Liðhlaupar ISIS lýsa reynslu sinni Guðsteinn Bjarnason skrifar 22. september 2015 07:00 Tveir þeirra sem flúðu frá Íslamska ríkinu, Þjóðverjarnir Ayoub B. og Ebrahim Hadj B., hylja andlit sín við réttarhöld í Þýskalandi. vísir/epa Í hverjum mánuði yfirgefa nokkrir liðsmenn Íslamska ríkisins samtökin og flýja frá átakasvæðunum í Sýrlandi og Írak. Sumir þeirra hafa tjáð sig við fjölmiðla og smám saman hefur komið fram nokkuð skýr mynd af því hvers vegna þeir flýja. Þetta kemur fram í breskri samantekt, sem fræðimenn við rannsóknarmiðstöð um róttækni og pólitískt ofbeldi (ICSR) í London hafa unnið upp úr viðtölum við 58 fyrrverandi liðsmenn Íslamska ríkisins. Höfundar skýrslunnar segja vitnisburð liðhlaupanna sýna að þarna sé engan veginn samhentur hópur óhræddra hugsjónamanna á ferðinni, eins og reynt er að telja fólki trú um þegar nýrra liðsmanna er leitað. Þvert á móti einkennist samfélag þeirra af lygum, hræsni og eilífum mótsögnum.Flestir liðhlaupanna eru Sýrlendingar, eða 21 af 58, en níu eru frá Tyrklandi. Aðrir níu eru frá Vestur-Evrópu og Ástralíu. Þeir fyrstu tóku að flýja Íslamska ríkið í ársbyrjun 2014. Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt, oftast verið nokkrir í hverjum mánuði en nú í ágúst er vitað um níu liðhlaupa. Greina má fjórar meginástæður þess að mennirnir forða sér:1. Samtökin lenda oftar í innbyrðis átökum við aðra súnní-múslima, frekar en að berjast gegn hermönnum Assad-stjórnarinnar í Sýrlandi, sem átti þó að vera tilgangur hernaðarins. 2. Þeim sem hafa yfirgefið samtökin ofbýður ofbeldi og grimmd samtakanna, til dæmis gegn almennum borgurum og gíslum. 3. Ó-íslamskt eða óguðlegt athæfi, einkennir forystumenn samtakanna, að mati þeirra sem flúið hafa. Þeir sýni af sér rangsleitni og kynþáttahatur auk þess sem erlendir liðsmenn samtakanna njóti meiri fríðinda en aðrir. 4. Daglegt líf í kalífadæminu stendur ekki undir þeim væntingum sem kynt er undir þegar fólk er hvatt til að ganga til liðs við baráttuna. Störfin eru leiðinleg og ekkert bólar á lúxusbílum og öðrum munaði. Af viðtölum við liðhlaupana má einnig greina þrjár meginástæður þess að þeir gengu til liðs við samtökin í upphafi. 1. Veigamesta ástæðan er viljinn til að berjast gegn stjórnarher Assads Sýrlandsforseta. Þeir telja sér beinlínis skylt að taka þátt í þeirri baráttu og koma félögum sínum í Sýrlandi til bjargar. Þeir standa gjarnan í þeirri trú að súnní-múslimar í Sýrlandi standi hreinlega frammi fyrir þjóðarmorði af hálfu stjórnarinnar. 2. Margir telja sig vera að ganga til liðs við hreyfingu, sem er að reyna að koma á fót fullkomu íslömsku ríki. Öllum múslimum beri skylda til þess að taka þátt í þeirri tilraun. Þar bjóðist þeim einstakt tækifæri til að lifa í samræmi við íslömsk lög og taka þátt í baráttu fyrir trúnni. Þeir sem hafa þessa afstöðu höfðu flestir lengi verið miklir hreintrúar- og strangtrúarmenn áður en þeir héldu til Sýrlands. 3. Sumir hafa fallið fyrir loforðum um að innan vébanda Íslamska ríkisins muni þeir engan skort líða. Þar fái þeir nægan mat, flotta bíla og jafnvel verði skuldir þeirra greiddar upp. Aðrir segjast hafa látið sig dreyma um ævintýri og hetjudáðir í þágu félaga sinna. Þessi hópur hefur síst látið stjórnast af trúarlegum hugsjónum. Mið-Austurlönd Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Í hverjum mánuði yfirgefa nokkrir liðsmenn Íslamska ríkisins samtökin og flýja frá átakasvæðunum í Sýrlandi og Írak. Sumir þeirra hafa tjáð sig við fjölmiðla og smám saman hefur komið fram nokkuð skýr mynd af því hvers vegna þeir flýja. Þetta kemur fram í breskri samantekt, sem fræðimenn við rannsóknarmiðstöð um róttækni og pólitískt ofbeldi (ICSR) í London hafa unnið upp úr viðtölum við 58 fyrrverandi liðsmenn Íslamska ríkisins. Höfundar skýrslunnar segja vitnisburð liðhlaupanna sýna að þarna sé engan veginn samhentur hópur óhræddra hugsjónamanna á ferðinni, eins og reynt er að telja fólki trú um þegar nýrra liðsmanna er leitað. Þvert á móti einkennist samfélag þeirra af lygum, hræsni og eilífum mótsögnum.Flestir liðhlaupanna eru Sýrlendingar, eða 21 af 58, en níu eru frá Tyrklandi. Aðrir níu eru frá Vestur-Evrópu og Ástralíu. Þeir fyrstu tóku að flýja Íslamska ríkið í ársbyrjun 2014. Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt, oftast verið nokkrir í hverjum mánuði en nú í ágúst er vitað um níu liðhlaupa. Greina má fjórar meginástæður þess að mennirnir forða sér:1. Samtökin lenda oftar í innbyrðis átökum við aðra súnní-múslima, frekar en að berjast gegn hermönnum Assad-stjórnarinnar í Sýrlandi, sem átti þó að vera tilgangur hernaðarins. 2. Þeim sem hafa yfirgefið samtökin ofbýður ofbeldi og grimmd samtakanna, til dæmis gegn almennum borgurum og gíslum. 3. Ó-íslamskt eða óguðlegt athæfi, einkennir forystumenn samtakanna, að mati þeirra sem flúið hafa. Þeir sýni af sér rangsleitni og kynþáttahatur auk þess sem erlendir liðsmenn samtakanna njóti meiri fríðinda en aðrir. 4. Daglegt líf í kalífadæminu stendur ekki undir þeim væntingum sem kynt er undir þegar fólk er hvatt til að ganga til liðs við baráttuna. Störfin eru leiðinleg og ekkert bólar á lúxusbílum og öðrum munaði. Af viðtölum við liðhlaupana má einnig greina þrjár meginástæður þess að þeir gengu til liðs við samtökin í upphafi. 1. Veigamesta ástæðan er viljinn til að berjast gegn stjórnarher Assads Sýrlandsforseta. Þeir telja sér beinlínis skylt að taka þátt í þeirri baráttu og koma félögum sínum í Sýrlandi til bjargar. Þeir standa gjarnan í þeirri trú að súnní-múslimar í Sýrlandi standi hreinlega frammi fyrir þjóðarmorði af hálfu stjórnarinnar. 2. Margir telja sig vera að ganga til liðs við hreyfingu, sem er að reyna að koma á fót fullkomu íslömsku ríki. Öllum múslimum beri skylda til þess að taka þátt í þeirri tilraun. Þar bjóðist þeim einstakt tækifæri til að lifa í samræmi við íslömsk lög og taka þátt í baráttu fyrir trúnni. Þeir sem hafa þessa afstöðu höfðu flestir lengi verið miklir hreintrúar- og strangtrúarmenn áður en þeir héldu til Sýrlands. 3. Sumir hafa fallið fyrir loforðum um að innan vébanda Íslamska ríkisins muni þeir engan skort líða. Þar fái þeir nægan mat, flotta bíla og jafnvel verði skuldir þeirra greiddar upp. Aðrir segjast hafa látið sig dreyma um ævintýri og hetjudáðir í þágu félaga sinna. Þessi hópur hefur síst látið stjórnast af trúarlegum hugsjónum.
Mið-Austurlönd Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira