Óeðlileg ást? Ingileif Friðriksdóttir skrifar 5. október 2015 13:00 Oft heyrir maður talað um það hversu langt Ísland er komið í réttindabaráttu hinsegin fólks og að hér á landi ríki meira umburðarlyndi en í nokkru öðru ríki. Það er að mörgu leyti rétt, enda hefur það ítrekað sannað sig hversu aftarlega á merinni mörg önnur lönd sitja. Í hvert skipti berjum við Íslendingar okkur á brjóst og hreykjum okkur af eigin fordómaleysi. En þrátt fyrir að vera ein umburðarlyndasta þjóð í heimi er baráttan ekki unnin. Ég er samkynhneigð kona í hamingjusömu sambandi og við unnusta mín finnum stundum fyrir því í okkar daglega lífi að við erum „öðruvísi“ en önnur pör. Yfirleitt er um að ræða sakleysislegt þekkingarleysi fólks en stundum höfum við þó þurft að þræta fyrir sambandið okkar. Eins ótrúlegt og mér þykir það þá er ennþá til fólk sem hreinlega neitar að viðurkenna sambandsform líkt og okkar. Á ferðalagi um Vestfirði í sumar hittum við til að mynda mann sem sagði okkur að það væri svo „óeðlilegt“ að við værum saman, og við ættum nú bara að „hætta þessu rugli“ og fara frekar í sambönd með karlmönnum „eins og venjulegt fólk“. Já, þetta er gróft dæmi og nei, þetta er ekki ríkjandi skoðun í okkar samfélagi en, hún er samt sem áður tilstaðar.Það sem fólk eins og þessi maður áttar sig ekki á er að þetta snýst bara um ást og lífshamingju. Sumir finna ást hjá manneskju af gangstæðu kyni. Ég fann ást hjá konu. Sú ást er ekki verri. Hún er ekki „öðruvísi“. Hún er ekki ljót eða óeðlileg. Hún er bara ást. Falleg og dásamleg í öllu sínu veldi. Og á meðan ennþá er til fólk sem heldur hinu gangstæða fram þá er mikilvægt að halda baráttunni áfram. Hún verður ekki unnin fyrr en samfélagið í heild hefur áttað sig á því að fólk er allskonar og það er bara í góðu lagi. Í fullkomnum heimi þyrfti enginn að útskýra kynhneigð sína. Þar myndu fjölbreytt sambönd ástfanginna einstaklinga fá að blómstra án þess að sett væri spurningarmerki við þau. Þar þætti ást aldrei óeðlileg. Þar væri orðið gagnkynhneigð ekki einu sinni til. Kannski komumst við þangað einn daginn. Ég vona það að minnsta kosti. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinarskriftarátaki Jafnréttisnefndar SHÍ fyrir Jafnréttisdaga 2015. Dagskrá má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Oft heyrir maður talað um það hversu langt Ísland er komið í réttindabaráttu hinsegin fólks og að hér á landi ríki meira umburðarlyndi en í nokkru öðru ríki. Það er að mörgu leyti rétt, enda hefur það ítrekað sannað sig hversu aftarlega á merinni mörg önnur lönd sitja. Í hvert skipti berjum við Íslendingar okkur á brjóst og hreykjum okkur af eigin fordómaleysi. En þrátt fyrir að vera ein umburðarlyndasta þjóð í heimi er baráttan ekki unnin. Ég er samkynhneigð kona í hamingjusömu sambandi og við unnusta mín finnum stundum fyrir því í okkar daglega lífi að við erum „öðruvísi“ en önnur pör. Yfirleitt er um að ræða sakleysislegt þekkingarleysi fólks en stundum höfum við þó þurft að þræta fyrir sambandið okkar. Eins ótrúlegt og mér þykir það þá er ennþá til fólk sem hreinlega neitar að viðurkenna sambandsform líkt og okkar. Á ferðalagi um Vestfirði í sumar hittum við til að mynda mann sem sagði okkur að það væri svo „óeðlilegt“ að við værum saman, og við ættum nú bara að „hætta þessu rugli“ og fara frekar í sambönd með karlmönnum „eins og venjulegt fólk“. Já, þetta er gróft dæmi og nei, þetta er ekki ríkjandi skoðun í okkar samfélagi en, hún er samt sem áður tilstaðar.Það sem fólk eins og þessi maður áttar sig ekki á er að þetta snýst bara um ást og lífshamingju. Sumir finna ást hjá manneskju af gangstæðu kyni. Ég fann ást hjá konu. Sú ást er ekki verri. Hún er ekki „öðruvísi“. Hún er ekki ljót eða óeðlileg. Hún er bara ást. Falleg og dásamleg í öllu sínu veldi. Og á meðan ennþá er til fólk sem heldur hinu gangstæða fram þá er mikilvægt að halda baráttunni áfram. Hún verður ekki unnin fyrr en samfélagið í heild hefur áttað sig á því að fólk er allskonar og það er bara í góðu lagi. Í fullkomnum heimi þyrfti enginn að útskýra kynhneigð sína. Þar myndu fjölbreytt sambönd ástfanginna einstaklinga fá að blómstra án þess að sett væri spurningarmerki við þau. Þar þætti ást aldrei óeðlileg. Þar væri orðið gagnkynhneigð ekki einu sinni til. Kannski komumst við þangað einn daginn. Ég vona það að minnsta kosti. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinarskriftarátaki Jafnréttisnefndar SHÍ fyrir Jafnréttisdaga 2015. Dagskrá má finna hér.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun