Segja Mueller ekki hafa fallið í loftárás Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2015 12:00 Kayla Mueller Vísir/EPA Vitni segja að Kayla Mueller, sem var fangi Íslamska ríkisins, hafi ekki fallið í loftárás eins og haldið hefur verið fram. Þess í stað hafi hún verið myrt af vígamönnum samtakanna, en Mueller var ítrekað nauðgað af Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS. Sextán ára stúlka sem BBC ræddi við segist hafa verið með Mueller í klefa í fangelsi. Stúlkunni var upprunalega haldið á heimili Baghdadi, en eftir að hún reyndi að flýja þaðan ásamt annarri stúlku voru þær settar í fangaklefa með Mueller. Þar segja þær að Mueller hafi reynt að hugsa um þær og vernda. Seinna voru þær þrjár þó fluttar á heimili Abu Sayyaff, sem var nokkurs konar fjármálastjóri ISIS. Baghdadi kom fljótt þangað og sagði þeim að ef þær myndu reyna að flýja aftur yrðu þær drepnar. Hann lét þær horfa á myndbönd af aftökum samtakanna til að sýna fram á að honum væri alvara. „Þetta mun gerast ef þið neitað að taka upp íslamska trú eða neitið að giftast þeim sem við segjum. Gleymið foreldrum ykkar, því þið munuð aldrei sleppa,“ sagði Baghdadi við þær.Sjá einnig: Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller Hann ræddi einnig við Kayla Mueller. Stúlkurnar segja að þar hafi hann sagt henni að hann ætlaði sér að giftast henni og ef hún myndi neita myndi hún hljóta sömu örlög og vinir hennar. Hann sýndi henni einnig myndbönd af aftökum vestrænna gísla, en hún þekkti nokkra þeirra. Stúlkurnar tvær flúðu af heimili Abu Sayyaf, þegar þeim var tilkynnt að þær myndu giftast tveimur vígamönnum ISIS. Þær reyndu að fá Mueller til að koma með sér, en hún sagði að útlit hennar myndi skemma fyrir. Skömmu seinna var því haldið fram af ISIS að Mueller hefði látið lífið í loftárás Jórdana. Önnur kona sem BBC ræddi við segir hins vegar að svo hafi ekki verið. Hún gengur undir nafninu Amshe og var 17 ára þegar hún var gerð að kynlífsþræl Haji Mutazz, næstráðanda ISIS. Hann sagði henni að foringjar samtakanna væru í keppni um hver myndi eignast Mueller. Amshe segir hann hafa hlegið þegar hann sá fregnir um að Mueller hefði fallið í loftárás. Hann sagði að þeir hefðu myrt hana vegna þess að hún væri bandarísk. Þrátt fyrir að Amshe sé eina heimild BBC fyrir sögunni, segir blaðamaðurinn sem talaði við hana að hún hafi verið mjög trúverðug. Þá hafa aðilar frá Bandaríkjunum rætt við hana og segja sögu hennar vera trúverðuga. Mið-Austurlönd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Vitni segja að Kayla Mueller, sem var fangi Íslamska ríkisins, hafi ekki fallið í loftárás eins og haldið hefur verið fram. Þess í stað hafi hún verið myrt af vígamönnum samtakanna, en Mueller var ítrekað nauðgað af Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS. Sextán ára stúlka sem BBC ræddi við segist hafa verið með Mueller í klefa í fangelsi. Stúlkunni var upprunalega haldið á heimili Baghdadi, en eftir að hún reyndi að flýja þaðan ásamt annarri stúlku voru þær settar í fangaklefa með Mueller. Þar segja þær að Mueller hafi reynt að hugsa um þær og vernda. Seinna voru þær þrjár þó fluttar á heimili Abu Sayyaff, sem var nokkurs konar fjármálastjóri ISIS. Baghdadi kom fljótt þangað og sagði þeim að ef þær myndu reyna að flýja aftur yrðu þær drepnar. Hann lét þær horfa á myndbönd af aftökum samtakanna til að sýna fram á að honum væri alvara. „Þetta mun gerast ef þið neitað að taka upp íslamska trú eða neitið að giftast þeim sem við segjum. Gleymið foreldrum ykkar, því þið munuð aldrei sleppa,“ sagði Baghdadi við þær.Sjá einnig: Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller Hann ræddi einnig við Kayla Mueller. Stúlkurnar segja að þar hafi hann sagt henni að hann ætlaði sér að giftast henni og ef hún myndi neita myndi hún hljóta sömu örlög og vinir hennar. Hann sýndi henni einnig myndbönd af aftökum vestrænna gísla, en hún þekkti nokkra þeirra. Stúlkurnar tvær flúðu af heimili Abu Sayyaf, þegar þeim var tilkynnt að þær myndu giftast tveimur vígamönnum ISIS. Þær reyndu að fá Mueller til að koma með sér, en hún sagði að útlit hennar myndi skemma fyrir. Skömmu seinna var því haldið fram af ISIS að Mueller hefði látið lífið í loftárás Jórdana. Önnur kona sem BBC ræddi við segir hins vegar að svo hafi ekki verið. Hún gengur undir nafninu Amshe og var 17 ára þegar hún var gerð að kynlífsþræl Haji Mutazz, næstráðanda ISIS. Hann sagði henni að foringjar samtakanna væru í keppni um hver myndi eignast Mueller. Amshe segir hann hafa hlegið þegar hann sá fregnir um að Mueller hefði fallið í loftárás. Hann sagði að þeir hefðu myrt hana vegna þess að hún væri bandarísk. Þrátt fyrir að Amshe sé eina heimild BBC fyrir sögunni, segir blaðamaðurinn sem talaði við hana að hún hafi verið mjög trúverðug. Þá hafa aðilar frá Bandaríkjunum rætt við hana og segja sögu hennar vera trúverðuga.
Mið-Austurlönd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira