Halldór vill að Dagur íhugi stöðu sína Aðalsteinn Kjartansson skrifar 21. september 2015 12:31 Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, segir ekki koma til greina að styðja dönsku leiðina í sniðgöngu á ísraelskum vörum. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, segir flokkinn muni fara fram á að borgarstjóri íhugi stöðu sína í kjölfar umdeildarar samþykktar borgarinnar um að sniðgagna ísraelskar vörur. „Það er oft talað um það, og ekki síst af hálfu þeirra sem telja sig standa fyrir ný stjórnmál og aukið gegnsæi í stjórnmálum, að fólk eigi að íhuga stöðu sína þegar svona mál koma upp á. Mér finnst það bara eðlilegt, “ segir hann. „Ég veit að borgarstjóra finnst að varaborgarfulltrúi okkar hafi haft uppi stór orð en hún hafði ekki uppi stór, hún sagði bara að henni finndsti borgarstjóri ætti að íhuga stöðu sína og ég tek undir það.“Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.VÍSIR/STEFÁNFara ekki dönsku leiðina Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir í samtali við Fréttablaðið í morgun að hann hafi ekki hafa íhugað að segja af sér vegna samþykktarinnar. Hann segist hafa verið í símasambandi við borgarstjóra Kaupmannahafnar vegna málsins. Í samtali við Fréttablaðið í dag segir Dagur að viðbrögð við samþykkt borgarinnar voru meiri en þegar Íslands lýsti yfir stuðningi við sjálfstæða Palestínu, sem varð heimsfrétt, og að viðbrögðin hafi verið meiri en búist hafi verið við; sér í lagi vegna þess að samþykktin hafi verið gerð í kjölfar ákvarðana annarra borga, svo sem Kaupmannahafnar og Árósa.Sjá einnig: Gagnvirk tímalína í stóra Ísraelsmálinu Halldór segir Sjálfstæðisflokk ekki styðja það að fara þessa dönsku leið.Björk flutti tillöguna á sama fundi og hún baðst lausnar sem borgarfulltrúi. Hún er á leið til Palestínu til að sinna hjálparstarfi.Vísir„Nei. Það kemur ekki til greina,“ segir hann einfaldlega. „Við erum bara á móti því að sé verið að hræra í þessu. Við teljum að utanríkisráðuneyti og alþingi eigi að fjalla um þessi mál en ekki borgarstjórn Reykjavíkur. Það þarf að vera samstaða á meðal þjóða um svona hluti og utanríkisstefna landsins er ekki mótuð í borgarstjórn Reykjavíkur; það er annarra að gera það,“ segir Halldór.Hörð gagnrýni á meirihlutann Tillögur um að draga til baka samþykkt borgarstjórnar, sem samþykkt var í síðustu viku, um sniðgönguna, verða teknar til umræðu á aukafundi í borgarstjórn sem boðaður hefur verið á morgun. Borgarmeirihlutinn hefur sætt harðri gagnrýni, bæði hér heima og í útlöndum, vegna málsins. Ríkisstjórnin árétti sérstaklega að stefnan borgarinnar um að sniðganga ísraelskar vörur samræmdust ekki utanríkisstefnu landsins og gagnrýndi fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels borgaryfirvöld harðlega í pistli í Fréttablaðinu. Alþingi Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Boðað til aukafundar hjá borgarstjórn til að ræða Ísraelsmálið Tvö mál eru á dagskrá fundarins. 20. september 2015 17:37 Íslensk stjórnvöld með þvinganir við 29 ríki Íslensk stjórnvöld eru með virkar þvingunaraðgerðir vegna aðildar að SÞ og til að framfylgja ályktunum alþjóðastofnana og ríkjahópa. 19. september 2015 07:00 Engin sniðganga í Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð. 21. september 2015 07:00 Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09 Spyr hvort bann Reykjavíkurborgar nái einnig til lyfja fyrir MS-sjúklinga Fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels spyr borgarstjórn Reykjavíkurborgar fjölda spurninga um ákvörðunina að sniðganga ísraelskar vörur í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í dag. 19. september 2015 08:30 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, segir flokkinn muni fara fram á að borgarstjóri íhugi stöðu sína í kjölfar umdeildarar samþykktar borgarinnar um að sniðgagna ísraelskar vörur. „Það er oft talað um það, og ekki síst af hálfu þeirra sem telja sig standa fyrir ný stjórnmál og aukið gegnsæi í stjórnmálum, að fólk eigi að íhuga stöðu sína þegar svona mál koma upp á. Mér finnst það bara eðlilegt, “ segir hann. „Ég veit að borgarstjóra finnst að varaborgarfulltrúi okkar hafi haft uppi stór orð en hún hafði ekki uppi stór, hún sagði bara að henni finndsti borgarstjóri ætti að íhuga stöðu sína og ég tek undir það.“Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.VÍSIR/STEFÁNFara ekki dönsku leiðina Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir í samtali við Fréttablaðið í morgun að hann hafi ekki hafa íhugað að segja af sér vegna samþykktarinnar. Hann segist hafa verið í símasambandi við borgarstjóra Kaupmannahafnar vegna málsins. Í samtali við Fréttablaðið í dag segir Dagur að viðbrögð við samþykkt borgarinnar voru meiri en þegar Íslands lýsti yfir stuðningi við sjálfstæða Palestínu, sem varð heimsfrétt, og að viðbrögðin hafi verið meiri en búist hafi verið við; sér í lagi vegna þess að samþykktin hafi verið gerð í kjölfar ákvarðana annarra borga, svo sem Kaupmannahafnar og Árósa.Sjá einnig: Gagnvirk tímalína í stóra Ísraelsmálinu Halldór segir Sjálfstæðisflokk ekki styðja það að fara þessa dönsku leið.Björk flutti tillöguna á sama fundi og hún baðst lausnar sem borgarfulltrúi. Hún er á leið til Palestínu til að sinna hjálparstarfi.Vísir„Nei. Það kemur ekki til greina,“ segir hann einfaldlega. „Við erum bara á móti því að sé verið að hræra í þessu. Við teljum að utanríkisráðuneyti og alþingi eigi að fjalla um þessi mál en ekki borgarstjórn Reykjavíkur. Það þarf að vera samstaða á meðal þjóða um svona hluti og utanríkisstefna landsins er ekki mótuð í borgarstjórn Reykjavíkur; það er annarra að gera það,“ segir Halldór.Hörð gagnrýni á meirihlutann Tillögur um að draga til baka samþykkt borgarstjórnar, sem samþykkt var í síðustu viku, um sniðgönguna, verða teknar til umræðu á aukafundi í borgarstjórn sem boðaður hefur verið á morgun. Borgarmeirihlutinn hefur sætt harðri gagnrýni, bæði hér heima og í útlöndum, vegna málsins. Ríkisstjórnin árétti sérstaklega að stefnan borgarinnar um að sniðganga ísraelskar vörur samræmdust ekki utanríkisstefnu landsins og gagnrýndi fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels borgaryfirvöld harðlega í pistli í Fréttablaðinu.
Alþingi Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Boðað til aukafundar hjá borgarstjórn til að ræða Ísraelsmálið Tvö mál eru á dagskrá fundarins. 20. september 2015 17:37 Íslensk stjórnvöld með þvinganir við 29 ríki Íslensk stjórnvöld eru með virkar þvingunaraðgerðir vegna aðildar að SÞ og til að framfylgja ályktunum alþjóðastofnana og ríkjahópa. 19. september 2015 07:00 Engin sniðganga í Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð. 21. september 2015 07:00 Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09 Spyr hvort bann Reykjavíkurborgar nái einnig til lyfja fyrir MS-sjúklinga Fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels spyr borgarstjórn Reykjavíkurborgar fjölda spurninga um ákvörðunina að sniðganga ísraelskar vörur í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í dag. 19. september 2015 08:30 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Boðað til aukafundar hjá borgarstjórn til að ræða Ísraelsmálið Tvö mál eru á dagskrá fundarins. 20. september 2015 17:37
Íslensk stjórnvöld með þvinganir við 29 ríki Íslensk stjórnvöld eru með virkar þvingunaraðgerðir vegna aðildar að SÞ og til að framfylgja ályktunum alþjóðastofnana og ríkjahópa. 19. september 2015 07:00
Engin sniðganga í Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð. 21. september 2015 07:00
Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09
Spyr hvort bann Reykjavíkurborgar nái einnig til lyfja fyrir MS-sjúklinga Fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels spyr borgarstjórn Reykjavíkurborgar fjölda spurninga um ákvörðunina að sniðganga ísraelskar vörur í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í dag. 19. september 2015 08:30