Alveg rétt! Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 25. september 2015 08:00 Margir kannast eflaust við tilfinninguna að vakna eftir að hafa verið úti á lífinu kvöldið áður og endað í partíi þar sem mátti reykja inni. Aldrei þessu vant lykta fötin manns eins og öskubakki og þegar í sturtuna er komið rís reykingalyktin tvíefld upp frá dauðum þegar hárið blotnar. Við nánari athugun á fötunum koma svo litlir brunablettir í ljós og maður hugsar með sér: „Alveg rétt! Svona leið mér einu sinni um hverja einustu helgi, vá hvað ég er feginn að það má ekki reykja lengur inni á veitinga- og skemmtistöðum.“ Nákvæmlega þessi tilfinning helltist yfir mig í tvígang í vikunni sem leið en í hvorugt skiptið var það vegna reykinga eða partístands. Annars vegar var ég búinn gleyma hvernig það er að mjakast upp og niður Laugaveginn á yfirfullri gangstétt með mengandi og mannlífsskemmandi bílalest bókstaflega ofan í mér og hins vegar var því fullkomlega stolið úr mér hversu óhemju leiðinlegt stjórnmálafólk getur verið þegar það finnur höggstað á andstæðingum sínum jafnvel þó það sé í fullum rétti. Eftir rúmlega fimm ára tímabil þar sem ríkt hefur þokkaleg reisn yfir ráðhúsinu og tæplega fimm mánaða tímabil af bíllausum Laugavegi þá er ekki laust við að máltækið „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ öðlist skýrari merkingu í huga manns þegar fyrrgreind lífsgæði sem allir voru farnir að taka sem sjálfsögðum hlut snúast skyndilega upp í andhverfu sína. Það jákvæða við umrædda tilfinningu er hins vegar að hún er sterk áminning og þar af leiðandi er auðvelt að draga af henni lærdóm. Alveg eins og reykingar eiga ekki heima innandyra í fjölmenni, þá á ónauðsynleg bílaumferð alls ekki heima í miðborgum og yfirlætisfull reiði á aldrei heima í ráðhúsinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Margir kannast eflaust við tilfinninguna að vakna eftir að hafa verið úti á lífinu kvöldið áður og endað í partíi þar sem mátti reykja inni. Aldrei þessu vant lykta fötin manns eins og öskubakki og þegar í sturtuna er komið rís reykingalyktin tvíefld upp frá dauðum þegar hárið blotnar. Við nánari athugun á fötunum koma svo litlir brunablettir í ljós og maður hugsar með sér: „Alveg rétt! Svona leið mér einu sinni um hverja einustu helgi, vá hvað ég er feginn að það má ekki reykja lengur inni á veitinga- og skemmtistöðum.“ Nákvæmlega þessi tilfinning helltist yfir mig í tvígang í vikunni sem leið en í hvorugt skiptið var það vegna reykinga eða partístands. Annars vegar var ég búinn gleyma hvernig það er að mjakast upp og niður Laugaveginn á yfirfullri gangstétt með mengandi og mannlífsskemmandi bílalest bókstaflega ofan í mér og hins vegar var því fullkomlega stolið úr mér hversu óhemju leiðinlegt stjórnmálafólk getur verið þegar það finnur höggstað á andstæðingum sínum jafnvel þó það sé í fullum rétti. Eftir rúmlega fimm ára tímabil þar sem ríkt hefur þokkaleg reisn yfir ráðhúsinu og tæplega fimm mánaða tímabil af bíllausum Laugavegi þá er ekki laust við að máltækið „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ öðlist skýrari merkingu í huga manns þegar fyrrgreind lífsgæði sem allir voru farnir að taka sem sjálfsögðum hlut snúast skyndilega upp í andhverfu sína. Það jákvæða við umrædda tilfinningu er hins vegar að hún er sterk áminning og þar af leiðandi er auðvelt að draga af henni lærdóm. Alveg eins og reykingar eiga ekki heima innandyra í fjölmenni, þá á ónauðsynleg bílaumferð alls ekki heima í miðborgum og yfirlætisfull reiði á aldrei heima í ráðhúsinu.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun