Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Leiknir 3-1 | Fallið blasir við Leikni Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 20. september 2015 18:45 Albert Brynjar Ingason og Halldór Kristinn Halldórsson í baráttunni í Lautinni í kvöld. vísir/anton Fylkir skellti Leikni 3-1 í nágranaslag í Árbænum í 20. umferð Pepsí deildar karla í fótbolta í dag. Staðan í hálfleik var 3-0. Fylkismenn mættu mjög ákveðnir til leiks og voru í raun mun betri frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu þó Leiknir hafi minnkað muninn í lokin á leiknum. Fylkismenn vildu virklega bæta fyrir slaka frammistöðu að undanförnu og sýna að allt tal um að þeir væru hættir ætti ekki við rök að styðjast. Fylkir skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og hefði munurinn í raun getað verið enn stærri í hálfleik. Fylkir fékk einnig bestu færi seinni hálfleiks þar til Leiknir minnkaði muninn á 90. mínútu. Leiknir er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni en það var ekki að sjá í kvöld. Liðið virtist hreinlega ekki hafa trú á verkefninu þó liðið hafi sýnt meiri vilja í seinni hálfleik. Leiknir er nú fjórum stigum á eftir ÍBV og þarf því að vinna tvo síðustu leiki sína á leiktíðinni ætli liðið að eiga einhverja möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Fylkismenn sem léku virkilega vel í dag eiga ekki lengur tölfræðilega möguleika á að falla en liðið er í 7. sæti með 25 stig þegar tvær umferðir eru eftir. Leiknir hóf leikinn í leikkerfinu 4-4-2, leikkerfi sem liðið hefur lítið notað í sumar. Hvort það hafi ráðið úrslitum er ómögulegt að segja en liðið var mun þéttara varnarlega eftir að það breytti í 4-3-3 í hálfleik en engu að síður fékk Fylkir góð færi í seinni hálfleik sem liðið hefði getað nýtt betur. Ragnar Bragi Sveinsson fór mikinn í sóknarleik Fylkis og réðu Ásgeir Börkur Ásgeirsson og Jóhannes Karl Guðjónsson lögum og lofum á miðjunni. Fyrir vikið reyndi í raun lítið á varnarlínu Fylkis en sóknir Leiknis voru bitlausar eins og svo oft í sumar. Hermann: Stórkostleg viðbörgð leikmannaHermann Hreiðarsson var mjög stoltur af sínu liði eftir frammistöðuna og sigurinn á Leikni í kvöld. „Frábær leikur, stórkostleg viðbrögð hjá leikmönnum eftir síðasta leik sem var arfa slakur hjá okkur,“ sagði Hermann. „Við fórum yfir stöðuna í vikunni. Við vorum hundfúlir eins og held ég allir Fylkismenn. Við urðum að sýna úr hverju við erum gerðir og þegar menn bregðast svona við þá veistu úr hverju þeir eru gerðir. Þetta var það besta sem þú getur gert, að sýna úti á vellinum í 90 mínútur.“ Fyrir utan mörkin þrjú fékk Fylkir fjölda færa í leiknum og skoraði að auki tvö mörk sem dæmd voru af vegna rangstöðu. „Við skoruðum tvö rangstöðu mörk og fengum aragrúa af dauðafærum. 7, 8-0 hefði ekki verið ósanngjarnt. „Þetta var stór leikur fyrir bæði lið í raun og veru. Tímabilið er enn í gangi og við ætlum að kroppa í eins mörg stig og við getum. Þegar liðið vinnur eins og það gerði í dag og spila góðan fótbolta þá koma færi,“ sagði Hermann sem allt bendir til að verði áfram með lið Fylkis á næstu leiktíð. „Við höfum verið að tala saman um að taka næsta ár og ég er mjög spenntur fyrir því. Ég vil bæta í þetta verkefni.“ Davíð: Við erum ennþá á lífiFreyr Alexandersson annar þjálfari Leiknis gaf ekki kost á sér í viðtöl í kvöld vegna verkefnis síns sem landsliðsþjálfari kvenna sem hann sinnir samhliða. Davíð Snorri Jónasson hinn þjálfari Leiknis sat því fyrir svörum og hann vildi ekki meina að það hefði haft nein áhrif á liðið að Freyr væri í verkefni með kvennalandsliðinu um þessar mundir. „Nei það hefur engin áhrif. Freyr mætti á allar æfingar og alla fundi. Þetta er mjög rútinerað hjá okkur,“ sagði Davíð Snorri. Leiknir byrjaði leikinn í kerfinu 4-4-2, leikkerfi sem liðið hefur ekki notað mikið á leiktíðinni. „Við töldum það vera rétt í dag að byrja svona. Það gekk ekki og við breyttum í hálfleik og útkoman var betri í seinni hálfleik. „Við eigum eftir að horfa á leikinn aftur. Það getur vel verið að þetta hafi verið mistök en við þurfum að sjá leikinn aftur til að meta það. Það er margt annað sem spilar líka inn í,“ sagði Davíð sem óttast ekki leikmenn sínir séu hræddir og búnir að missa trúna. „Hræddir menn hefðu ekki farið inn í seinni hálfleik og unnið hann. Það eina sem við gátum gert í hálfleik var að hugsa, hvað ætlum við að gera? Ætlum við að vera stoltir af því sem við erum að gera og labba út úr leiknum með þokkalega sæmd. Það var það sem við gerðum í seinni hálfleik.“ Úrslitin í Vestmannaeyjum þar sem ÍBV vinnur upp tveggja marka forskot Vals og nær 3-3 jafntefli í lokin þýða að Leiknir er fjórum stigum á eftir ÍBV þegar sex stig eru í pottinum. „Við verðum að taka sex stig. Við byrjum á að reyna að vinna næsta leik og sjá hvað gerist. Það eina sem við getum er að hugsa um okkur. Við erum ennþá á lífi og höldum áfram,“ sagði Davíð. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira
Fylkir skellti Leikni 3-1 í nágranaslag í Árbænum í 20. umferð Pepsí deildar karla í fótbolta í dag. Staðan í hálfleik var 3-0. Fylkismenn mættu mjög ákveðnir til leiks og voru í raun mun betri frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu þó Leiknir hafi minnkað muninn í lokin á leiknum. Fylkismenn vildu virklega bæta fyrir slaka frammistöðu að undanförnu og sýna að allt tal um að þeir væru hættir ætti ekki við rök að styðjast. Fylkir skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og hefði munurinn í raun getað verið enn stærri í hálfleik. Fylkir fékk einnig bestu færi seinni hálfleiks þar til Leiknir minnkaði muninn á 90. mínútu. Leiknir er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni en það var ekki að sjá í kvöld. Liðið virtist hreinlega ekki hafa trú á verkefninu þó liðið hafi sýnt meiri vilja í seinni hálfleik. Leiknir er nú fjórum stigum á eftir ÍBV og þarf því að vinna tvo síðustu leiki sína á leiktíðinni ætli liðið að eiga einhverja möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Fylkismenn sem léku virkilega vel í dag eiga ekki lengur tölfræðilega möguleika á að falla en liðið er í 7. sæti með 25 stig þegar tvær umferðir eru eftir. Leiknir hóf leikinn í leikkerfinu 4-4-2, leikkerfi sem liðið hefur lítið notað í sumar. Hvort það hafi ráðið úrslitum er ómögulegt að segja en liðið var mun þéttara varnarlega eftir að það breytti í 4-3-3 í hálfleik en engu að síður fékk Fylkir góð færi í seinni hálfleik sem liðið hefði getað nýtt betur. Ragnar Bragi Sveinsson fór mikinn í sóknarleik Fylkis og réðu Ásgeir Börkur Ásgeirsson og Jóhannes Karl Guðjónsson lögum og lofum á miðjunni. Fyrir vikið reyndi í raun lítið á varnarlínu Fylkis en sóknir Leiknis voru bitlausar eins og svo oft í sumar. Hermann: Stórkostleg viðbörgð leikmannaHermann Hreiðarsson var mjög stoltur af sínu liði eftir frammistöðuna og sigurinn á Leikni í kvöld. „Frábær leikur, stórkostleg viðbrögð hjá leikmönnum eftir síðasta leik sem var arfa slakur hjá okkur,“ sagði Hermann. „Við fórum yfir stöðuna í vikunni. Við vorum hundfúlir eins og held ég allir Fylkismenn. Við urðum að sýna úr hverju við erum gerðir og þegar menn bregðast svona við þá veistu úr hverju þeir eru gerðir. Þetta var það besta sem þú getur gert, að sýna úti á vellinum í 90 mínútur.“ Fyrir utan mörkin þrjú fékk Fylkir fjölda færa í leiknum og skoraði að auki tvö mörk sem dæmd voru af vegna rangstöðu. „Við skoruðum tvö rangstöðu mörk og fengum aragrúa af dauðafærum. 7, 8-0 hefði ekki verið ósanngjarnt. „Þetta var stór leikur fyrir bæði lið í raun og veru. Tímabilið er enn í gangi og við ætlum að kroppa í eins mörg stig og við getum. Þegar liðið vinnur eins og það gerði í dag og spila góðan fótbolta þá koma færi,“ sagði Hermann sem allt bendir til að verði áfram með lið Fylkis á næstu leiktíð. „Við höfum verið að tala saman um að taka næsta ár og ég er mjög spenntur fyrir því. Ég vil bæta í þetta verkefni.“ Davíð: Við erum ennþá á lífiFreyr Alexandersson annar þjálfari Leiknis gaf ekki kost á sér í viðtöl í kvöld vegna verkefnis síns sem landsliðsþjálfari kvenna sem hann sinnir samhliða. Davíð Snorri Jónasson hinn þjálfari Leiknis sat því fyrir svörum og hann vildi ekki meina að það hefði haft nein áhrif á liðið að Freyr væri í verkefni með kvennalandsliðinu um þessar mundir. „Nei það hefur engin áhrif. Freyr mætti á allar æfingar og alla fundi. Þetta er mjög rútinerað hjá okkur,“ sagði Davíð Snorri. Leiknir byrjaði leikinn í kerfinu 4-4-2, leikkerfi sem liðið hefur ekki notað mikið á leiktíðinni. „Við töldum það vera rétt í dag að byrja svona. Það gekk ekki og við breyttum í hálfleik og útkoman var betri í seinni hálfleik. „Við eigum eftir að horfa á leikinn aftur. Það getur vel verið að þetta hafi verið mistök en við þurfum að sjá leikinn aftur til að meta það. Það er margt annað sem spilar líka inn í,“ sagði Davíð sem óttast ekki leikmenn sínir séu hræddir og búnir að missa trúna. „Hræddir menn hefðu ekki farið inn í seinni hálfleik og unnið hann. Það eina sem við gátum gert í hálfleik var að hugsa, hvað ætlum við að gera? Ætlum við að vera stoltir af því sem við erum að gera og labba út úr leiknum með þokkalega sæmd. Það var það sem við gerðum í seinni hálfleik.“ Úrslitin í Vestmannaeyjum þar sem ÍBV vinnur upp tveggja marka forskot Vals og nær 3-3 jafntefli í lokin þýða að Leiknir er fjórum stigum á eftir ÍBV þegar sex stig eru í pottinum. „Við verðum að taka sex stig. Við byrjum á að reyna að vinna næsta leik og sjá hvað gerist. Það eina sem við getum er að hugsa um okkur. Við erum ennþá á lífi og höldum áfram,“ sagði Davíð.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira