Óeðlileg ást? Ingileif Friðriksdóttir skrifar 5. október 2015 13:00 Oft heyrir maður talað um það hversu langt Ísland er komið í réttindabaráttu hinsegin fólks og að hér á landi ríki meira umburðarlyndi en í nokkru öðru ríki. Það er að mörgu leyti rétt, enda hefur það ítrekað sannað sig hversu aftarlega á merinni mörg önnur lönd sitja. Í hvert skipti berjum við Íslendingar okkur á brjóst og hreykjum okkur af eigin fordómaleysi. En þrátt fyrir að vera ein umburðarlyndasta þjóð í heimi er baráttan ekki unnin. Ég er samkynhneigð kona í hamingjusömu sambandi og við unnusta mín finnum stundum fyrir því í okkar daglega lífi að við erum „öðruvísi“ en önnur pör. Yfirleitt er um að ræða sakleysislegt þekkingarleysi fólks en stundum höfum við þó þurft að þræta fyrir sambandið okkar. Eins ótrúlegt og mér þykir það þá er ennþá til fólk sem hreinlega neitar að viðurkenna sambandsform líkt og okkar. Á ferðalagi um Vestfirði í sumar hittum við til að mynda mann sem sagði okkur að það væri svo „óeðlilegt“ að við værum saman, og við ættum nú bara að „hætta þessu rugli“ og fara frekar í sambönd með karlmönnum „eins og venjulegt fólk“. Já, þetta er gróft dæmi og nei, þetta er ekki ríkjandi skoðun í okkar samfélagi en, hún er samt sem áður tilstaðar.Það sem fólk eins og þessi maður áttar sig ekki á er að þetta snýst bara um ást og lífshamingju. Sumir finna ást hjá manneskju af gangstæðu kyni. Ég fann ást hjá konu. Sú ást er ekki verri. Hún er ekki „öðruvísi“. Hún er ekki ljót eða óeðlileg. Hún er bara ást. Falleg og dásamleg í öllu sínu veldi. Og á meðan ennþá er til fólk sem heldur hinu gangstæða fram þá er mikilvægt að halda baráttunni áfram. Hún verður ekki unnin fyrr en samfélagið í heild hefur áttað sig á því að fólk er allskonar og það er bara í góðu lagi. Í fullkomnum heimi þyrfti enginn að útskýra kynhneigð sína. Þar myndu fjölbreytt sambönd ástfanginna einstaklinga fá að blómstra án þess að sett væri spurningarmerki við þau. Þar þætti ást aldrei óeðlileg. Þar væri orðið gagnkynhneigð ekki einu sinni til. Kannski komumst við þangað einn daginn. Ég vona það að minnsta kosti. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinarskriftarátaki Jafnréttisnefndar SHÍ fyrir Jafnréttisdaga 2015. Dagskrá má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Sjá meira
Oft heyrir maður talað um það hversu langt Ísland er komið í réttindabaráttu hinsegin fólks og að hér á landi ríki meira umburðarlyndi en í nokkru öðru ríki. Það er að mörgu leyti rétt, enda hefur það ítrekað sannað sig hversu aftarlega á merinni mörg önnur lönd sitja. Í hvert skipti berjum við Íslendingar okkur á brjóst og hreykjum okkur af eigin fordómaleysi. En þrátt fyrir að vera ein umburðarlyndasta þjóð í heimi er baráttan ekki unnin. Ég er samkynhneigð kona í hamingjusömu sambandi og við unnusta mín finnum stundum fyrir því í okkar daglega lífi að við erum „öðruvísi“ en önnur pör. Yfirleitt er um að ræða sakleysislegt þekkingarleysi fólks en stundum höfum við þó þurft að þræta fyrir sambandið okkar. Eins ótrúlegt og mér þykir það þá er ennþá til fólk sem hreinlega neitar að viðurkenna sambandsform líkt og okkar. Á ferðalagi um Vestfirði í sumar hittum við til að mynda mann sem sagði okkur að það væri svo „óeðlilegt“ að við værum saman, og við ættum nú bara að „hætta þessu rugli“ og fara frekar í sambönd með karlmönnum „eins og venjulegt fólk“. Já, þetta er gróft dæmi og nei, þetta er ekki ríkjandi skoðun í okkar samfélagi en, hún er samt sem áður tilstaðar.Það sem fólk eins og þessi maður áttar sig ekki á er að þetta snýst bara um ást og lífshamingju. Sumir finna ást hjá manneskju af gangstæðu kyni. Ég fann ást hjá konu. Sú ást er ekki verri. Hún er ekki „öðruvísi“. Hún er ekki ljót eða óeðlileg. Hún er bara ást. Falleg og dásamleg í öllu sínu veldi. Og á meðan ennþá er til fólk sem heldur hinu gangstæða fram þá er mikilvægt að halda baráttunni áfram. Hún verður ekki unnin fyrr en samfélagið í heild hefur áttað sig á því að fólk er allskonar og það er bara í góðu lagi. Í fullkomnum heimi þyrfti enginn að útskýra kynhneigð sína. Þar myndu fjölbreytt sambönd ástfanginna einstaklinga fá að blómstra án þess að sett væri spurningarmerki við þau. Þar þætti ást aldrei óeðlileg. Þar væri orðið gagnkynhneigð ekki einu sinni til. Kannski komumst við þangað einn daginn. Ég vona það að minnsta kosti. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinarskriftarátaki Jafnréttisnefndar SHÍ fyrir Jafnréttisdaga 2015. Dagskrá má finna hér.
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar