Vilja samstarf við Lækna án landamæra Óli Kristján Ármannsson skrifar 8. október 2015 07:00 Douglas Lute, sendiherra og fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Atlantshafsbandalaginu, á kynningarfundi. Hann segir ráðherrafundinn í dag að stórum hluta snúast um eftirfylgni með ákvörðunum sem teknar hafi verið í fyrra. nordicphotos/afp Í gangi eru þrjár sjálfstæðar rannsóknir á loftárás sem Bandaríkjaher gerði á spítala Lækna án landamæra í Kunduz í Afganistan um helgina. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Douglas Lute, sendiherra Bandaríkjanna og fastafulltrúa hjá Atlantshafsbandalaginu (NATO), á kynningarfundi í höfuðstöðvum bandalagsins í gær. Á fundinum var farið yfir helstu mál sem á dagskrá eru á fundi utanríkisráðherra NATO sem fram fer í Brussel í dag. Læknar án landamæra hafa kallað eftir sjálfstæðri rannsókn á árásinni. Lute sagði að á ráðherrafundinum kynni að vera að vænta nýrra upplýsinga um stöðu rannsóknarinnar á loftárásinni, sem Læknar án landamæra hafa kallað stríðsglæp. Hann segir ekki miklu hægt að bæta við það sem komið hafi fram hjá John Campbell, hershöfðingja í Bandaríkjaher, við þingnefndaryfirheyrslu í Bandaríkjunum á þriðjudag, þegar hann sagði hörmuleg mistök hafa verið gerð hjá Bandaríkjaher. Í gangi séu þrjár rannsóknir á atburðinum, ein á vegum ríkisstjórnar Afganistans, innri rannsókn Bandaríkjahers sem sé venjan þegar álitamál snerta herinn og svo sé líka í gangi rannsókn sendinefndar NATO, en þar leiki Campbell hershöfðingi líka lykilhlutverk, auk þess að vera stjórnandi aðgerða í Afganistan. „Þessar þrjár rannsóknir eru nýhafnar og við verðum að bíða niðurstaðna þeirra.“ Varðandi það hvort kalla ætti árásina stríðsglæp segir Lute óráð að setja á hana merkimiða í flýti. „Ég veit að forseti Bandaríkjanna, varnarmálaráðherra og John Campbell eru algjörlega á sömu síðu í að vilja fá ítarlega og gagnsæja rannsókn. Ég vona að Læknar án landamæra taki þátt í þeirri rannsókn og að hægt verði að ná um hana samstöðu. Campbell var mjög skýr á því hjá þingnefnd Bandaríkjanna að þetta hefði verið bandarísk árás undir stjórn Bandaríkjahers.“ Með því að Bandaríkin hafi tekið ábyrgð á atburðinum undirstriki það mikilvægi bandarísku rannsóknarinnar. „Ég veit ekki hvað verður með frekari rannsóknir. Ég er ekki viss um að Læknar án landamæra séu að vísa til nokkurrar af þeim þremur sem hafnar eru þegar þeir kalla eftir sjálfstæðri rannsókn. Við verðum að sjá til hvernig það fer.“ Campbell hershöfðingi hafi hins vegar gert alveg ljóst að um slys hafi verið að ræða. „Við gerum augljóslega ekki verndaða staði, svo sem sjúkrahús, moskur, skóla og þar fram eftir götunum, að skotmörkum.“ Aðalefni ráðherrafundarins, sem er einn af um fjórum reglubundnum fundum á ári, í dag segir Lute hins vegar vera tvö. Annars vegar eftirfylgni með samþykktum frá ráðherrafundinum í Wales í fyrra um herafla og nýjar viðbragðsáætlanir í Evrópu og hins vegar hvernig NATO eigi að halda áfram að laga sig að þróun mála á útjaðri varnarbandalagsins. Þar sé meðal annars horft til ISIS, þróunar mála í Sýrlandi og Írak og straums flóttafólks yfir Miðjarðarhafið. Þá ræða ráðherrarnir einnig aukinn núning við Rússland, svo sem nýlegt atvik þar sem Rússar rufu lofthelgi Tyrklands. „Og þar með lofthelgi NATO,“ segir Lute. NATO sé að laga uppstillingu herafla síns að breyttum aðstæðum í heiminum. Kalda stríðið og svo það 25 ára tímabil sem við tók hafi hvort um sig kallað á sína uppstillingu heraflans. „Báðar uppstillingar eru nú úreltar. Þannig að við erum ekki að hverfa aftur til kalda stríðsins og við förum fram úr því viðbúnaðarstigi sem verið hefur yfir í Áætlun um aðgerðir til reiðu [e. Readiness Action Plan].“ Þessum áætlunum, sem samþykktar voru á fundi NATO í Wales í fyrrahaust, verði búið að koma að fullu í framkvæmd fyrir ráðherrafundinn í Varsjá í Póllandi næsta sumar. Fulltrúi Íslands á ráðherrafundinum í dag og staðgengill Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra er Anna Jóhannsdóttir, sendiherra og fastafulltrúi íslensku sendinefndarinnar hjá NATO.Kalla eftir aðkomu IHFFCLæknar án landamæra krefjast þess að óháðir aðilar rannsaki loftárás bandaríska flughersins á sjúkrahús samtakanna í Kunduz í Afganistan um helgina. 22 féllu í árásinni og fjölmargir særðust. Samtökin vilja að alþjóðlega stofnunin IHFFC (International Humanitarian Fact-Finding Commission) fari fyrir rannsókninni, en samtökin voru stofnuð árið 1991 og rannsaka möguleg mannréttindabrot og stríðsglæpi. BBC greinir frá því að stofnunin hafi þó aldrei farið fyrir rannsókn sem þessari. Joanne Liu, forseti Lækna án landamæra, sagði árásina ekki einungis vera árás á sjúkrahúsið heldur árás á sjálfan Genfarsáttmálann. „Þetta er óásættanlegt,“ sagði hún á blaðamannafundi í gær. Mið-Austurlönd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Í gangi eru þrjár sjálfstæðar rannsóknir á loftárás sem Bandaríkjaher gerði á spítala Lækna án landamæra í Kunduz í Afganistan um helgina. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Douglas Lute, sendiherra Bandaríkjanna og fastafulltrúa hjá Atlantshafsbandalaginu (NATO), á kynningarfundi í höfuðstöðvum bandalagsins í gær. Á fundinum var farið yfir helstu mál sem á dagskrá eru á fundi utanríkisráðherra NATO sem fram fer í Brussel í dag. Læknar án landamæra hafa kallað eftir sjálfstæðri rannsókn á árásinni. Lute sagði að á ráðherrafundinum kynni að vera að vænta nýrra upplýsinga um stöðu rannsóknarinnar á loftárásinni, sem Læknar án landamæra hafa kallað stríðsglæp. Hann segir ekki miklu hægt að bæta við það sem komið hafi fram hjá John Campbell, hershöfðingja í Bandaríkjaher, við þingnefndaryfirheyrslu í Bandaríkjunum á þriðjudag, þegar hann sagði hörmuleg mistök hafa verið gerð hjá Bandaríkjaher. Í gangi séu þrjár rannsóknir á atburðinum, ein á vegum ríkisstjórnar Afganistans, innri rannsókn Bandaríkjahers sem sé venjan þegar álitamál snerta herinn og svo sé líka í gangi rannsókn sendinefndar NATO, en þar leiki Campbell hershöfðingi líka lykilhlutverk, auk þess að vera stjórnandi aðgerða í Afganistan. „Þessar þrjár rannsóknir eru nýhafnar og við verðum að bíða niðurstaðna þeirra.