Atli Viðar fyrstur til að skora fyrir sjö Íslandsmeistaralið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2015 06:00 Atli hefur hrellt marga varnarmennina í gegn um tíðina. Vísir/Anton Atli Viðar Björnsson tók í sumar athyglisvert met af goðsögnunum Rikka og Nunna þegar hann varð fyrsti leikmaðurinn frá stríðslokum sem nær að skora fyrir sjö Íslandsmeistaralið en Atli Viðar hefur alls skorað 47 mörk fyrir Íslandsmeistaralið FH-inga frá 2004 til 2015. Ferill Atla Viðars Björnssonar í efstu deild á Íslandi er fyrir löngu orðinn sögulegur en hann varð enn sögulegri þegar hann og félagar hans í FH-liðinu lönduðu Íslandsmeistaratitlinum í Kaplakrika á laugardaginn. Atli Viðar varð þá Íslandsmeistari í sjöunda sinn en hann er eini leikmaðurinn í sögu FH sem hefur spilað fyrir öll sjö Íslandsmeistaralið félagsins. Það sem gerir þetta fyrst sögulegt er að Atli Viðar hefur skorað á öllum þessum sjö Íslandsmeistaraárum og varð fyrsti leikmaðurinn frá stríðslokum (1945) sem skorar fyrir sjö Íslandsmeistaralið.Hér má sjá samantekt á þessu.Mynd/VísirÞrír áttu metið saman Atli Viðar hafði átti metið með þeim Ríkharði Jónssyni og Gunnari Guðmannssyni frá því að hann varð síðast Íslandsmeistari með FH-liðinu fyrir þremur árum. Ríkharður skoraði á öllum sex Íslandsmeistaraárum sínum með Fram og ÍA frá 1947 til 1958 og Gunnar skoraði á sex af níu Íslandsmeistaraárum sínum með KR frá 1948 til 1965. Atli Viðar varð einnig aðeins þriðji leikmaðurinn sem vinnur sjö Íslandsmeistaratitla í nútímafótbolta eða frá því að deildin varð fyrst skipuð tíu liðum 1977. Hinir eru þeir Sigursteinn Gíslason (9 Íslandsmeistaratitlar) og Ólafur Þórðarson (7 titlar). Atli Viðar hefur nú skorað 47 mörk fyrir Íslandsmeistaralið og komst í sumar upp fyrir þá Guðmund Steinsson (45) og Arnar Gunnlaugsson (41) en hann á enn nokkuð í land að ná Tryggva Guðmundssyni sem skoraði á sínum tíma 62 mörk fyrir Íslandsmeistaralið.Atli Viðar hefur orðið markahæstur í efstu deild á Íslandi en hér má sjá Atla með gullskóinn í bakgrunni.Vísir/ErnirTólf verðlaunatímabil Atli Viðar hefur nú spilað fjórtán tímabil í efstu deild og unnið gull eða silfur á tólf þeirra eða 86 prósent tímabila sinna í efstu deild. Hann hefur fengið verðlaun á öllum nema tveimur fyrstu þegar FH endaði í 3. sæti 2001 og í 6. sæti 2002. Atli Viðar sleit krossband á miðju sumri 2001 sem þýddi að hann missti af seinni hlutanum 2001 og fyrri hlutanum 2002. Atli Viðar varð fyrr í sumar fyrsti leikmaðurinn sem nær því að spila bæði 200 leiki og skorað 100 mörk fyrir sama félag í efstu deild og hann hefur nú alls skorað 105 mörk í 222 leikjum. Sigurganga FH-liðsins að undanförnu hefur jafnframt séð til þess að Atli Viðar er nú búinn að taka þátt í 102 fleiri sigurleikjum (139) en tapleikjum (37) í efstu deild á Íslandi. Það hefur líka munað um framlag Atla Viðars í sumar. Hann átti frábærar innkomur af bekknum í góðum sigrum í upphafi mótsins og skoraði í fjórum leikjum í röð þegar sigurganga FH-liðsins hófst í júlílok. Atli Viðar skoraði sigurmark í Keflavík 28. júlí, fyrsta sigurleiknum í sjö leikja sigurgöngu og skoraði síðan fyrsta mark FH-liðsins í næstu þremur leikjum á eftir.Beið þolinmóður Atli Viðar beið þolinmóður eftir tækifærinu sínu og nýtti það vel þegar það loksins datt inn. Þegar Steven Lennon meiddist var það gulls ígildi fyrir þjálfarann Heimi Guðjónsson að geta leitað til reynsluboltans Atla Viðars Björnssonar. Atli Viðar hefur oftar en ekki þurft að sitja á bekknum undanfarin ár en markanefið stíflast ekkert með aldrinum og nokkrar afgreiðslur hans í sumar voru efni í kennslumyndbönd fyrir framherja. Það er einnig afar fróðlegt að skoða gengi FH-liðsins í sumar miðað við þann tíma sem Atli Viðar er inná og útaf. Atli Viðar er þriðji markahæsti leikmaður FH-liðsins í sumar þrátt fyrir að hafa spilað aðeins 33 prósent af mínútunum í boði.Atli Viðar í fyrsta heimaleik sumarsins gegn Keflavík en hann skoraði eitt mark í þeim leik.Vísir/ErnirMiklu betri markatala með Atla inná FH hefur unnið þær 629 mínútur sem hann hefur spilað með 19 marka mun (24-5) en er aðeins þrjú mörk í plús (21-18) á þeirri 1.261 mínútu sem hans hefur ekki notið við. Þetta þýðir jafnframt að FH er bæði að skora örar og fá á sig mörk með lengra millibili þegar Atli Viðar hefur verið inn á vellinum. Atli Viðar á eftir eitt ár af samningi sínum og það mátti heyra á honum eftir sigurinn um helgina að þessi 35 ára gamli sóknarmaður ætli sér að bæta fleiri mörkum og fleiri titlum á ferilskrána áður en skórnir fara upp á hillu. Hvort og hvenær Heimir Guðjónsson setur hann inná völlinn verður hins vegar áfram ráðgáta en það verður seint metið til fulls að eiga svona ás uppi í erminni. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Uppbótartíminn: FH-ingar í sjöunda himni | Myndbönd Vísir gerir upp 21. umferð Pepsi-deildar karla. 27. september 2015 15:54 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Fjölnir 2-1 | Biðin eftir þeim sjöunda á enda FH er Íslandsmeistari 2015 eftir 2-1 sigur á Fjölni á heimavelli. Þetta sjöundi Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins en þeir hafa allir unnist á síðustu 12 árum. 26. september 2015 17:45 Svona var stemmningin hjá FH-ingum í gær | Myndband FH-ingar tryggðu sér sem kunnugt er sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil eftir 2-1 sigur á Fjölni í næstsíðustu umferð Pepsi-deildar karla í gær. 27. september 2015 12:16 Í sjöunda himni FH varð um helgina Íslandsmeistari í sjöunda sinn í sögu félagsins. Heimir Guðjónsson hefur tekið þátt í að vinna alla sjö meistaratitlana í þremur ólíkum hlutverkum. 28. september 2015 07:00 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Fleiri fréttir Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Atli Viðar Björnsson tók í sumar athyglisvert met af goðsögnunum Rikka og Nunna þegar hann varð fyrsti leikmaðurinn frá stríðslokum sem nær að skora fyrir sjö Íslandsmeistaralið en Atli Viðar hefur alls skorað 47 mörk fyrir Íslandsmeistaralið FH-inga frá 2004 til 2015. Ferill Atla Viðars Björnssonar í efstu deild á Íslandi er fyrir löngu orðinn sögulegur en hann varð enn sögulegri þegar hann og félagar hans í FH-liðinu lönduðu Íslandsmeistaratitlinum í Kaplakrika á laugardaginn. Atli Viðar varð þá Íslandsmeistari í sjöunda sinn en hann er eini leikmaðurinn í sögu FH sem hefur spilað fyrir öll sjö Íslandsmeistaralið félagsins. Það sem gerir þetta fyrst sögulegt er að Atli Viðar hefur skorað á öllum þessum sjö Íslandsmeistaraárum og varð fyrsti leikmaðurinn frá stríðslokum (1945) sem skorar fyrir sjö Íslandsmeistaralið.Hér má sjá samantekt á þessu.Mynd/VísirÞrír áttu metið saman Atli Viðar hafði átti metið með þeim Ríkharði Jónssyni og Gunnari Guðmannssyni frá því að hann varð síðast Íslandsmeistari með FH-liðinu fyrir þremur árum. Ríkharður skoraði á öllum sex Íslandsmeistaraárum sínum með Fram og ÍA frá 1947 til 1958 og Gunnar skoraði á sex af níu Íslandsmeistaraárum sínum með KR frá 1948 til 1965. Atli Viðar varð einnig aðeins þriðji leikmaðurinn sem vinnur sjö Íslandsmeistaratitla í nútímafótbolta eða frá því að deildin varð fyrst skipuð tíu liðum 1977. Hinir eru þeir Sigursteinn Gíslason (9 Íslandsmeistaratitlar) og Ólafur Þórðarson (7 titlar). Atli Viðar hefur nú skorað 47 mörk fyrir Íslandsmeistaralið og komst í sumar upp fyrir þá Guðmund Steinsson (45) og Arnar Gunnlaugsson (41) en hann á enn nokkuð í land að ná Tryggva Guðmundssyni sem skoraði á sínum tíma 62 mörk fyrir Íslandsmeistaralið.Atli Viðar hefur orðið markahæstur í efstu deild á Íslandi en hér má sjá Atla með gullskóinn í bakgrunni.Vísir/ErnirTólf verðlaunatímabil Atli Viðar hefur nú spilað fjórtán tímabil í efstu deild og unnið gull eða silfur á tólf þeirra eða 86 prósent tímabila sinna í efstu deild. Hann hefur fengið verðlaun á öllum nema tveimur fyrstu þegar FH endaði í 3. sæti 2001 og í 6. sæti 2002. Atli Viðar sleit krossband á miðju sumri 2001 sem þýddi að hann missti af seinni hlutanum 2001 og fyrri hlutanum 2002. Atli Viðar varð fyrr í sumar fyrsti leikmaðurinn sem nær því að spila bæði 200 leiki og skorað 100 mörk fyrir sama félag í efstu deild og hann hefur nú alls skorað 105 mörk í 222 leikjum. Sigurganga FH-liðsins að undanförnu hefur jafnframt séð til þess að Atli Viðar er nú búinn að taka þátt í 102 fleiri sigurleikjum (139) en tapleikjum (37) í efstu deild á Íslandi. Það hefur líka munað um framlag Atla Viðars í sumar. Hann átti frábærar innkomur af bekknum í góðum sigrum í upphafi mótsins og skoraði í fjórum leikjum í röð þegar sigurganga FH-liðsins hófst í júlílok. Atli Viðar skoraði sigurmark í Keflavík 28. júlí, fyrsta sigurleiknum í sjö leikja sigurgöngu og skoraði síðan fyrsta mark FH-liðsins í næstu þremur leikjum á eftir.Beið þolinmóður Atli Viðar beið þolinmóður eftir tækifærinu sínu og nýtti það vel þegar það loksins datt inn. Þegar Steven Lennon meiddist var það gulls ígildi fyrir þjálfarann Heimi Guðjónsson að geta leitað til reynsluboltans Atla Viðars Björnssonar. Atli Viðar hefur oftar en ekki þurft að sitja á bekknum undanfarin ár en markanefið stíflast ekkert með aldrinum og nokkrar afgreiðslur hans í sumar voru efni í kennslumyndbönd fyrir framherja. Það er einnig afar fróðlegt að skoða gengi FH-liðsins í sumar miðað við þann tíma sem Atli Viðar er inná og útaf. Atli Viðar er þriðji markahæsti leikmaður FH-liðsins í sumar þrátt fyrir að hafa spilað aðeins 33 prósent af mínútunum í boði.Atli Viðar í fyrsta heimaleik sumarsins gegn Keflavík en hann skoraði eitt mark í þeim leik.Vísir/ErnirMiklu betri markatala með Atla inná FH hefur unnið þær 629 mínútur sem hann hefur spilað með 19 marka mun (24-5) en er aðeins þrjú mörk í plús (21-18) á þeirri 1.261 mínútu sem hans hefur ekki notið við. Þetta þýðir jafnframt að FH er bæði að skora örar og fá á sig mörk með lengra millibili þegar Atli Viðar hefur verið inn á vellinum. Atli Viðar á eftir eitt ár af samningi sínum og það mátti heyra á honum eftir sigurinn um helgina að þessi 35 ára gamli sóknarmaður ætli sér að bæta fleiri mörkum og fleiri titlum á ferilskrána áður en skórnir fara upp á hillu. Hvort og hvenær Heimir Guðjónsson setur hann inná völlinn verður hins vegar áfram ráðgáta en það verður seint metið til fulls að eiga svona ás uppi í erminni.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Uppbótartíminn: FH-ingar í sjöunda himni | Myndbönd Vísir gerir upp 21. umferð Pepsi-deildar karla. 27. september 2015 15:54 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Fjölnir 2-1 | Biðin eftir þeim sjöunda á enda FH er Íslandsmeistari 2015 eftir 2-1 sigur á Fjölni á heimavelli. Þetta sjöundi Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins en þeir hafa allir unnist á síðustu 12 árum. 26. september 2015 17:45 Svona var stemmningin hjá FH-ingum í gær | Myndband FH-ingar tryggðu sér sem kunnugt er sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil eftir 2-1 sigur á Fjölni í næstsíðustu umferð Pepsi-deildar karla í gær. 27. september 2015 12:16 Í sjöunda himni FH varð um helgina Íslandsmeistari í sjöunda sinn í sögu félagsins. Heimir Guðjónsson hefur tekið þátt í að vinna alla sjö meistaratitlana í þremur ólíkum hlutverkum. 28. september 2015 07:00 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Fleiri fréttir Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Uppbótartíminn: FH-ingar í sjöunda himni | Myndbönd Vísir gerir upp 21. umferð Pepsi-deildar karla. 27. september 2015 15:54
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Fjölnir 2-1 | Biðin eftir þeim sjöunda á enda FH er Íslandsmeistari 2015 eftir 2-1 sigur á Fjölni á heimavelli. Þetta sjöundi Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins en þeir hafa allir unnist á síðustu 12 árum. 26. september 2015 17:45
Svona var stemmningin hjá FH-ingum í gær | Myndband FH-ingar tryggðu sér sem kunnugt er sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil eftir 2-1 sigur á Fjölni í næstsíðustu umferð Pepsi-deildar karla í gær. 27. september 2015 12:16
Í sjöunda himni FH varð um helgina Íslandsmeistari í sjöunda sinn í sögu félagsins. Heimir Guðjónsson hefur tekið þátt í að vinna alla sjö meistaratitlana í þremur ólíkum hlutverkum. 28. september 2015 07:00