Hvað með einstaklingsíþróttir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar 24. september 2015 14:14 Tímabær umræða hefur verið undanfarna daga um geðheilbrigði íþróttamanna sérstaklega eftir að tveir kraftmiklir knattspyrnumenn tjáðu sig um kvíða og þunglyndi og því ber að fagna. Þetta hefur oftar en ekki verið falið málefni þar sem íþróttamenn eiga að vera þeir einstaklingar sem eru sterkir og helst ekki að veigra sér yfir nokkrum hlut, keppnisskapið á að vera svo mikið að það yfirtekur allt annað. Umræðan síðustu vikur hefur þó að mestu snúist um þá einstaklinga sem stunda hópíþróttir en hvernig er það hjá þeim sem stunda einstaklingsíþróttir og því má kannski spyrja hvort einhver munur sé á þeim einstaklingum sem stunda íþróttir í hóp eða íþróttir sem einstaklingar. Íþróttafélögin eru gjarnan með sínar stefnur í hinum ýmsu málum. Það eru þá svokallaðar afreks- og jafnréttisstefnur sem eru þá oftar en ekki með markmið yfir hvað félagið ætlar að gera til þess að hjálpa þeim sem æfa hjá þeim til að ná sem lengst og eiga allir að fá jöfn tækifæri til þess óháð kyni, aldri, fötlun og svo framvegis. En hvað með þá sem af einhverjum ástæðum eru kannski ekki með fullan meðfæddan kraft eða hreyfihamlaðir eftir slys eða veikindi og þurfa kannski af og til hjálp við að hreyfa sig? Hvernig sest slíkt á sálina hjá viðkomandi? Mér eru þessi mál mjög hugleikin, sérstaklega í ljósi þess að ég notast við hjólastól og hef verið að æfa og keppa í sundi frá því ég var sex ára og hef auk þess mikinn áhuga á flestum íþróttum. Staðreyndin er nefnilega oft sú að oft er umhverfið hjá hinum ófötluðu þannig gert að reglur banna að notuð séu hjálpartæki á æfingum og í keppnum, það eiga helst allir að geta gert hlutina eins. Hjálpartækin eru þá oft talin gefa forskot eða séu einhverskonar ógnun fyrir aðra keppinauta. Þarf eitthvað að spyrja að leikslokum hvaða áhrif það hefur á sál þess sem þarfnast þessara tækja og hvar er jafnréttið í þeim málum? Nýjasta dæmið er sennilega það þegar að margfaldur íslandsmeistari í golfi þurfti að hætta keppni því hann var í endurhæfingu eftir tímabundna krabbameinsmeðferð. Að sjálfsögðu er til íþróttahreyfing fyrir fatlaða. En hentar hún öllum? Nú er það oft þannig að sá sem þarf á einhverskonar hjálp að halda stundar skóla eða vinnu með heilbrigðum jafnöldrum en er svo skyndilega orðin eitthvað utanvega þegar kemur að íþróttum sem oftar en ekki eiga að vera til styrkingar í hinu daglega amstri og gefa skemmtun til tómstunda. Í íþróttakeppnum fatlaðra er gjarnan reynt að skipta einstaklingum niður eftir getu en því miður skarast hún oft. Oftast þurfa einstaklingar sem stunda einstaklingsíþróttir líka að hugsa um peninga og árangur sjálfir og þarf af leiðandi er kannski erfiðara að ná árangri heldur en hjá þeim sem stunda hópíþróttir. En hvað er það í ofanálag ef einstaklingur þarf að hugsa um einhverja hömlun sem ef til vill viðhorfið eingöngu setur honum? Einn af betri handboltamönnum þjóðarinnar Logi Geirsson sagði á einhvern tíman að það fæddist engin afreksmaður sem sýnir að það eru engir tveir einstaklingar eins sem á svo sannarlega við í þessum málum líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Tímabær umræða hefur verið undanfarna daga um geðheilbrigði íþróttamanna sérstaklega eftir að tveir kraftmiklir knattspyrnumenn tjáðu sig um kvíða og þunglyndi og því ber að fagna. Þetta hefur oftar en ekki verið falið málefni þar sem íþróttamenn eiga að vera þeir einstaklingar sem eru sterkir og helst ekki að veigra sér yfir nokkrum hlut, keppnisskapið á að vera svo mikið að það yfirtekur allt annað. Umræðan síðustu vikur hefur þó að mestu snúist um þá einstaklinga sem stunda hópíþróttir en hvernig er það hjá þeim sem stunda einstaklingsíþróttir og því má kannski spyrja hvort einhver munur sé á þeim einstaklingum sem stunda íþróttir í hóp eða íþróttir sem einstaklingar. Íþróttafélögin eru gjarnan með sínar stefnur í hinum ýmsu málum. Það eru þá svokallaðar afreks- og jafnréttisstefnur sem eru þá oftar en ekki með markmið yfir hvað félagið ætlar að gera til þess að hjálpa þeim sem æfa hjá þeim til að ná sem lengst og eiga allir að fá jöfn tækifæri til þess óháð kyni, aldri, fötlun og svo framvegis. En hvað með þá sem af einhverjum ástæðum eru kannski ekki með fullan meðfæddan kraft eða hreyfihamlaðir eftir slys eða veikindi og þurfa kannski af og til hjálp við að hreyfa sig? Hvernig sest slíkt á sálina hjá viðkomandi? Mér eru þessi mál mjög hugleikin, sérstaklega í ljósi þess að ég notast við hjólastól og hef verið að æfa og keppa í sundi frá því ég var sex ára og hef auk þess mikinn áhuga á flestum íþróttum. Staðreyndin er nefnilega oft sú að oft er umhverfið hjá hinum ófötluðu þannig gert að reglur banna að notuð séu hjálpartæki á æfingum og í keppnum, það eiga helst allir að geta gert hlutina eins. Hjálpartækin eru þá oft talin gefa forskot eða séu einhverskonar ógnun fyrir aðra keppinauta. Þarf eitthvað að spyrja að leikslokum hvaða áhrif það hefur á sál þess sem þarfnast þessara tækja og hvar er jafnréttið í þeim málum? Nýjasta dæmið er sennilega það þegar að margfaldur íslandsmeistari í golfi þurfti að hætta keppni því hann var í endurhæfingu eftir tímabundna krabbameinsmeðferð. Að sjálfsögðu er til íþróttahreyfing fyrir fatlaða. En hentar hún öllum? Nú er það oft þannig að sá sem þarf á einhverskonar hjálp að halda stundar skóla eða vinnu með heilbrigðum jafnöldrum en er svo skyndilega orðin eitthvað utanvega þegar kemur að íþróttum sem oftar en ekki eiga að vera til styrkingar í hinu daglega amstri og gefa skemmtun til tómstunda. Í íþróttakeppnum fatlaðra er gjarnan reynt að skipta einstaklingum niður eftir getu en því miður skarast hún oft. Oftast þurfa einstaklingar sem stunda einstaklingsíþróttir líka að hugsa um peninga og árangur sjálfir og þarf af leiðandi er kannski erfiðara að ná árangri heldur en hjá þeim sem stunda hópíþróttir. En hvað er það í ofanálag ef einstaklingur þarf að hugsa um einhverja hömlun sem ef til vill viðhorfið eingöngu setur honum? Einn af betri handboltamönnum þjóðarinnar Logi Geirsson sagði á einhvern tíman að það fæddist engin afreksmaður sem sýnir að það eru engir tveir einstaklingar eins sem á svo sannarlega við í þessum málum líka.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun