Ísland gæti komist upp í 3. styrkleikaflokk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2015 15:03 Lars og Heimir þakka áhorfendum á Laugardalsvelli fyrir stuðninginn eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM. vísir/vilhelm Líklegast þykir að Ísland verði í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2016 í Frakklandi. Drátturinn fer fram í París 12. desember næstkomandi en leikið verður í sex fjögurra liða riðlum. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í 16-liða úrslit sem og þau fjögur lið sem eru með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Með góðum úrslitum í síðustu tveimur leikjunum í undankeppni EM sem framundan eru, gegn Lettlandi og Tyrklandi, og hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum gæti Ísland komist upp í 3. styrkleikaflokk.Sjá einnig: Stefnt að 7-8 vináttulandsleikjum fyrir EM Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, sagði á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag, þegar landsliðshópurinn fyrir leikina gegn Lettlandi og Tyrklandi var tilkynntur, að liðið hefði mikla hvatningu til að vinna leikina tvo, þrátt fyrir að EM-sætið sé þegar tryggt. „Fyrsta markmiðið er það sama og alltaf, að vinna leikina, og svo er það mikilvægt fyrir okkur að vinna leikina til að reyna að komast upp um styrkleikaflokk. Við erum í erfiðri stöðu en þetta ræðst á okkar úrslitum og hvaða lið komast á EM,“ sagði Lars. Fyrri leikurinn í þessum landsleikjatvíhöfða er gegn Lettlandi á Laugardalsvelli 10. október. Þremur dögum síðar leikur Ísland lokaleik sinn í riðlinum gegn Tyrklandi í borginni Konya. Leikurinn gæti skipt miklu máli fyrir Tyrki sem eru í mikilli baráttu við Holland um 3. sætið í riðlinum sem gefur annað hvort sæti á EM eða í umspili um sæti í lokakeppninni. Tyrkir, sem eru í 3. sætinu fyrir tvo síðustu leikina, mæta Tékkum í fyrri leiknum á meðan Hollendingar sækja Kasakstan heim. Lars segir að íslenska liðið verði að leggja sig allt fram í leiknum við Tyrkland og sýna andstæðingnum virðingu. „Ef Tyrkland og Holland eru enn í baráttu um 3. sætið verðum við hafa háttvísi í huga í undirbúningi okkar og frammistöðu í þeim leik,“ sagði Lars og bætti við að tyrkneskir fjölmiðlar hefðu eflaust mikinn áhuga á því hvernig íslenska liðið ætlaði að nálgast leikinn. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Sjá meira
Líklegast þykir að Ísland verði í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2016 í Frakklandi. Drátturinn fer fram í París 12. desember næstkomandi en leikið verður í sex fjögurra liða riðlum. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í 16-liða úrslit sem og þau fjögur lið sem eru með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Með góðum úrslitum í síðustu tveimur leikjunum í undankeppni EM sem framundan eru, gegn Lettlandi og Tyrklandi, og hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum gæti Ísland komist upp í 3. styrkleikaflokk.Sjá einnig: Stefnt að 7-8 vináttulandsleikjum fyrir EM Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, sagði á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag, þegar landsliðshópurinn fyrir leikina gegn Lettlandi og Tyrklandi var tilkynntur, að liðið hefði mikla hvatningu til að vinna leikina tvo, þrátt fyrir að EM-sætið sé þegar tryggt. „Fyrsta markmiðið er það sama og alltaf, að vinna leikina, og svo er það mikilvægt fyrir okkur að vinna leikina til að reyna að komast upp um styrkleikaflokk. Við erum í erfiðri stöðu en þetta ræðst á okkar úrslitum og hvaða lið komast á EM,“ sagði Lars. Fyrri leikurinn í þessum landsleikjatvíhöfða er gegn Lettlandi á Laugardalsvelli 10. október. Þremur dögum síðar leikur Ísland lokaleik sinn í riðlinum gegn Tyrklandi í borginni Konya. Leikurinn gæti skipt miklu máli fyrir Tyrki sem eru í mikilli baráttu við Holland um 3. sætið í riðlinum sem gefur annað hvort sæti á EM eða í umspili um sæti í lokakeppninni. Tyrkir, sem eru í 3. sætinu fyrir tvo síðustu leikina, mæta Tékkum í fyrri leiknum á meðan Hollendingar sækja Kasakstan heim. Lars segir að íslenska liðið verði að leggja sig allt fram í leiknum við Tyrkland og sýna andstæðingnum virðingu. „Ef Tyrkland og Holland eru enn í baráttu um 3. sætið verðum við hafa háttvísi í huga í undirbúningi okkar og frammistöðu í þeim leik,“ sagði Lars og bætti við að tyrkneskir fjölmiðlar hefðu eflaust mikinn áhuga á því hvernig íslenska liðið ætlaði að nálgast leikinn.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Sjá meira