Pútín ávarpar allsherjarþingið: Aðgerðir Bandaríkjamanna efldu Íslamska ríkið Bjarki Ármannsson skrifar 28. september 2015 18:13 Frá ávarpi Pútíns á þinginu í dag. Vísir/EPA Vladimír Pútín Rússlandsforseti gagnrýndi aðgerðir Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum undanfarin ár í fyrstu ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í áratug í dag. Pútin sagði að innrás Bandaríkjamanna í Írak árið 2003 hefði eflt hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið og að Bashar al-Assad Sýrlandsforseti, sem Rússar hafa undanfarið stutt með vopnaafhendingum, væri sá eini sem væri í raun að berjast gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Ríkisstjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta hefur lýst því skýrt yfir að Assad þurfi að láta af völdum ef binda eigi enda á borgarastyrjöldina í Sýrlandi en Pútín sagðist telja að það væru mistök að vinna ekki með sitjandi ríkisstjórn landsins.#Russia Pres Putin #UNGA speech jabs at US "interference" in MidEast & N Africa: "do you realise now what you've done?"— Suzanne Kianpour (@KianpourWorld) September 28, 2015 Í ávarpi sínu sagði Rússlandsleiðtoginn að hann hyggist brátt boða sérstakan ráðherrafund til að ræða hinar ýmsu hættur sem staða að Mið-Austurlöndum. Ef hægt væri að mynda bandalag þjóða til að berjast gegn Íslamska ríkinu, væri um leið hægt að binda enda á hinn hinn „mikla og sorglega“ mannflótta frá Sýrlandi sem nú stendur yfir. Líkt og búast mátti við, nýtti Pútín einnig tækifærið til þess að gagnrýna viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins og Bandaríkjanna gegn Rússlandi. Hann sagði aðgerðirnar ganga gegn þeim hugmyndum sem Sameinuðu þjóðirnar stæðu fyrir. Um milliríkjaviðskipti og heimsefnahaginn sagði Pútín að búið væri að „breyta reglunum“ og að fámennur forréttindahópur nyti góðs af því. Pútín mun að allsherjarþinginu loknu funda með Barack Obama Bandaríkjaforseta, í fyrsta sinn í tæpt ár. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Obama á allsherjarþinginu: Bandaríkjastjórn getur starfað með Rússum og Írönum Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin séu reiðubúin að vinna með hvaða ríki sem er til að binda megi enda á stríðsástandið í Sýrlandi. 28. september 2015 14:56 Pútín vill samstilltar aðgerðir gegn Íslamska ríkinu Fundar með Bandaríkjaforseta í dag. 28. september 2015 07:05 Cameron vill að Assad svari til saka Forsætisráðherra Breta segir að Assad hafi brotið alþjóðalög og sé ábyrgur fyrir átökunum í Sýrlandi. 27. september 2015 17:48 Ban Ki-Moon: Samstarf fimm ríkja nauðsynlegt vegna stríðsástandsins í Sýrlandi Framkvæmdastjórinn lét orðin falla í ræðu sinni á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. 28. september 2015 13:45 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti gagnrýndi aðgerðir Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum undanfarin ár í fyrstu ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í áratug í dag. Pútin sagði að innrás Bandaríkjamanna í Írak árið 2003 hefði eflt hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið og að Bashar al-Assad Sýrlandsforseti, sem Rússar hafa undanfarið stutt með vopnaafhendingum, væri sá eini sem væri í raun að berjast gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Ríkisstjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta hefur lýst því skýrt yfir að Assad þurfi að láta af völdum ef binda eigi enda á borgarastyrjöldina í Sýrlandi en Pútín sagðist telja að það væru mistök að vinna ekki með sitjandi ríkisstjórn landsins.#Russia Pres Putin #UNGA speech jabs at US "interference" in MidEast & N Africa: "do you realise now what you've done?"— Suzanne Kianpour (@KianpourWorld) September 28, 2015 Í ávarpi sínu sagði Rússlandsleiðtoginn að hann hyggist brátt boða sérstakan ráðherrafund til að ræða hinar ýmsu hættur sem staða að Mið-Austurlöndum. Ef hægt væri að mynda bandalag þjóða til að berjast gegn Íslamska ríkinu, væri um leið hægt að binda enda á hinn hinn „mikla og sorglega“ mannflótta frá Sýrlandi sem nú stendur yfir. Líkt og búast mátti við, nýtti Pútín einnig tækifærið til þess að gagnrýna viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins og Bandaríkjanna gegn Rússlandi. Hann sagði aðgerðirnar ganga gegn þeim hugmyndum sem Sameinuðu þjóðirnar stæðu fyrir. Um milliríkjaviðskipti og heimsefnahaginn sagði Pútín að búið væri að „breyta reglunum“ og að fámennur forréttindahópur nyti góðs af því. Pútín mun að allsherjarþinginu loknu funda með Barack Obama Bandaríkjaforseta, í fyrsta sinn í tæpt ár.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Obama á allsherjarþinginu: Bandaríkjastjórn getur starfað með Rússum og Írönum Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin séu reiðubúin að vinna með hvaða ríki sem er til að binda megi enda á stríðsástandið í Sýrlandi. 28. september 2015 14:56 Pútín vill samstilltar aðgerðir gegn Íslamska ríkinu Fundar með Bandaríkjaforseta í dag. 28. september 2015 07:05 Cameron vill að Assad svari til saka Forsætisráðherra Breta segir að Assad hafi brotið alþjóðalög og sé ábyrgur fyrir átökunum í Sýrlandi. 27. september 2015 17:48 Ban Ki-Moon: Samstarf fimm ríkja nauðsynlegt vegna stríðsástandsins í Sýrlandi Framkvæmdastjórinn lét orðin falla í ræðu sinni á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. 28. september 2015 13:45 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira
Obama á allsherjarþinginu: Bandaríkjastjórn getur starfað með Rússum og Írönum Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin séu reiðubúin að vinna með hvaða ríki sem er til að binda megi enda á stríðsástandið í Sýrlandi. 28. september 2015 14:56
Pútín vill samstilltar aðgerðir gegn Íslamska ríkinu Fundar með Bandaríkjaforseta í dag. 28. september 2015 07:05
Cameron vill að Assad svari til saka Forsætisráðherra Breta segir að Assad hafi brotið alþjóðalög og sé ábyrgur fyrir átökunum í Sýrlandi. 27. september 2015 17:48
Ban Ki-Moon: Samstarf fimm ríkja nauðsynlegt vegna stríðsástandsins í Sýrlandi Framkvæmdastjórinn lét orðin falla í ræðu sinni á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. 28. september 2015 13:45