„Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Kristján Már Unnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. október 2015 11:09 Myndin er lýsandi fyrir ástandið. Vísir/Stöð 2 Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. Nokkuð hefur dregið úr rennsli Skaftár við Sveinstind og við Eldvatn við Ása. Rennsli er þó víða enn mikið í Skaftá og flóðið breiðir úr sér. Lögreglumenn skoðuð svæðið í morgun til að meta stöðuna. „Það hefur minnkað töluvert rennslið hérna niðri við Eldvatnsbrúna niður við Ása en rennslið hér austur með þjóðveginum það hefur aukist svona hérna austur með hrauninu. Það er farið að renna yfir afleggjarann að Skál, alveg upp við þjóðveginn, það lekur beggja megin vegar þó það fari ekki yfir veginn neins staðar. Þá er að safnast beggja megin þjóðvegarins,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Staðan er ekki góð eins og sjá má.Vísir/Stöð 2 Sveinn segir töluverðar skemmdir hafa orðið á túnum bænda, sveitavegum og á brúm. Þá lokuðust tveir bæir af þar sem það flæddi yfir vegi að þeim. Tekist hefur að halda þjóðveginum opnum en aukin viðbúnaður er þó hjá lögreglunni ef það kemur til þess að loka þurfi. „Þetta tekur svo langan tíma að renna hérna í gegnum hraunið og svona áhrifin, endanlegu áhrifin, á þjóðveginn sjáum við ekkert kannski fyrr en í dag eða á morgun,“ segir Sveinn Kristján. Hlaupið í Skaftá er það mesta frá því mælingar hófust árið 1971. Rennslið í ánni varð þegar mest var allt að tvöfalt meira en áður hefur sést. Bændur horfa margir hverjir upp á töluvert tjón á túnum sínum. Við bæinn Flögu líkist túnið helst stöðuvatni en vatnið er hærra en girðingarstaurar sem þar er að finna. Gunnar Sveinsson bóndi í Flögu segir að sér hafi ekki órað fyrir að svo mikið vatn myndi fylgja flóðinu. „Þetta verður bara drulla og ógeð á þeim sko til að byrja með svo jafnar það sig að einhverju leyti. Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina í þessu. Það brýtur stöðugt á og hækkar vatnsborðið,“ segir Gunnar. Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. Nokkuð hefur dregið úr rennsli Skaftár við Sveinstind og við Eldvatn við Ása. Rennsli er þó víða enn mikið í Skaftá og flóðið breiðir úr sér. Lögreglumenn skoðuð svæðið í morgun til að meta stöðuna. „Það hefur minnkað töluvert rennslið hérna niðri við Eldvatnsbrúna niður við Ása en rennslið hér austur með þjóðveginum það hefur aukist svona hérna austur með hrauninu. Það er farið að renna yfir afleggjarann að Skál, alveg upp við þjóðveginn, það lekur beggja megin vegar þó það fari ekki yfir veginn neins staðar. Þá er að safnast beggja megin þjóðvegarins,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Staðan er ekki góð eins og sjá má.Vísir/Stöð 2 Sveinn segir töluverðar skemmdir hafa orðið á túnum bænda, sveitavegum og á brúm. Þá lokuðust tveir bæir af þar sem það flæddi yfir vegi að þeim. Tekist hefur að halda þjóðveginum opnum en aukin viðbúnaður er þó hjá lögreglunni ef það kemur til þess að loka þurfi. „Þetta tekur svo langan tíma að renna hérna í gegnum hraunið og svona áhrifin, endanlegu áhrifin, á þjóðveginn sjáum við ekkert kannski fyrr en í dag eða á morgun,“ segir Sveinn Kristján. Hlaupið í Skaftá er það mesta frá því mælingar hófust árið 1971. Rennslið í ánni varð þegar mest var allt að tvöfalt meira en áður hefur sést. Bændur horfa margir hverjir upp á töluvert tjón á túnum sínum. Við bæinn Flögu líkist túnið helst stöðuvatni en vatnið er hærra en girðingarstaurar sem þar er að finna. Gunnar Sveinsson bóndi í Flögu segir að sér hafi ekki órað fyrir að svo mikið vatn myndi fylgja flóðinu. „Þetta verður bara drulla og ógeð á þeim sko til að byrja með svo jafnar það sig að einhverju leyti. Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina í þessu. Það brýtur stöðugt á og hækkar vatnsborðið,“ segir Gunnar.
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira