Halldór: Gæfumst líklega upp ef við myndum bara fylgjast með fjölmiðlum Anton Ingi Leifsson skrifar 24. september 2015 22:31 Halldór Jóhann ræddi hlutina við fjölmiðla í leikslok. vísir/anton „Við erum komnir í smá holu og það er smá krísa hjá okkur. Við getum ekki neitað því, en mér fannst við spila virkilega öflugan varnarleik í dag ef við tökum eitthvað jákvætt út úr þessu,” sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, við fjölmiðla eftir tap FH gegn Aftureldingu í Olís-deild karla í kvöld. „Ég hefði viljað sjá miklu fleiri bolta varða hjá okkar markmönnum. Við erum með fimm eða sex bolta varða í heilum leik þar sem við spiluðum mjög öflugan varnarleik og með mjög góðri markvörslu, sem við eigum að fá með svona varnarleik, hefðu úrslitin getað endað öðruvísi.” „Auðvitað töpum við leiknum í sókninni þar sem við skorum einungis sautján mörk, þar af einungis sjö í fyrri hálfleik. Ég veit ekki hvort það sé verulega mikið að í hugarfari leikmanna. Menn eru bara þannig að þegar þeir lenda í smá krísu þá fer sjálfstraustið frá mönnum og við þurfum að vinna það til baka.” „Við spiluðum frábæran sóknarleik í síðasta leik. Þar skoruðum við 33 mörk og þá var það varnarleikurinn sem klikkaði all svakalega, en nú spiluðum við mjög góðan varnarleik. Sóknarleikurinn bíður afhroð í dag. Verðum við ekki að reyna taka jákvæða hlutina úr þessu í staðinn fyrir að taka endalaust þá neikvæðu?” FH hefur tapað þremur leikjum í röð, en liðið er einungis með tvö stig eftir fyrstu fjóra leikina. Halldór Jóhann segir að liðið þurfi þó að einbeita sér að jákvæðu hlutunum fremur en þeim neikvæðu. „Auðvitað reynum við að finna lausnir í því sem við erum að gera vitlaust, en við þurfum eining að reyna að gera jákvæðu hlutina enn jákvæðari.” „Við erum búnir að spila fjóra leiki og tapa þremur. Það er ekki óskastaða. Spilamennskan hefur ekki verið sérstaklega falleg, en við unnum Fram í fyrsta leik og ég held að menn séu búnir að gleyma því.”Getum ekki breytt því sem er búið að gerast „Við erum búnir að spila þrjá leiki þar sem í einum þeirra vorum við virkilega daprir í heilt yfir og í síðustu tveimur hefur þetta verið svart og hvítt sókn og vörn. Ég hefði enn meiri áhyggjur ef það væri allt að klikka, en það er ekki allt að klikka og tímabilið er langt. Við verðum að trúa því að við förum að ná í sigur.” „Í dag vorum við virkilega slakir sóknarlega í fyrri hálfleik þar sem við skorum bara sjö mörk, en við skoruðum tíu mörk í seinni. Við hefðum þurft að skora fimmtán til sextán mörk í þeim síðari til þess að eiga séns á því að vinna leikinn. Það er verkefnið núna að snúa gengi liðsins við og ég sem þjálfari liðsins, það fellur í mitt skaut.” „Við getum ekki breytt því sem er búið að gerast. Við getum breytt spilamennskunni í framhaldinu og við verðum að reyna gera það og hafa trú á því að það sé hægt. Ef við ætlum að vera eins svartsýnir og fjölmiðlar í garð okkar þá gætum við alveg eins farið að gefast upp, en við verðum að reyna vinna þetta okkur í hag og reyna fá smá jákvæða hluti inn í þetta. Ef við myndum bara fylgjast með fjölmiðlum þá myndum við líklega gefast upp eins og staðan er núna.” Jóhann Birgir Ingvarsson spilaði sinn fyrsta leik í FH-búningnum frá því í febrúar, en hann féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. Halldór segir að Jóhann gæti reynst FH dýrmætur í vetur. „Hann er búinn að æfa með okkur í einn og hálfan mánuð. Jóhann á nokkuð langt í land; hann spilaði varnarleikinn mjög vel, en var dálítið ragur sóknarlega. Jói er ungur, góður leikmaður og á framtíðina fyrir sér. Hann gæti orðið okkur dýrmætur þegar líður á mótið,” sagi Halldór Jóhann í löngu spjalli við fjölmiðla eftir leik. Olís-deild karla Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
„Við erum komnir í smá holu og það er smá krísa hjá okkur. Við getum ekki neitað því, en mér fannst við spila virkilega öflugan varnarleik í dag ef við tökum eitthvað jákvætt út úr þessu,” sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, við fjölmiðla eftir tap FH gegn Aftureldingu í Olís-deild karla í kvöld. „Ég hefði viljað sjá miklu fleiri bolta varða hjá okkar markmönnum. Við erum með fimm eða sex bolta varða í heilum leik þar sem við spiluðum mjög öflugan varnarleik og með mjög góðri markvörslu, sem við eigum að fá með svona varnarleik, hefðu úrslitin getað endað öðruvísi.” „Auðvitað töpum við leiknum í sókninni þar sem við skorum einungis sautján mörk, þar af einungis sjö í fyrri hálfleik. Ég veit ekki hvort það sé verulega mikið að í hugarfari leikmanna. Menn eru bara þannig að þegar þeir lenda í smá krísu þá fer sjálfstraustið frá mönnum og við þurfum að vinna það til baka.” „Við spiluðum frábæran sóknarleik í síðasta leik. Þar skoruðum við 33 mörk og þá var það varnarleikurinn sem klikkaði all svakalega, en nú spiluðum við mjög góðan varnarleik. Sóknarleikurinn bíður afhroð í dag. Verðum við ekki að reyna taka jákvæða hlutina úr þessu í staðinn fyrir að taka endalaust þá neikvæðu?” FH hefur tapað þremur leikjum í röð, en liðið er einungis með tvö stig eftir fyrstu fjóra leikina. Halldór Jóhann segir að liðið þurfi þó að einbeita sér að jákvæðu hlutunum fremur en þeim neikvæðu. „Auðvitað reynum við að finna lausnir í því sem við erum að gera vitlaust, en við þurfum eining að reyna að gera jákvæðu hlutina enn jákvæðari.” „Við erum búnir að spila fjóra leiki og tapa þremur. Það er ekki óskastaða. Spilamennskan hefur ekki verið sérstaklega falleg, en við unnum Fram í fyrsta leik og ég held að menn séu búnir að gleyma því.”Getum ekki breytt því sem er búið að gerast „Við erum búnir að spila þrjá leiki þar sem í einum þeirra vorum við virkilega daprir í heilt yfir og í síðustu tveimur hefur þetta verið svart og hvítt sókn og vörn. Ég hefði enn meiri áhyggjur ef það væri allt að klikka, en það er ekki allt að klikka og tímabilið er langt. Við verðum að trúa því að við förum að ná í sigur.” „Í dag vorum við virkilega slakir sóknarlega í fyrri hálfleik þar sem við skorum bara sjö mörk, en við skoruðum tíu mörk í seinni. Við hefðum þurft að skora fimmtán til sextán mörk í þeim síðari til þess að eiga séns á því að vinna leikinn. Það er verkefnið núna að snúa gengi liðsins við og ég sem þjálfari liðsins, það fellur í mitt skaut.” „Við getum ekki breytt því sem er búið að gerast. Við getum breytt spilamennskunni í framhaldinu og við verðum að reyna gera það og hafa trú á því að það sé hægt. Ef við ætlum að vera eins svartsýnir og fjölmiðlar í garð okkar þá gætum við alveg eins farið að gefast upp, en við verðum að reyna vinna þetta okkur í hag og reyna fá smá jákvæða hluti inn í þetta. Ef við myndum bara fylgjast með fjölmiðlum þá myndum við líklega gefast upp eins og staðan er núna.” Jóhann Birgir Ingvarsson spilaði sinn fyrsta leik í FH-búningnum frá því í febrúar, en hann féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. Halldór segir að Jóhann gæti reynst FH dýrmætur í vetur. „Hann er búinn að æfa með okkur í einn og hálfan mánuð. Jóhann á nokkuð langt í land; hann spilaði varnarleikinn mjög vel, en var dálítið ragur sóknarlega. Jói er ungur, góður leikmaður og á framtíðina fyrir sér. Hann gæti orðið okkur dýrmætur þegar líður á mótið,” sagi Halldór Jóhann í löngu spjalli við fjölmiðla eftir leik.
Olís-deild karla Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira