Íslenski boltinn

Túfa áfram með KA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Túfa fær það verkefni að koma KA upp í Pepsi-deildina.
Túfa fær það verkefni að koma KA upp í Pepsi-deildina. vísir/stefán
Srdjan Tufedgzic mun stýra liði KA næstu tvö árin en Sævar Pétursson, framkvæmdarstjóri félagsins, greindi frá þessu á Twitter í gær.

Túfa, eins og Tufedgzic er jafnan kallaður, tók við KA-liðinu af Bjarna Jóhannssyni um miðjan ágúst og stýrði því í sjö síðustu leikjunum í 1. deildinni.

Fimm þeirra unnust, einum þeirra lyktaði með jafntefli og einn tapaðist. Markatalan í þessum sjö leikjum var 19-4.

KA endaði í 3. sæti 1. deildarinnar með 41 stig, þremur stigum frá Þrótti sem endaði í 2. sæti og fór upp í Pepsi-deildina. Miklar væntingar voru gerðar til KA fyrir mót en liðið var aðeins með 25 stig þegar Túfa tók við.

Túfa, sem er 35 ára, var aðstoðarþjálfari Bjarna frá 2013 og þangað til hann tók við sem aðalþjálfari í síðasta mánuði. Hann þjálfaði áður yngri flokka KA, auk þess sem hann lék á sínum tíma 106 leiki fyrir félagið í deild og bikar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×