Ný heimsmarkmið Gunnar Bragi Sveinsson, Sigrún Magnúsdóttir og Eygló Harðardóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson skrifa 25. september 2015 10:08 Í dag, föstudaginn 25. september 2015, hefst fundur í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna, þar sem samþykkt verða ný markmið um sjálfbæra þróun, eða heimsmarkmiðin, til styttingar. Markmiðin munu gilda fyrir öll 193 aðildarríki SÞ – líka Ísland – til ársins 2030. En hver eru þessi markmið? Hvers vegna skipta þau okkur máli? Markmiðin eru alls sautján, en skoðum hér nokkur þeirra:5. markmið: Tryggja jafnrétti kynjanna og valdeflingu allra kvenna og stúlkna8. markmið: Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla9. markmið: Byggja upp sterka innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu fyrir alla og hlúa að nýsköpun12. markmið: Tryggja sjálfbæra neyslu og framleiðslumynstur11. markmið: Gera borgir og aðra búsetu manna örugga og sjálfbæra fyrir alla14. markmið: Nýta og vernda hafið og auðlindir sjávar á sjálfbæran hátt til að styðja við sjálfbæra þróun Eins og sjá má er gegnumgangandi áhersla í nýju markmiðunum á að allir geti lifað mannsæmandi lífi. Það gildir jafnt fyrir almenning á Íslandi sem og í fjarlægari löndum. Í markmiðunum er mikil áhersla á sjálfbæra nýtingu og stjórnun auðlinda en við Íslendingar vitum vel hversu miklu skiptir að varðveita þær. Umhverfisógnir á borð við loftslagsbreytingar og súrnun sjávar gera að verkum að lífskjörum bæði hér og í þróunarríkjum er stefnt í hættu nema náist utan um vandann. Nýta þarf auðlindir á sjálfbæran hátt með langtímasjónarmið að leiðarljósi. Verkefnin eru ærin og í samræmi við það eru nýju markmiðin metnaðarfull. Auðvitað eru aðstæður í hverju ríki fyrir sig ólíkar en við finnum það betur og betur að við búum í samtengdum heimi. Stríð á einum stað hefur áhrif á öðrum. Loftslagsbreytingar hafa alvarleg áhrif á norðurskautinu jafnvel þótt rætur þeirra liggi að mestu annars staðar. Þess vegna þurfa þjóðir heims að vinna saman. Markmiðin eru leið til að skerpa á þeirri samvinnu og mæla hvernig gengur. Ísland tók virkan þátt í samningaviðræðum um nýju markmiðin. Með því að einbeita okkur að þeim málaflokkum þar sem Ísland hefur mestri reynslu og þekkingu að deila, náðum við ýmsu fram. Við höfðum til dæmis áhrif á málefni endurnýjanlegrar orku, sjálfbæra nýtingu auðlinda hafsins, jafnréttismál og landgræðslumál. Það síðastnefnda snertir þá auðlind sem land og jarðvegur er en sjálfbær nýting lands hefur mikil áhrif á fæðuöryggi í heiminum. Síðast en ekki síst má nefna að Ísland fékk inn tilvísun í lækningu á taugaskaða. Þetta framlag okkar er mikilvægt af því að þetta skjal verður þungamiðjan í starfi Sameinuðu þjóðanna næstu 15 árin. Við erum reiðubúin að takast á við þær áskoranir sem vinnu að nýju markmiðunum fylgja. Nú, þegar samningaviðræðum um nýju markmiðin er lokið, tekur við vinna við að kortleggja hvernig Ísland getur unnið að nýju markmiðunum bæði innanlands og í alþjóðlegri samvinnu. Við hvetjum Íslendinga til að kynna sér markmiðin og heitum á íslensku þjóðina að leggjast á eitt við að vinna að markmiðunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Í dag, föstudaginn 25. september 2015, hefst fundur í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna, þar sem samþykkt verða ný markmið um sjálfbæra þróun, eða heimsmarkmiðin, til styttingar. Markmiðin munu gilda fyrir öll 193 aðildarríki SÞ – líka Ísland – til ársins 2030. En hver eru þessi markmið? Hvers vegna skipta þau okkur máli? Markmiðin eru alls sautján, en skoðum hér nokkur þeirra:5. markmið: Tryggja jafnrétti kynjanna og valdeflingu allra kvenna og stúlkna8. markmið: Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla9. markmið: Byggja upp sterka innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu fyrir alla og hlúa að nýsköpun12. markmið: Tryggja sjálfbæra neyslu og framleiðslumynstur11. markmið: Gera borgir og aðra búsetu manna örugga og sjálfbæra fyrir alla14. markmið: Nýta og vernda hafið og auðlindir sjávar á sjálfbæran hátt til að styðja við sjálfbæra þróun Eins og sjá má er gegnumgangandi áhersla í nýju markmiðunum á að allir geti lifað mannsæmandi lífi. Það gildir jafnt fyrir almenning á Íslandi sem og í fjarlægari löndum. Í markmiðunum er mikil áhersla á sjálfbæra nýtingu og stjórnun auðlinda en við Íslendingar vitum vel hversu miklu skiptir að varðveita þær. Umhverfisógnir á borð við loftslagsbreytingar og súrnun sjávar gera að verkum að lífskjörum bæði hér og í þróunarríkjum er stefnt í hættu nema náist utan um vandann. Nýta þarf auðlindir á sjálfbæran hátt með langtímasjónarmið að leiðarljósi. Verkefnin eru ærin og í samræmi við það eru nýju markmiðin metnaðarfull. Auðvitað eru aðstæður í hverju ríki fyrir sig ólíkar en við finnum það betur og betur að við búum í samtengdum heimi. Stríð á einum stað hefur áhrif á öðrum. Loftslagsbreytingar hafa alvarleg áhrif á norðurskautinu jafnvel þótt rætur þeirra liggi að mestu annars staðar. Þess vegna þurfa þjóðir heims að vinna saman. Markmiðin eru leið til að skerpa á þeirri samvinnu og mæla hvernig gengur. Ísland tók virkan þátt í samningaviðræðum um nýju markmiðin. Með því að einbeita okkur að þeim málaflokkum þar sem Ísland hefur mestri reynslu og þekkingu að deila, náðum við ýmsu fram. Við höfðum til dæmis áhrif á málefni endurnýjanlegrar orku, sjálfbæra nýtingu auðlinda hafsins, jafnréttismál og landgræðslumál. Það síðastnefnda snertir þá auðlind sem land og jarðvegur er en sjálfbær nýting lands hefur mikil áhrif á fæðuöryggi í heiminum. Síðast en ekki síst má nefna að Ísland fékk inn tilvísun í lækningu á taugaskaða. Þetta framlag okkar er mikilvægt af því að þetta skjal verður þungamiðjan í starfi Sameinuðu þjóðanna næstu 15 árin. Við erum reiðubúin að takast á við þær áskoranir sem vinnu að nýju markmiðunum fylgja. Nú, þegar samningaviðræðum um nýju markmiðin er lokið, tekur við vinna við að kortleggja hvernig Ísland getur unnið að nýju markmiðunum bæði innanlands og í alþjóðlegri samvinnu. Við hvetjum Íslendinga til að kynna sér markmiðin og heitum á íslensku þjóðina að leggjast á eitt við að vinna að markmiðunum.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun