Forsætisráðherra vonar að af viðbyggingu þinghússins verði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. september 2015 16:35 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísir/daníel Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði forsætisráðherra út í Hús íslenskra fræða og uppbyggingu við þinghúsið og Þingvelli í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þann 1. apríl síðastliðinn var á forsíðu Fréttablaðsins frétt þess efnis að til stæði að byggt verði við þinghúsið eftir gömlum teikningum frá Guðjóni Samúelssyni. Í tillögunni var einnig gert ráð fyrir því að lokið verði við að byggja yfir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og að endingu að reist verði ný Valhöll á Þingvöllum. Sú eldri brann til kaldra kola árið 2009. „Eftir að fréttin birtist á forsíðu Fréttablaðsins var haldinn fundur formanna og að loknum fundi var okkur tjáð að við ættum að bíða frekari fregna,“ sagði Katrín sem virtist örlítið þreytt á biðinni. Hún benti á að grunnur Húss íslenskra fræða, eða Hola íslenskra fræða líkt og hún er kölluð í daglegu tali, hefði staðið opin heillengi og tími væri kominn til að ákveða hvort þar skuli byggja eða fylla upp í holuna.Sjá einnig: Hér á nýbygging Alþingis að rísa „Við ættum að velta fyrir okkur stöðu íslensks mál þegar sérfræðingar vara okkur ítrekað við því að íslenskan gæti verið að renna okkur úr greipum. Holan minnir okkur á það hvernig við búum að málinu okkar,“ sagði Katrín. Hún spurði hvar málið stæði en samkvæmt því sem hún hefði heyrt þá væri það núna strand í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Katrín spurði einnig hvort Sigmundur Davíð hefði í hyggju að beita sér sérstaklega fyrir því að þessum málum yrði lokið. „Ég vil hvetja hæstvirtan forsætisráðherra til eiga frumkvæði að því að þetta mál verði tekip upp aftur svo þetta verði ekki að aprílgabbi.“ „Líkt og háttvirtur þingmaður þá er ég ekki heldur í þingflokki Sjálfstæðismanna,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í upphafi svars síns og uppskar hlátrasköll úr þingsalnum. Hann sagði að málið hefði verið afgreitt úr ríkisstjórn og þar hefði verið gert ráð fyrir nokkrum verkefnum til að fagna 100 ára afmæli fullveldisins árið 2018. „Ég þakka hvatningu háttvirts þingmanns og mun gera mitt til að vinna að þessu,“ sagði Sigmundur. „En það er þannig með verkefni sem munu hafa kostnað í för með sér að þá vill maður fara hagkvæmustu leið sem hægt er að fara. Tillögur sem fela í sér umtalsverðan kostnað eru skoðaðar gaumgæfilega. En það yrði öllum sómi af ef 100 ára afmæli fullveldisins yrði fagnað á þennan hátt og ég vona að sú verði raunin.“ Alþingi Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði forsætisráðherra út í Hús íslenskra fræða og uppbyggingu við þinghúsið og Þingvelli í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þann 1. apríl síðastliðinn var á forsíðu Fréttablaðsins frétt þess efnis að til stæði að byggt verði við þinghúsið eftir gömlum teikningum frá Guðjóni Samúelssyni. Í tillögunni var einnig gert ráð fyrir því að lokið verði við að byggja yfir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og að endingu að reist verði ný Valhöll á Þingvöllum. Sú eldri brann til kaldra kola árið 2009. „Eftir að fréttin birtist á forsíðu Fréttablaðsins var haldinn fundur formanna og að loknum fundi var okkur tjáð að við ættum að bíða frekari fregna,“ sagði Katrín sem virtist örlítið þreytt á biðinni. Hún benti á að grunnur Húss íslenskra fræða, eða Hola íslenskra fræða líkt og hún er kölluð í daglegu tali, hefði staðið opin heillengi og tími væri kominn til að ákveða hvort þar skuli byggja eða fylla upp í holuna.Sjá einnig: Hér á nýbygging Alþingis að rísa „Við ættum að velta fyrir okkur stöðu íslensks mál þegar sérfræðingar vara okkur ítrekað við því að íslenskan gæti verið að renna okkur úr greipum. Holan minnir okkur á það hvernig við búum að málinu okkar,“ sagði Katrín. Hún spurði hvar málið stæði en samkvæmt því sem hún hefði heyrt þá væri það núna strand í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Katrín spurði einnig hvort Sigmundur Davíð hefði í hyggju að beita sér sérstaklega fyrir því að þessum málum yrði lokið. „Ég vil hvetja hæstvirtan forsætisráðherra til eiga frumkvæði að því að þetta mál verði tekip upp aftur svo þetta verði ekki að aprílgabbi.“ „Líkt og háttvirtur þingmaður þá er ég ekki heldur í þingflokki Sjálfstæðismanna,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í upphafi svars síns og uppskar hlátrasköll úr þingsalnum. Hann sagði að málið hefði verið afgreitt úr ríkisstjórn og þar hefði verið gert ráð fyrir nokkrum verkefnum til að fagna 100 ára afmæli fullveldisins árið 2018. „Ég þakka hvatningu háttvirts þingmanns og mun gera mitt til að vinna að þessu,“ sagði Sigmundur. „En það er þannig með verkefni sem munu hafa kostnað í för með sér að þá vill maður fara hagkvæmustu leið sem hægt er að fara. Tillögur sem fela í sér umtalsverðan kostnað eru skoðaðar gaumgæfilega. En það yrði öllum sómi af ef 100 ára afmæli fullveldisins yrði fagnað á þennan hátt og ég vona að sú verði raunin.“
Alþingi Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg Sjá meira