Lewandowski með tíu mörk á einni viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2015 09:30 Robert Lewandowski. Vísir/Getty Það er óhætt að halda því fram að pólski framherjinn Robert Lewandowski hafi verið funheitur í leikjum þýsku meistaranna í Bayern München á síðustu sjö dögum. Robert Lewandowski skoraði þrennu í sigri á Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni í gær sem þýðir að kappinn er búinn að skora tíu mörk í þremur síðustu leikjum Bayern sem allir fóru fram á undanförnum sjö dögum. Lewandowski skoraði fimm mörk eftir að hafa komið inná sem varamaður á móti Wolfsburg á þriðjudagskvöldið í síðustu viku og hann hefur því ekki þurft nema tvo og hálfan leik til að skora þessi tíu mörk. Lewandowski skoraði fimmuna sína á móti Wolfsburg frá 51. til 60. mínútu eða aðeins á níu mínútum. Hann jafnaði þar með met Atla Eðvaldssonar frá 1983 yfir flest mörk hjá erlendum leikmanni í einum leik í þýsku úrvalsdeildinni. Lewandowski spilaði alls 225 mínútur í þessum þremur leikjum sem þýðir að hann var að skora á 22,5 mínútna fresti í þeim. Lewandowski var búinn að skora þrjú mörk í fimm fyrstu leikjum Bayern München í þýsku deildinni og Meistaradeildinni fyrir þessa ótrúlegu viku. Nú er hann kominn með sautján mörk í tólf leikjum í öllum keppnum með félagsliði og landsliðið á þessu tímabili. Lewandowski er nú sem stendur markahæsti leikmaðurinn í þýsku deildinni, í Meistaradeildinni og í undankeppni EM 2016 þar sem hann hefur skorað tíu mörk fyrir pólska landsliðið.Vikan hjá Robert Lewandowski:Þriðjudagur 22. september 5-1 sigur á Wolfsburg í þýsku deildinniSkoraði 5 mörkLaugardagur 26. september 3-0 sigur á Mainz í þýsku deildinni'Skoraði 2 mörkÞriðjudagur 29. september 5-0 sigur á Dinamo Zagreb í MeistaradeildinniSkoraði 3 mörk Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Sjá meira
Það er óhætt að halda því fram að pólski framherjinn Robert Lewandowski hafi verið funheitur í leikjum þýsku meistaranna í Bayern München á síðustu sjö dögum. Robert Lewandowski skoraði þrennu í sigri á Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni í gær sem þýðir að kappinn er búinn að skora tíu mörk í þremur síðustu leikjum Bayern sem allir fóru fram á undanförnum sjö dögum. Lewandowski skoraði fimm mörk eftir að hafa komið inná sem varamaður á móti Wolfsburg á þriðjudagskvöldið í síðustu viku og hann hefur því ekki þurft nema tvo og hálfan leik til að skora þessi tíu mörk. Lewandowski skoraði fimmuna sína á móti Wolfsburg frá 51. til 60. mínútu eða aðeins á níu mínútum. Hann jafnaði þar með met Atla Eðvaldssonar frá 1983 yfir flest mörk hjá erlendum leikmanni í einum leik í þýsku úrvalsdeildinni. Lewandowski spilaði alls 225 mínútur í þessum þremur leikjum sem þýðir að hann var að skora á 22,5 mínútna fresti í þeim. Lewandowski var búinn að skora þrjú mörk í fimm fyrstu leikjum Bayern München í þýsku deildinni og Meistaradeildinni fyrir þessa ótrúlegu viku. Nú er hann kominn með sautján mörk í tólf leikjum í öllum keppnum með félagsliði og landsliðið á þessu tímabili. Lewandowski er nú sem stendur markahæsti leikmaðurinn í þýsku deildinni, í Meistaradeildinni og í undankeppni EM 2016 þar sem hann hefur skorað tíu mörk fyrir pólska landsliðið.Vikan hjá Robert Lewandowski:Þriðjudagur 22. september 5-1 sigur á Wolfsburg í þýsku deildinniSkoraði 5 mörkLaugardagur 26. september 3-0 sigur á Mainz í þýsku deildinni'Skoraði 2 mörkÞriðjudagur 29. september 5-0 sigur á Dinamo Zagreb í MeistaradeildinniSkoraði 3 mörk
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Sjá meira