“ Varðandi það hvort kalla ætti árásina stríðsglæp segir Lute óráð að setja á hana merkimiða í flýti. „Ég veit að forseti Bandaríkjanna, varnarmálaráðherra og John Campbell eru algjörlega á sömu síðu í að vilja fá ítarlega og gagnsæja rannsókn. Ég vona að Læknar án landamæra taki þátt í þeirri rannsókn og að hægt verði að ná um hana samstöðu. Campbell var mjög skýr á því hjá þingnefnd Bandaríkjanna að þetta hefði verið bandarísk árás undir stjórn Bandaríkjahers.“ Með því að Bandaríkin hafi tekið ábyrgð á atburðinum undirstriki það mikilvægi bandarísku rannsóknarinnar. „Ég veit ekki hvað verður með frekari rannsóknir. Ég er ekki viss um að Læknar án landamæra séu að vísa til nokkurrar af þeim þremur sem hafnar eru þegar þeir kalla eftir sjálfstæðri rannsókn. Við verðum að sjá til hvernig það fer.“ Campbell hershöfðingi hafi hins vegar gert alveg ljóst að um slys hafi verið að ræða. „Við gerum augljóslega ekki verndaða staði, svo sem sjúkrahús, moskur, skóla og þar fram eftir götunum, að skotmörkum.“ Aðalefni ráðherrafundarins, sem er einn af um fjórum reglubundnum fundum á ári, í dag segir Lute hins vegar vera tvö. Annars vegar eftirfylgni með samþykktum frá ráðherrafundinum í Wales í fyrra um herafla og nýjar viðbragðsáætlanir í Evrópu og hins vegar hvernig NATO eigi að halda áfram að laga sig að þróun mála á útjaðri varnarbandalagsins. Þar sé meðal annars horft til ISIS, þróunar mála í Sýrlandi og Írak og straums flóttafólks yfir Miðjarðarhafið. Þá ræða ráðherrarnir einnig aukinn núning við Rússland, svo sem nýlegt atvik þar sem Rússar rufu lofthelgi Tyrklands. „Og þar með lofthelgi NATO,“ segir Lute. NATO sé að laga uppstillingu herafla síns að breyttum aðstæðum í heiminum. Kalda stríðið og svo það 25 ára tímabil sem við tók hafi hvort um sig kallað á sína uppstillingu heraflans. „Báðar uppstillingar eru nú úreltar. Þannig að við erum ekki að hverfa aftur til kalda stríðsins og við förum fram úr því viðbúnaðarstigi sem verið hefur yfir í Áætlun um aðgerðir til reiðu [e. Readiness Action Plan].“ Þessum áætlunum, sem samþykktar voru á fundi NATO í Wales í fyrrahaust, verði búið að koma að fullu í framkvæmd fyrir ráðherrafundinn í Varsjá í Póllandi næsta sumar. Fulltrúi Íslands á ráðherrafundinum í dag og staðgengill Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra er Anna Jóhannsdóttir, sendiherra og fastafulltrúi íslensku sendinefndarinnar hjá NATO.Kalla eftir aðkomu IHFFCLæknar án landamæra krefjast þess að óháðir aðilar rannsaki loftárás bandaríska flughersins á sjúkrahús samtakanna í Kunduz í Afganistan um helgina. 22 féllu í árásinni og fjölmargir særðust. Samtökin vilja að alþjóðlega stofnunin IHFFC (International Humanitarian Fact-Finding Commission) fari fyrir rannsókninni, en samtökin voru stofnuð árið 1991 og rannsaka möguleg mannréttindabrot og stríðsglæpi. BBC greinir frá því að stofnunin hafi þó aldrei farið fyrir rannsókn sem þessari. Joanne Liu, forseti Lækna án landamæra, sagði árásina ekki einungis vera árás á sjúkrahúsið heldur árás á sjálfan Genfarsáttmálann. „Þetta er óásættanlegt,“ sagði hún á blaðamannafundi í gær.
Mið-Austurlönd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira