Erlent

Sendiherra Rússlands í Tyrklandi kallaður á teppið

Atli Ísleifsson skrifar
F-16 þota.
F-16 þota. Vísir/Getty
Sendiherra Rússlands í Tyrklandi var boðaður á fund með fulltrúum tyrkneskra yfirvalda eftir að rússneskar orrustuþotur rufu tyrkneska lofthelgi um helgina.

Í frétt BBC kemur fram að sendiherrann segi að um mistök hafi verið að ræða og að slíkt muni ekki gerast aftur.

Rússneski herinn hefur að undanförnu gert fjölda loftárásir á skotmörk í Sýrlandi sem liggur að Tyrklandi sem er aðili að NATO. Eru árásirnar ætlaðar að styðja við bakið á aðgerðum stjórnarhers Sýrlands í baráttu þess gegn vígasveitum ISIS.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir að brot Rússa séu óásættanleg og ekki til þess gerð til að lægja öldurnar í heimshlutanum.

Fulltrúar aðildarríkja NATO munu ræða málið síðar í dag.

NATO Secretary General Jens Stoltenberg calls on Russia to respect NATO airspace after Russian combat aircraft violated Turkish airspace.

Posted by NATO on Monday, 5 October 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×