Halldór vill að Dagur íhugi stöðu sína Aðalsteinn Kjartansson skrifar 21. september 2015 12:31 Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, segir ekki koma til greina að styðja dönsku leiðina í sniðgöngu á ísraelskum vörum. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, segir flokkinn muni fara fram á að borgarstjóri íhugi stöðu sína í kjölfar umdeildarar samþykktar borgarinnar um að sniðgagna ísraelskar vörur. „Það er oft talað um það, og ekki síst af hálfu þeirra sem telja sig standa fyrir ný stjórnmál og aukið gegnsæi í stjórnmálum, að fólk eigi að íhuga stöðu sína þegar svona mál koma upp á. Mér finnst það bara eðlilegt, “ segir hann. „Ég veit að borgarstjóra finnst að varaborgarfulltrúi okkar hafi haft uppi stór orð en hún hafði ekki uppi stór, hún sagði bara að henni finndsti borgarstjóri ætti að íhuga stöðu sína og ég tek undir það.“Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.VÍSIR/STEFÁNFara ekki dönsku leiðina Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir í samtali við Fréttablaðið í morgun að hann hafi ekki hafa íhugað að segja af sér vegna samþykktarinnar. Hann segist hafa verið í símasambandi við borgarstjóra Kaupmannahafnar vegna málsins. Í samtali við Fréttablaðið í dag segir Dagur að viðbrögð við samþykkt borgarinnar voru meiri en þegar Íslands lýsti yfir stuðningi við sjálfstæða Palestínu, sem varð heimsfrétt, og að viðbrögðin hafi verið meiri en búist hafi verið við; sér í lagi vegna þess að samþykktin hafi verið gerð í kjölfar ákvarðana annarra borga, svo sem Kaupmannahafnar og Árósa.Sjá einnig: Gagnvirk tímalína í stóra Ísraelsmálinu Halldór segir Sjálfstæðisflokk ekki styðja það að fara þessa dönsku leið.Björk flutti tillöguna á sama fundi og hún baðst lausnar sem borgarfulltrúi. Hún er á leið til Palestínu til að sinna hjálparstarfi.Vísir„Nei. Það kemur ekki til greina,“ segir hann einfaldlega. „Við erum bara á móti því að sé verið að hræra í þessu. Við teljum að utanríkisráðuneyti og alþingi eigi að fjalla um þessi mál en ekki borgarstjórn Reykjavíkur. Það þarf að vera samstaða á meðal þjóða um svona hluti og utanríkisstefna landsins er ekki mótuð í borgarstjórn Reykjavíkur; það er annarra að gera það,“ segir Halldór.Hörð gagnrýni á meirihlutann Tillögur um að draga til baka samþykkt borgarstjórnar, sem samþykkt var í síðustu viku, um sniðgönguna, verða teknar til umræðu á aukafundi í borgarstjórn sem boðaður hefur verið á morgun. Borgarmeirihlutinn hefur sætt harðri gagnrýni, bæði hér heima og í útlöndum, vegna málsins. Ríkisstjórnin árétti sérstaklega að stefnan borgarinnar um að sniðganga ísraelskar vörur samræmdust ekki utanríkisstefnu landsins og gagnrýndi fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels borgaryfirvöld harðlega í pistli í Fréttablaðinu. Alþingi Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Boðað til aukafundar hjá borgarstjórn til að ræða Ísraelsmálið Tvö mál eru á dagskrá fundarins. 20. september 2015 17:37 Íslensk stjórnvöld með þvinganir við 29 ríki Íslensk stjórnvöld eru með virkar þvingunaraðgerðir vegna aðildar að SÞ og til að framfylgja ályktunum alþjóðastofnana og ríkjahópa. 19. september 2015 07:00 Engin sniðganga í Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð. 21. september 2015 07:00 Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09 Spyr hvort bann Reykjavíkurborgar nái einnig til lyfja fyrir MS-sjúklinga Fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels spyr borgarstjórn Reykjavíkurborgar fjölda spurninga um ákvörðunina að sniðganga ísraelskar vörur í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í dag. 19. september 2015 08:30 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, segir flokkinn muni fara fram á að borgarstjóri íhugi stöðu sína í kjölfar umdeildarar samþykktar borgarinnar um að sniðgagna ísraelskar vörur. „Það er oft talað um það, og ekki síst af hálfu þeirra sem telja sig standa fyrir ný stjórnmál og aukið gegnsæi í stjórnmálum, að fólk eigi að íhuga stöðu sína þegar svona mál koma upp á. Mér finnst það bara eðlilegt, “ segir hann. „Ég veit að borgarstjóra finnst að varaborgarfulltrúi okkar hafi haft uppi stór orð en hún hafði ekki uppi stór, hún sagði bara að henni finndsti borgarstjóri ætti að íhuga stöðu sína og ég tek undir það.“Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.VÍSIR/STEFÁNFara ekki dönsku leiðina Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir í samtali við Fréttablaðið í morgun að hann hafi ekki hafa íhugað að segja af sér vegna samþykktarinnar. Hann segist hafa verið í símasambandi við borgarstjóra Kaupmannahafnar vegna málsins. Í samtali við Fréttablaðið í dag segir Dagur að viðbrögð við samþykkt borgarinnar voru meiri en þegar Íslands lýsti yfir stuðningi við sjálfstæða Palestínu, sem varð heimsfrétt, og að viðbrögðin hafi verið meiri en búist hafi verið við; sér í lagi vegna þess að samþykktin hafi verið gerð í kjölfar ákvarðana annarra borga, svo sem Kaupmannahafnar og Árósa.Sjá einnig: Gagnvirk tímalína í stóra Ísraelsmálinu Halldór segir Sjálfstæðisflokk ekki styðja það að fara þessa dönsku leið.Björk flutti tillöguna á sama fundi og hún baðst lausnar sem borgarfulltrúi. Hún er á leið til Palestínu til að sinna hjálparstarfi.Vísir„Nei. Það kemur ekki til greina,“ segir hann einfaldlega. „Við erum bara á móti því að sé verið að hræra í þessu. Við teljum að utanríkisráðuneyti og alþingi eigi að fjalla um þessi mál en ekki borgarstjórn Reykjavíkur. Það þarf að vera samstaða á meðal þjóða um svona hluti og utanríkisstefna landsins er ekki mótuð í borgarstjórn Reykjavíkur; það er annarra að gera það,“ segir Halldór.Hörð gagnrýni á meirihlutann Tillögur um að draga til baka samþykkt borgarstjórnar, sem samþykkt var í síðustu viku, um sniðgönguna, verða teknar til umræðu á aukafundi í borgarstjórn sem boðaður hefur verið á morgun. Borgarmeirihlutinn hefur sætt harðri gagnrýni, bæði hér heima og í útlöndum, vegna málsins. Ríkisstjórnin árétti sérstaklega að stefnan borgarinnar um að sniðganga ísraelskar vörur samræmdust ekki utanríkisstefnu landsins og gagnrýndi fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels borgaryfirvöld harðlega í pistli í Fréttablaðinu.
Alþingi Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Boðað til aukafundar hjá borgarstjórn til að ræða Ísraelsmálið Tvö mál eru á dagskrá fundarins. 20. september 2015 17:37 Íslensk stjórnvöld með þvinganir við 29 ríki Íslensk stjórnvöld eru með virkar þvingunaraðgerðir vegna aðildar að SÞ og til að framfylgja ályktunum alþjóðastofnana og ríkjahópa. 19. september 2015 07:00 Engin sniðganga í Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð. 21. september 2015 07:00 Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09 Spyr hvort bann Reykjavíkurborgar nái einnig til lyfja fyrir MS-sjúklinga Fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels spyr borgarstjórn Reykjavíkurborgar fjölda spurninga um ákvörðunina að sniðganga ísraelskar vörur í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í dag. 19. september 2015 08:30 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Boðað til aukafundar hjá borgarstjórn til að ræða Ísraelsmálið Tvö mál eru á dagskrá fundarins. 20. september 2015 17:37
Íslensk stjórnvöld með þvinganir við 29 ríki Íslensk stjórnvöld eru með virkar þvingunaraðgerðir vegna aðildar að SÞ og til að framfylgja ályktunum alþjóðastofnana og ríkjahópa. 19. september 2015 07:00
Engin sniðganga í Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð. 21. september 2015 07:00
Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09
Spyr hvort bann Reykjavíkurborgar nái einnig til lyfja fyrir MS-sjúklinga Fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels spyr borgarstjórn Reykjavíkurborgar fjölda spurninga um ákvörðunina að sniðganga ísraelskar vörur í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í dag. 19. september 2015 08:30