Gunnar hættur sem þjálfari kvennaliðs Selfoss | Tekur við karlaliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. september 2015 22:55 Gunnar gerði flotta hluti með kvennalið Selfoss. vísir/anton Gunnar Rafn Borgþórsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Selfoss og yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. Þetta kemur fram á Sunnlenska.is. Gunnar hættir því sem þjálfari kvennaliðsins sem hann hefur stýrt með góðum árangri undanfarin þrjú ár. Selfoss náði besta árangri í sögu félagsins í sumar þegar liðið endaði í 3. sæti Pepsi-deildar kvenna og komst auk þess annað árið í röð í úrslitaleik Borgunarbikarsins. Gunnar tók við karlaliði Selfoss um mitt síðasta sumar af Zoran Miljkovic og tókst að bjarga liðinu frá falli í 2. deild. Selfyssingar enduðu í 10. sæti 1. deildar í ár en liðið hefur átt erfitt uppdráttar síðan það féll úr Pepsi-deildinni 2012. Samhliða því að vera þjálfari karlaliðsins mun Gunnar sinna starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Selfossi. Hann mun sjá um stefnumótun í þjálfun yngri flokka félagsins og stýra teymi þjálfara meistaraflokks kvenna og 2. flokks karla og kvenna. „Þetta er mjög spennandi starf og býður upp á marga kosti fyrir mig sem þjálfara. Hluti af því að ég taki við karlaliðinu er að auka samkenndina og samvinnuna í klúbbnum. Kvennaliðið er komið á frábæran stað og hefur náð góðum árangri með öflugri umgjörð og mögnuðu starfsfólki. „Ég fann það þegar karla- og kvennaliðin fóru að vinna saman í sumar að það var jákvætt fyrir deildina í heild sinni. Ég er mjög ánægður með að Selfoss sé að taka þetta skref því við ætlum okkur að verða flottasti klúbbur á landinu, ekki bara í kvennaboltanum,“ er haft eftir Gunnari í frétt Sunnlenska. Á næstu vikum verður tilkynnt hver verður næsti þjálfari kvennaliðs Selfoss. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sjá meira
Gunnar Rafn Borgþórsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Selfoss og yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. Þetta kemur fram á Sunnlenska.is. Gunnar hættir því sem þjálfari kvennaliðsins sem hann hefur stýrt með góðum árangri undanfarin þrjú ár. Selfoss náði besta árangri í sögu félagsins í sumar þegar liðið endaði í 3. sæti Pepsi-deildar kvenna og komst auk þess annað árið í röð í úrslitaleik Borgunarbikarsins. Gunnar tók við karlaliði Selfoss um mitt síðasta sumar af Zoran Miljkovic og tókst að bjarga liðinu frá falli í 2. deild. Selfyssingar enduðu í 10. sæti 1. deildar í ár en liðið hefur átt erfitt uppdráttar síðan það féll úr Pepsi-deildinni 2012. Samhliða því að vera þjálfari karlaliðsins mun Gunnar sinna starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Selfossi. Hann mun sjá um stefnumótun í þjálfun yngri flokka félagsins og stýra teymi þjálfara meistaraflokks kvenna og 2. flokks karla og kvenna. „Þetta er mjög spennandi starf og býður upp á marga kosti fyrir mig sem þjálfara. Hluti af því að ég taki við karlaliðinu er að auka samkenndina og samvinnuna í klúbbnum. Kvennaliðið er komið á frábæran stað og hefur náð góðum árangri með öflugri umgjörð og mögnuðu starfsfólki. „Ég fann það þegar karla- og kvennaliðin fóru að vinna saman í sumar að það var jákvætt fyrir deildina í heild sinni. Ég er mjög ánægður með að Selfoss sé að taka þetta skref því við ætlum okkur að verða flottasti klúbbur á landinu, ekki bara í kvennaboltanum,“ er haft eftir Gunnari í frétt Sunnlenska. Á næstu vikum verður tilkynnt hver verður næsti þjálfari kvennaliðs Selfoss.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sjá meira