Frakklands, Jean-Yves Le Drian tók í sama streng þegar hann ræddi við þingmenn í París. Þá hefur NATO kvartað yfir því að Rússar hafi ekki greint frá árásum sínum nægilega. Erindrekar bæði Rússlands og Bandaríkjanna segja þó að viðræður verði haldnar eins fljótt og auðið er sem ætlað er að koma í veg fyrir atvik á milli NATO og bandamana þeirra annars vegar og Rússlands hins vegar. Varnamálaráðuneyti Rússlands hefur birt meðfylgjandi myndband af loftárásum sem sagðar eru hafa verið gerðar á átta stöðum.Fregnir hafa borist af því að 36 borgarar hafi látið lífið í tveimur loftárásum Rússa í Homs héraði. Því neita Rússar alfarið. Rússar segja að árásir sínar hafi allar beinst gegn ISIS og að þeir hafi engar upplýsingar um að borgarar hafi látið lífið. Sergey Lavrov, sendiherra Rússlands, segir að ef vesturveldin hafi sannanir fyrir því, beri þeim að gera þau gögn opinber. Samkvæmt AFP fréttaveitunni hafa yfirvöld í Frakklandi hafið rannsókn á því hvort að stjórn Assad hafi framið glæpi gegn mankyninu í Sýrlandi. Rannsóknin byggir á mestu á sönnunargögnum frá fyrrum ljósmyndara stjórnarhersins í Sýrlandi sem flúði land árið 2013. Hann gengur undir nafninu Caesar og tók með sér um 55 þúsund ljósmyndir. Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands segir myndirnar meðal annars sýna fanga stjórnarhersins pyntaða. Um 250 þúsund manns hafa látið lífið í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi sem hefur nú staðið yfir í rúm fjögur ár. Stjórnarherinn hefur verið sakaður um að hafa valdið dauða fleiri manns en Íslamska ríkið. Þá er talið að stjórnarherinn hafi varpað svokölluðum tunnusprengjum á íbúðarbyggðir og beitt efnavopnum. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Þingið veitir Putin leyfi til hernaðar í Sýrlandi Fjölmiðlar í Rússlandi segja að eingöngu lofthernaði verði beitt gegn íslamska ríkinu og að beiðni Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. 30. september 2015 08:19 Rússar hefja loftárásir sínar í Sýrlandi Árásirnar voru gerðar nærri borginni Homs í vesturhluta landsins. 30. september 2015 12:54 Efast um að loftárásir Rússa í Sýrlandi beinist að ISIS Bandarísk yfirvöld hafa lýst yfir efasemdum um að loftárásir Rússa hafi beinst að ISIS líkt og Rússar hafa haldið fram. 30. september 2015 21:15 Rússar hefja loftárásir í Sýrlandi Rússar styðja Assad Sýrlandsforseta gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Loftárásir Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu hafa staðið yfir í rúmt ár. 1. október 2015 09:00 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Yfirvöld í Rússlandi segjast hafa framkvæmt um 20 loftárásir gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi í gær. Bandaríkin óttast hins vegar að skotmörk Rússa hafi ekki verið vígamenn ISIS, heldur hófsamir uppreisnarmenn sem berjast til að steypa Bashar al-Assad, forseta Sýrlands og bandamanni Rússa til langs tíma, af stóli. Ash Carter, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, segir flugvélar Rússa hafa gert loftárásir á svæðum í Sýrlandi þar sem enga vígamenn ISIS sé að finna. Hann segir Rússa vera kasta olíu á eldinn. Varnamálaráðherra Frakklands, Jean-Yves Le Drian tók í sama streng þegar hann ræddi við þingmenn í París. Þá hefur NATO kvartað yfir því að Rússar hafi ekki greint frá árásum sínum nægilega. Erindrekar bæði Rússlands og Bandaríkjanna segja þó að viðræður verði haldnar eins fljótt og auðið er sem ætlað er að koma í veg fyrir atvik á milli NATO og bandamana þeirra annars vegar og Rússlands hins vegar. Varnamálaráðuneyti Rússlands hefur birt meðfylgjandi myndband af loftárásum sem sagðar eru hafa verið gerðar á átta stöðum.Fregnir hafa borist af því að 36 borgarar hafi látið lífið í tveimur loftárásum Rússa í Homs héraði. Því neita Rússar alfarið. Rússar segja að árásir sínar hafi allar beinst gegn ISIS og að þeir hafi engar upplýsingar um að borgarar hafi látið lífið. Sergey Lavrov, sendiherra Rússlands, segir að ef vesturveldin hafi sannanir fyrir því, beri þeim að gera þau gögn opinber. Samkvæmt AFP fréttaveitunni hafa yfirvöld í Frakklandi hafið rannsókn á því hvort að stjórn Assad hafi framið glæpi gegn mankyninu í Sýrlandi. Rannsóknin byggir á mestu á sönnunargögnum frá fyrrum ljósmyndara stjórnarhersins í Sýrlandi sem flúði land árið 2013. Hann gengur undir nafninu Caesar og tók með sér um 55 þúsund ljósmyndir. Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands segir myndirnar meðal annars sýna fanga stjórnarhersins pyntaða. Um 250 þúsund manns hafa látið lífið í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi sem hefur nú staðið yfir í rúm fjögur ár. Stjórnarherinn hefur verið sakaður um að hafa valdið dauða fleiri manns en Íslamska ríkið. Þá er talið að stjórnarherinn hafi varpað svokölluðum tunnusprengjum á íbúðarbyggðir og beitt efnavopnum.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Þingið veitir Putin leyfi til hernaðar í Sýrlandi Fjölmiðlar í Rússlandi segja að eingöngu lofthernaði verði beitt gegn íslamska ríkinu og að beiðni Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. 30. september 2015 08:19 Rússar hefja loftárásir sínar í Sýrlandi Árásirnar voru gerðar nærri borginni Homs í vesturhluta landsins. 30. september 2015 12:54 Efast um að loftárásir Rússa í Sýrlandi beinist að ISIS Bandarísk yfirvöld hafa lýst yfir efasemdum um að loftárásir Rússa hafi beinst að ISIS líkt og Rússar hafa haldið fram. 30. september 2015 21:15 Rússar hefja loftárásir í Sýrlandi Rússar styðja Assad Sýrlandsforseta gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Loftárásir Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu hafa staðið yfir í rúmt ár. 1. október 2015 09:00 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Þingið veitir Putin leyfi til hernaðar í Sýrlandi Fjölmiðlar í Rússlandi segja að eingöngu lofthernaði verði beitt gegn íslamska ríkinu og að beiðni Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. 30. september 2015 08:19
Rússar hefja loftárásir sínar í Sýrlandi Árásirnar voru gerðar nærri borginni Homs í vesturhluta landsins. 30. september 2015 12:54
Efast um að loftárásir Rússa í Sýrlandi beinist að ISIS Bandarísk yfirvöld hafa lýst yfir efasemdum um að loftárásir Rússa hafi beinst að ISIS líkt og Rússar hafa haldið fram. 30. september 2015 21:15
Rússar hefja loftárásir í Sýrlandi Rússar styðja Assad Sýrlandsforseta gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Loftárásir Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu hafa staðið yfir í rúmt ár. 1. október 2015 09:00