Forsætisráðherra vonar að af viðbyggingu þinghússins verði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. september 2015 16:35 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísir/daníel Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði forsætisráðherra út í Hús íslenskra fræða og uppbyggingu við þinghúsið og Þingvelli í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þann 1. apríl síðastliðinn var á forsíðu Fréttablaðsins frétt þess efnis að til stæði að byggt verði við þinghúsið eftir gömlum teikningum frá Guðjóni Samúelssyni. Í tillögunni var einnig gert ráð fyrir því að lokið verði við að byggja yfir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og að endingu að reist verði ný Valhöll á Þingvöllum. Sú eldri brann til kaldra kola árið 2009. „Eftir að fréttin birtist á forsíðu Fréttablaðsins var haldinn fundur formanna og að loknum fundi var okkur tjáð að við ættum að bíða frekari fregna,“ sagði Katrín sem virtist örlítið þreytt á biðinni. Hún benti á að grunnur Húss íslenskra fræða, eða Hola íslenskra fræða líkt og hún er kölluð í daglegu tali, hefði staðið opin heillengi og tími væri kominn til að ákveða hvort þar skuli byggja eða fylla upp í holuna.Sjá einnig: Hér á nýbygging Alþingis að rísa „Við ættum að velta fyrir okkur stöðu íslensks mál þegar sérfræðingar vara okkur ítrekað við því að íslenskan gæti verið að renna okkur úr greipum. Holan minnir okkur á það hvernig við búum að málinu okkar,“ sagði Katrín. Hún spurði hvar málið stæði en samkvæmt því sem hún hefði heyrt þá væri það núna strand í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Katrín spurði einnig hvort Sigmundur Davíð hefði í hyggju að beita sér sérstaklega fyrir því að þessum málum yrði lokið. „Ég vil hvetja hæstvirtan forsætisráðherra til eiga frumkvæði að því að þetta mál verði tekip upp aftur svo þetta verði ekki að aprílgabbi.“ „Líkt og háttvirtur þingmaður þá er ég ekki heldur í þingflokki Sjálfstæðismanna,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í upphafi svars síns og uppskar hlátrasköll úr þingsalnum. Hann sagði að málið hefði verið afgreitt úr ríkisstjórn og þar hefði verið gert ráð fyrir nokkrum verkefnum til að fagna 100 ára afmæli fullveldisins árið 2018. „Ég þakka hvatningu háttvirts þingmanns og mun gera mitt til að vinna að þessu,“ sagði Sigmundur. „En það er þannig með verkefni sem munu hafa kostnað í för með sér að þá vill maður fara hagkvæmustu leið sem hægt er að fara. Tillögur sem fela í sér umtalsverðan kostnað eru skoðaðar gaumgæfilega. En það yrði öllum sómi af ef 100 ára afmæli fullveldisins yrði fagnað á þennan hátt og ég vona að sú verði raunin.“ Alþingi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði forsætisráðherra út í Hús íslenskra fræða og uppbyggingu við þinghúsið og Þingvelli í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þann 1. apríl síðastliðinn var á forsíðu Fréttablaðsins frétt þess efnis að til stæði að byggt verði við þinghúsið eftir gömlum teikningum frá Guðjóni Samúelssyni. Í tillögunni var einnig gert ráð fyrir því að lokið verði við að byggja yfir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og að endingu að reist verði ný Valhöll á Þingvöllum. Sú eldri brann til kaldra kola árið 2009. „Eftir að fréttin birtist á forsíðu Fréttablaðsins var haldinn fundur formanna og að loknum fundi var okkur tjáð að við ættum að bíða frekari fregna,“ sagði Katrín sem virtist örlítið þreytt á biðinni. Hún benti á að grunnur Húss íslenskra fræða, eða Hola íslenskra fræða líkt og hún er kölluð í daglegu tali, hefði staðið opin heillengi og tími væri kominn til að ákveða hvort þar skuli byggja eða fylla upp í holuna.Sjá einnig: Hér á nýbygging Alþingis að rísa „Við ættum að velta fyrir okkur stöðu íslensks mál þegar sérfræðingar vara okkur ítrekað við því að íslenskan gæti verið að renna okkur úr greipum. Holan minnir okkur á það hvernig við búum að málinu okkar,“ sagði Katrín. Hún spurði hvar málið stæði en samkvæmt því sem hún hefði heyrt þá væri það núna strand í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Katrín spurði einnig hvort Sigmundur Davíð hefði í hyggju að beita sér sérstaklega fyrir því að þessum málum yrði lokið. „Ég vil hvetja hæstvirtan forsætisráðherra til eiga frumkvæði að því að þetta mál verði tekip upp aftur svo þetta verði ekki að aprílgabbi.“ „Líkt og háttvirtur þingmaður þá er ég ekki heldur í þingflokki Sjálfstæðismanna,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í upphafi svars síns og uppskar hlátrasköll úr þingsalnum. Hann sagði að málið hefði verið afgreitt úr ríkisstjórn og þar hefði verið gert ráð fyrir nokkrum verkefnum til að fagna 100 ára afmæli fullveldisins árið 2018. „Ég þakka hvatningu háttvirts þingmanns og mun gera mitt til að vinna að þessu,“ sagði Sigmundur. „En það er þannig með verkefni sem munu hafa kostnað í för með sér að þá vill maður fara hagkvæmustu leið sem hægt er að fara. Tillögur sem fela í sér umtalsverðan kostnað eru skoðaðar gaumgæfilega. En það yrði öllum sómi af ef 100 ára afmæli fullveldisins yrði fagnað á þennan hátt og ég vona að sú verði raunin.“
Alþingi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira