Jonathan Glenn líklega á leið til Lilleström Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. september 2015 13:00 Jonathan Glenn er búinn að skora ellefu mörk í Pepsi-deildinni í sumar. vísir/anton Samkvæmt heimildum Vísis er Jonathan Glenn, framherji Breiðabliks, á leið til norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström eftir tímabilið í Pepsi-deildinni. Rúnar Kristinsson, fyrrverandi þjálfari KR, er þjálfari Lilleström og vill fá Glenn til sín, en heimildir Vísis herma að samningaviðræður milli félagsins og Glenns séu vel á veg komnar. „Ég vissi að Lilleström vildi fá hann í sumar en ÍBV var ekki tilbúið að láta hann fara fyrir ekki neitt. Þess vegna kom hann til okkar. Það kæmi mér ekkert á óvart að Lilleström sé að reyna við hann aftur núna. Ég heyrði af þessu síðast í gær, en ég get ekkert staðfest,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi. „Glenn lagði mikla áherslu á að hann væri laus eftir tímabilið þegar hann samdi við okkur og við vorum ekki í neinni stöðu til að vera með neinar kröfur. Markmið hans var að komast út og þannig kemur mér ekkert á óvart ef eitthvað er að gerast þeirra á milli.“Arnar Grétarsson.vísir/stefán„Við vorum bara fegnir að geta nýtt krafta hans. Hann hefur spilað vel fyrir okkur og líka landsliðið sem skiptir máli. Við óskum honum bara alls hins besta ef hann er á förum eftir tímabilið. Það dreymir alla um að spila í sterkari deild en hér heima, með fullri virðingu fyrir okkar deild,“ segir Arnar. Glenn hóf tímabilið með ÍBV og skoraði fjögur mörk í ellefu leikjum áður en hann skipti óvænt til Breiðabliks á lokadegi félagaskipta. Trínidadinn hefur slegið í gegn í Kópavoginum og skorað átta mörk í sjö leikjum. Rúnar Kristinsson er í 9. sæti af 16 liðum í norsku úrvalsdeildinni þegar sex umferðir eru eftir af deildinni, en með liðinu spila tveir Blikar; Finnur Orri Margeirsson og Árni Vilhjálmsson.Gary Martin gæti verið á leið frá KR.Gary Martin á listanum Fari Glenn frá Breiðabliki, eins og allt stefnir í, þarf Arnar Grétarsson að styrkja hjá sér framlínuna fyrir næsta tímabil. „Við erum að skoða okkar mál,“ segir hann. Gary Martin, framherji KR, er leikmaður sem Breiðablik reyndi að fá í glugganum en tókst ekki að fá. Martin er virkilega ósáttur með stöðu sína í Vesturbænum og gæti verið á leið frá KR eftir tímabilið. „Við ætlum bara að skoða alla þessa gaura sem eru lausir. Framherjastaðan er klárlega sú staða sem við þurfum að styrkja,“ segir Arnar. „Gary Martin er einn af þeim leikmönnum sem koma til greina. Hann er leikmaður sem hefur sannað sig hér á Íslandi. Við erum ekkert búnir að taka afstöðu til þessa mál, en hann er á listanum yfir framherja sem við ætlum að skoða eftir tímabilið,“ segir Arnar Grétarsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis er Jonathan Glenn, framherji Breiðabliks, á leið til norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström eftir tímabilið í Pepsi-deildinni. Rúnar Kristinsson, fyrrverandi þjálfari KR, er þjálfari Lilleström og vill fá Glenn til sín, en heimildir Vísis herma að samningaviðræður milli félagsins og Glenns séu vel á veg komnar. „Ég vissi að Lilleström vildi fá hann í sumar en ÍBV var ekki tilbúið að láta hann fara fyrir ekki neitt. Þess vegna kom hann til okkar. Það kæmi mér ekkert á óvart að Lilleström sé að reyna við hann aftur núna. Ég heyrði af þessu síðast í gær, en ég get ekkert staðfest,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi. „Glenn lagði mikla áherslu á að hann væri laus eftir tímabilið þegar hann samdi við okkur og við vorum ekki í neinni stöðu til að vera með neinar kröfur. Markmið hans var að komast út og þannig kemur mér ekkert á óvart ef eitthvað er að gerast þeirra á milli.“Arnar Grétarsson.vísir/stefán„Við vorum bara fegnir að geta nýtt krafta hans. Hann hefur spilað vel fyrir okkur og líka landsliðið sem skiptir máli. Við óskum honum bara alls hins besta ef hann er á förum eftir tímabilið. Það dreymir alla um að spila í sterkari deild en hér heima, með fullri virðingu fyrir okkar deild,“ segir Arnar. Glenn hóf tímabilið með ÍBV og skoraði fjögur mörk í ellefu leikjum áður en hann skipti óvænt til Breiðabliks á lokadegi félagaskipta. Trínidadinn hefur slegið í gegn í Kópavoginum og skorað átta mörk í sjö leikjum. Rúnar Kristinsson er í 9. sæti af 16 liðum í norsku úrvalsdeildinni þegar sex umferðir eru eftir af deildinni, en með liðinu spila tveir Blikar; Finnur Orri Margeirsson og Árni Vilhjálmsson.Gary Martin gæti verið á leið frá KR.Gary Martin á listanum Fari Glenn frá Breiðabliki, eins og allt stefnir í, þarf Arnar Grétarsson að styrkja hjá sér framlínuna fyrir næsta tímabil. „Við erum að skoða okkar mál,“ segir hann. Gary Martin, framherji KR, er leikmaður sem Breiðablik reyndi að fá í glugganum en tókst ekki að fá. Martin er virkilega ósáttur með stöðu sína í Vesturbænum og gæti verið á leið frá KR eftir tímabilið. „Við ætlum bara að skoða alla þessa gaura sem eru lausir. Framherjastaðan er klárlega sú staða sem við þurfum að styrkja,“ segir Arnar. „Gary Martin er einn af þeim leikmönnum sem koma til greina. Hann er leikmaður sem hefur sannað sig hér á Íslandi. Við erum ekkert búnir að taka afstöðu til þessa mál, en hann er á listanum yfir framherja sem við ætlum að skoða eftir tímabilið,“ segir Arnar Grétarsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sjá meira