Hugsanavilla Píratans Stjórnarmaðurinn skrifar 23. september 2015 10:30 Píratar eru langstærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt skoðanakönnunum. Ekki er því óeðlilegt að stefnumál þeirra sæti nákvæmari skoðun en ella. Í sumum tilvikum hafa sneiðar í þeirra átt verið ósanngjarnar. Ávirðingar um slælega mætingu fjögurra manna þingflokks á nefndarfundi voru augljóslega af þeim meiði. Í öðrum tilvikum á hins vegar gagnrýni fullan rétt á sér. Píratar hafa á stefnuskrá sinni að „endurskoða höfundarétt“. Nánari útfærsla er nokkuð á reiki, en er þó lýst í sjö tiltölulega almennum punktum. Látum vera að fara ofan í kjölinn á þeim hér, enda ómögulegt að leggja fólki orð í munn með túlkun almennra hugtaka. Píratar segjast í stefnuskránni ekki vera á móti höfundarétti, hins vegar sé hættan sú að ef framfylgja eigi honum á internetinu verði vegið gróflega að réttindum borgaranna. Það sé ólíðandi að fjárhagsmunir séu látnir „trompa borgararéttindi og frjáls samskipti“. Nú liggur í hlutarins eðli að öll löggæsla felur í sér skerðingu á réttindum borgaranna. Að þjófur sé dæmdur til fangelsisvistar er augljóst dæmi um að „fjárhagsmunir trompi borgararéttindi“ svo gripið sé til orðfæris Pírata. Í síðustu viku bárust tíðindi af því að rétthafasamtök hefðu náð samkomulagi við fjarskiptafyrirtækin um að loka tilteknum skráarskiptisíðum sjálfvirkt (án þess að til sérstaks lögbanns kæmi) óháð því undir hvaða lénum síðurnar birtast. Í kjölfarið hefur Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, farið mikinn og meðal annars staðið í ritdeilu við Egil Helgason. Helgi segir meðal annars að aðferðir á borð við þá ofangreindu sem ætlað er að koma í veg fyrir höfundaréttarbrot séu ómögulegar og „gangi ekki svo langt að hindra menn í að komast fram hjá þeim með einföldum hætti“. Þetta er furðuleg röksemdafærsla. Hefur bann við þjófnaði í hegningarlögum þá algerlega mistekist þar sem ekki hefur tekist að útrýma þjófnaði með öllu? Vitaskuld ekki. Lagaboð og -bönn eru alltaf gölluð, og lagagrein ein og sér getur ekki útrýmt slæmu hátterni. Lagasetning sendir hins vegar skilaboð út í samfélagið um að tiltekin háttsemi sé óæskileg og hefur fælingarmátt. Með því að gera lítið úr lögum um höfundarétt eru Helgi og Píratar að vega að atvinnufrelsi og aflahæfi listamanna, og grafa undan fyrirtækjum í landinu sem starfa eftir settum leikreglum. Það er ábyrgðarhluti hjá annars efnilegum þingmanni.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Píratar eru langstærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt skoðanakönnunum. Ekki er því óeðlilegt að stefnumál þeirra sæti nákvæmari skoðun en ella. Í sumum tilvikum hafa sneiðar í þeirra átt verið ósanngjarnar. Ávirðingar um slælega mætingu fjögurra manna þingflokks á nefndarfundi voru augljóslega af þeim meiði. Í öðrum tilvikum á hins vegar gagnrýni fullan rétt á sér. Píratar hafa á stefnuskrá sinni að „endurskoða höfundarétt“. Nánari útfærsla er nokkuð á reiki, en er þó lýst í sjö tiltölulega almennum punktum. Látum vera að fara ofan í kjölinn á þeim hér, enda ómögulegt að leggja fólki orð í munn með túlkun almennra hugtaka. Píratar segjast í stefnuskránni ekki vera á móti höfundarétti, hins vegar sé hættan sú að ef framfylgja eigi honum á internetinu verði vegið gróflega að réttindum borgaranna. Það sé ólíðandi að fjárhagsmunir séu látnir „trompa borgararéttindi og frjáls samskipti“. Nú liggur í hlutarins eðli að öll löggæsla felur í sér skerðingu á réttindum borgaranna. Að þjófur sé dæmdur til fangelsisvistar er augljóst dæmi um að „fjárhagsmunir trompi borgararéttindi“ svo gripið sé til orðfæris Pírata. Í síðustu viku bárust tíðindi af því að rétthafasamtök hefðu náð samkomulagi við fjarskiptafyrirtækin um að loka tilteknum skráarskiptisíðum sjálfvirkt (án þess að til sérstaks lögbanns kæmi) óháð því undir hvaða lénum síðurnar birtast. Í kjölfarið hefur Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, farið mikinn og meðal annars staðið í ritdeilu við Egil Helgason. Helgi segir meðal annars að aðferðir á borð við þá ofangreindu sem ætlað er að koma í veg fyrir höfundaréttarbrot séu ómögulegar og „gangi ekki svo langt að hindra menn í að komast fram hjá þeim með einföldum hætti“. Þetta er furðuleg röksemdafærsla. Hefur bann við þjófnaði í hegningarlögum þá algerlega mistekist þar sem ekki hefur tekist að útrýma þjófnaði með öllu? Vitaskuld ekki. Lagaboð og -bönn eru alltaf gölluð, og lagagrein ein og sér getur ekki útrýmt slæmu hátterni. Lagasetning sendir hins vegar skilaboð út í samfélagið um að tiltekin háttsemi sé óæskileg og hefur fælingarmátt. Með því að gera lítið úr lögum um höfundarétt eru Helgi og Píratar að vega að atvinnufrelsi og aflahæfi listamanna, og grafa undan fyrirtækjum í landinu sem starfa eftir settum leikreglum. Það er ábyrgðarhluti hjá annars efnilegum þingmanni.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira