Rússneskar orrustuþotur hafa gert loftárásir á sýrlensku borgina Palmyra sem vígasveitir ISIS hafa ráðið yfir síðustu mánuði.
Sýrlenskir fjölmiðlar greina frá því að tuttugu farartæki og þrjár vopnageymslur hafi eyðilagst í árásinni í Palmyra. Þá á Rússlandsher einnig að hafa gert árásir á skotmörk nærri borgunum Al-Bab og Deit Hafer í Aleppohéraði, austur af flugvelli sem ISIS-liðar ráða yfir.
Þetta eru fyrstu árásir Rússa á Palmyru, en liðsmenn ISIS náðu borginni á sitt vald í maí síðastliðinn og hafa eyðilagt fornminjar með því að sprengja þær í sundur, nú síðast tvö þúsund ára gamlan sigurboga.
Vesturveldin hafa sakað Rússa um að hafa gert loftárásir liðsmenn stjórnarandstöðunnar í Sýrlandi og þrýst á þá að einblína á vígasveitir ISIS.
Rússar gera loftárásir á Palmyra

Tengdar fréttir

Sprengdu sigurbogann í Palmyra
Yfirmaður fornleifastofnunar Sýrlands segir að borgin sé dæmd til eyðileggingar.

Assad segir loftárásir Bandaríkjamanna árangurslausar
Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, segir að bandalag milli Sýrlands, Rússlands, Írans, og Íraks, verði að skila árangri, annars verði svæðið eyðileggingu að bráð.

Aukin spenna yfir Sýrlandi
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir rof Rússa á lofthelgi Tyrklandi, ekki hafa verið slys.

Krefjast þess að Rússar hætti loftárásum og virði lofthelgi Tyrkja
Norður-Atlantshafsráðið fundaði í dag vegna hernaðaraðgerða Rússa í Sýrlandi og nágrannaríkjum.

NATO krefst þess að Rússar láti af árásum
NATO fer fram á að Rússar láti þegar í stað af loftárásum sínum á liðsmenn stjórnarandstöðunnar í Sýrlandi.

Sendiherra Rússlands í Tyrklandi kallaður á teppið
Rússneskar orrustuþotur rufu tyrkneska lofthelgi um helgina.