Haukur Ingi: Ýmislegt sem má gera betur hjá Keflavík Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. september 2015 19:41 Haukur Ingi. Vísir/Valli Haukur Ingi Guðnason, annar þjálfara Keflvíkur, var vitanlega svekktur með 3-2 tapið gegn Val í kvöld. Með því varð endanlega ljóst að Keflavík er fallið úr Pepsi-deild karla. „Það er enginn ánægður með að falla niður í deild. En þetta hefur verið yfirvofandi í langan tíma og eftir tapið gegn ÍBV var þetta orðið ansi svart. Við héldum í vonina en hún fór endanlega í dag,“ sagði Haukur Ingi sem ásamt Jóhanni Birni Guðmundssyni tók við þjálfun liðsins af Kristjáni Guðmundssyni í byrjun júní. „Það var enginn byrjaður að örvænta þá enda nóg eftir af mótinu. En varnarleikurinn hefur verið stóra vandamálið hjá okkur í allt sumar og við fengum þrjú mörk á okkur í dag. Ef við skoðum leiki Keflavíkur í ár, sama í hvaða móti það er, þá hefur liðið ekki haldið hreinu í neinum leik.“ „Nú erum við byrjaðir að horfa til framtíðar. Eftir síðasta leik settumst við niður fórum við yfir stöðina og við viljum nota síðustu leikina á tímabilinu til að að þétta raðirnar og undirbúa liðið sem best fyrir næsta tímabil í 1. deildinni.“ Haukur Ingi segir að það hafi verið margt jákvætt í gangi hjá félaginu sjálfur í sumar þó svo að það hafi ýmislegt mátt betur fara. „En þegar staðan er jafn slæm og hún hefur verið þá byrjar maður að horfa í baksýnisspegilinn og þó svo að það sé ekkert stórvægilegt að þá er ýmislegt sem má gera betur. Við höfum rætt þetta við stjórnina og það eru allir sammála um það.“ „Það er aldrei gott að falla en stundum getur það virkað sem áminning fyrir félagið. Nú þurfum við að byggja upp aftur.“ Hann segist sjálfur ekki vita nú hvort hann verði áfram þjálfari Keflavíkur. „Við þurfum að skoða það. Ég og Jóhann erum saman í þessu ásamt Gunnari Magnúsi og við gerðum samning út tímabilið. Við þurfum svo að skoða í lok tímabilsins hvort að það sé áhugi til að halda áfram.“ Haukur Ingi segist vera ánægður með fyrri hálfleikinn í dag. „Það hefur vantað gleði hjá okkur í síðustu leikjum og við sáum það í fyrri hálfleik í dag. En Valsararnir gáfu í í seinni hálfleik og fengu víti snemma. Ég held að það sé reyndar níunda eða tíunda vítið sem Keflavík fær á sig í sumar, sem er ótrúlegt.“ „Við sköllum svo í slá eftir að þeir komast yfir og það er saga sumarsins hvað okkur varða. Það voru þó jákvæðir punktar hjá liðinu en stóra málið er að við fengum þrjú mörk á okkur. Þá þurfum við að skora fjögur mörk til að fá eitthvað úr leiknum og það er bara of mikið.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón Árni: Engin óeining í leikmannahópnum Guðjón Árni Antoníusson, fyrirliði Keflavíkur, segir það ekki rétt að stjórnarkosning í knattspyrnudeild félagsins hafi haft áhrif á leikmenn liðsins. 13. september 2015 20:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Keflavík 3-2 | Keflavík fallið Keflavík féll í dag úr Pepsi-deild karla eftir 3-2 tap gegn Val í Pepsi-deild karla í dag. 13. september 2015 19:45 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Haukur Ingi Guðnason, annar þjálfara Keflvíkur, var vitanlega svekktur með 3-2 tapið gegn Val í kvöld. Með því varð endanlega ljóst að Keflavík er fallið úr Pepsi-deild karla. „Það er enginn ánægður með að falla niður í deild. En þetta hefur verið yfirvofandi í langan tíma og eftir tapið gegn ÍBV var þetta orðið ansi svart. Við héldum í vonina en hún fór endanlega í dag,“ sagði Haukur Ingi sem ásamt Jóhanni Birni Guðmundssyni tók við þjálfun liðsins af Kristjáni Guðmundssyni í byrjun júní. „Það var enginn byrjaður að örvænta þá enda nóg eftir af mótinu. En varnarleikurinn hefur verið stóra vandamálið hjá okkur í allt sumar og við fengum þrjú mörk á okkur í dag. Ef við skoðum leiki Keflavíkur í ár, sama í hvaða móti það er, þá hefur liðið ekki haldið hreinu í neinum leik.“ „Nú erum við byrjaðir að horfa til framtíðar. Eftir síðasta leik settumst við niður fórum við yfir stöðina og við viljum nota síðustu leikina á tímabilinu til að að þétta raðirnar og undirbúa liðið sem best fyrir næsta tímabil í 1. deildinni.“ Haukur Ingi segir að það hafi verið margt jákvætt í gangi hjá félaginu sjálfur í sumar þó svo að það hafi ýmislegt mátt betur fara. „En þegar staðan er jafn slæm og hún hefur verið þá byrjar maður að horfa í baksýnisspegilinn og þó svo að það sé ekkert stórvægilegt að þá er ýmislegt sem má gera betur. Við höfum rætt þetta við stjórnina og það eru allir sammála um það.“ „Það er aldrei gott að falla en stundum getur það virkað sem áminning fyrir félagið. Nú þurfum við að byggja upp aftur.“ Hann segist sjálfur ekki vita nú hvort hann verði áfram þjálfari Keflavíkur. „Við þurfum að skoða það. Ég og Jóhann erum saman í þessu ásamt Gunnari Magnúsi og við gerðum samning út tímabilið. Við þurfum svo að skoða í lok tímabilsins hvort að það sé áhugi til að halda áfram.“ Haukur Ingi segist vera ánægður með fyrri hálfleikinn í dag. „Það hefur vantað gleði hjá okkur í síðustu leikjum og við sáum það í fyrri hálfleik í dag. En Valsararnir gáfu í í seinni hálfleik og fengu víti snemma. Ég held að það sé reyndar níunda eða tíunda vítið sem Keflavík fær á sig í sumar, sem er ótrúlegt.“ „Við sköllum svo í slá eftir að þeir komast yfir og það er saga sumarsins hvað okkur varða. Það voru þó jákvæðir punktar hjá liðinu en stóra málið er að við fengum þrjú mörk á okkur. Þá þurfum við að skora fjögur mörk til að fá eitthvað úr leiknum og það er bara of mikið.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón Árni: Engin óeining í leikmannahópnum Guðjón Árni Antoníusson, fyrirliði Keflavíkur, segir það ekki rétt að stjórnarkosning í knattspyrnudeild félagsins hafi haft áhrif á leikmenn liðsins. 13. september 2015 20:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Keflavík 3-2 | Keflavík fallið Keflavík féll í dag úr Pepsi-deild karla eftir 3-2 tap gegn Val í Pepsi-deild karla í dag. 13. september 2015 19:45 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Guðjón Árni: Engin óeining í leikmannahópnum Guðjón Árni Antoníusson, fyrirliði Keflavíkur, segir það ekki rétt að stjórnarkosning í knattspyrnudeild félagsins hafi haft áhrif á leikmenn liðsins. 13. september 2015 20:15
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Keflavík 3-2 | Keflavík fallið Keflavík féll í dag úr Pepsi-deild karla eftir 3-2 tap gegn Val í Pepsi-deild karla í dag. 13. september 2015 19:45
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann