Sérstakur saksóknari telur dómsformann í Aurum-málinu hliðhollan sakborningum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. september 2015 12:20 Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari í Héraðsdómi Reykjvaíkur í morgun. vísir/gva Munnlegur málflutningur um kröfu ákæruvaldsins þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Guðjón var dómsformaður í fjölskipuðum dómi í málinu en aðrir dómarar voru Arngrímur Ísberg, héraðsdómari, og Sverrir Ólafsson, sérfróður meðdómandi. Eins og kunnugt er ómerkti Hæstiréttur í apríl síðastliðnum sýknudóm héraðdóms frá því í júní í fyrra vegna vanhæfis Sverris til að dæma í málinu. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar, eins stærsta eiganda Kaupþings fyrir hrun, en Ólafur hlaut fangelsisdóm í Al Thani-málinu.Sagði sérstakan hafa vegið gróflega að starfsheiðri sínum Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, flytur málið. Telur hann að efast megi um óhlutdrægni dómsformanns vegna orða hans, annars vegar í tölvupósti til ríkissaksóknara sem sendur var í febrúar á þessu ári og hins vegar í grein sem hann hugðist birta í Fréttablaðinu sumarið 2014 vegna ummæla sem höfðu voru eftir Ólafi Þór í fjölmiðlum stuttu eftir að dómur féll í fyrra. Meðal annars var haft eftir Ólafi Þór að honum hafi verið ókunnugt um ættartengsl Sverris og Ólafs en dómsformaðurinn hefur haldið öðru fram og sagt saksóknara hafa verið meðvitaðan um tengslin. Í umræddum tölvupósti frá Guðjóni til ríkissaksóknara segir hann að sérstakur saksóknari hafi með ummælum sínum verið með ómaklegar aðdróttanir í hans garð og garð sérfróðs meðdómanda. Þá sagði Guðjón í blaðagreinininn sem hann ætlaði að birta að Ólafur Þór hefði vegið gróflega að starfsheiðri sínum.Telur að í skrifunum birtist neikvæð viðhorf í garð saksóknara Blaðagreinin var aldrei birt en hins vegar lögð fram sem gagn af hálfu verjenda í Hæstarétti þegar ómerkingakrafa ríkissaksóknara var tekin þar fyrir. Telur sérstakur saksóknari það ljóst, bæði af tímasetningu tölvupósts Guðjóns til ríkissaksóknara og að hann lét verjendum sakborninga í té umrædda blaðagrein máli sakborninga til stuðnings, að dómsformaður sé hliðhollur þeirra málstað. Þá gerði saksóknari jafnframt að umtalsefni að Guðjón ætlaði að birta umrædda grein í Fréttablaðinu en einn sakborninga í Aurum-málinu, Jón Ásgeir Jóhannesson, er giftur eiganda blaðsins, Ingibjörgu Pálmadóttur. Að mati Ólafs Þórs birtast í skrifum dómsformanns neikvæð viðhorf í garð sérstaks saksóknara og megi því draga óhlutdrægni hans í efa. Ekki sé hægt að bera traust til dómsins í ljósi þess sem Guðjón hefur áður látið frá sér og því beri honum að víkja sæti að mati saksóknara. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Sverrir skilur ekkert í því af hverju hann var ekki yfirheyrður Sverrir Ólafsson, meðdómari í Aurum-málinu, segir að ummæli sem hann lét falla í viðtali við RÚV um sérstakan saksóknara hafi verið viðbrögð við ómaklegri árás. Hann hefði átt að orða hlutina öðruvísi. 30. apríl 2015 09:08 Aurum-málið: „Beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara“ Verjendur í Aurum-málinu fóru fram á það í Hæstarétti í dag að ómerkingarkröfu ákæruvaldsins yrði hafnað. 13. apríl 2015 13:30 Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32 Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Munnlegur málflutningur um kröfu ákæruvaldsins þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Guðjón var dómsformaður í fjölskipuðum dómi í málinu en aðrir dómarar voru Arngrímur Ísberg, héraðsdómari, og Sverrir Ólafsson, sérfróður meðdómandi. Eins og kunnugt er ómerkti Hæstiréttur í apríl síðastliðnum sýknudóm héraðdóms frá því í júní í fyrra vegna vanhæfis Sverris til að dæma í málinu. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar, eins stærsta eiganda Kaupþings fyrir hrun, en Ólafur hlaut fangelsisdóm í Al Thani-málinu.Sagði sérstakan hafa vegið gróflega að starfsheiðri sínum Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, flytur málið. Telur hann að efast megi um óhlutdrægni dómsformanns vegna orða hans, annars vegar í tölvupósti til ríkissaksóknara sem sendur var í febrúar á þessu ári og hins vegar í grein sem hann hugðist birta í Fréttablaðinu sumarið 2014 vegna ummæla sem höfðu voru eftir Ólafi Þór í fjölmiðlum stuttu eftir að dómur féll í fyrra. Meðal annars var haft eftir Ólafi Þór að honum hafi verið ókunnugt um ættartengsl Sverris og Ólafs en dómsformaðurinn hefur haldið öðru fram og sagt saksóknara hafa verið meðvitaðan um tengslin. Í umræddum tölvupósti frá Guðjóni til ríkissaksóknara segir hann að sérstakur saksóknari hafi með ummælum sínum verið með ómaklegar aðdróttanir í hans garð og garð sérfróðs meðdómanda. Þá sagði Guðjón í blaðagreinininn sem hann ætlaði að birta að Ólafur Þór hefði vegið gróflega að starfsheiðri sínum.Telur að í skrifunum birtist neikvæð viðhorf í garð saksóknara Blaðagreinin var aldrei birt en hins vegar lögð fram sem gagn af hálfu verjenda í Hæstarétti þegar ómerkingakrafa ríkissaksóknara var tekin þar fyrir. Telur sérstakur saksóknari það ljóst, bæði af tímasetningu tölvupósts Guðjóns til ríkissaksóknara og að hann lét verjendum sakborninga í té umrædda blaðagrein máli sakborninga til stuðnings, að dómsformaður sé hliðhollur þeirra málstað. Þá gerði saksóknari jafnframt að umtalsefni að Guðjón ætlaði að birta umrædda grein í Fréttablaðinu en einn sakborninga í Aurum-málinu, Jón Ásgeir Jóhannesson, er giftur eiganda blaðsins, Ingibjörgu Pálmadóttur. Að mati Ólafs Þórs birtast í skrifum dómsformanns neikvæð viðhorf í garð sérstaks saksóknara og megi því draga óhlutdrægni hans í efa. Ekki sé hægt að bera traust til dómsins í ljósi þess sem Guðjón hefur áður látið frá sér og því beri honum að víkja sæti að mati saksóknara.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Sverrir skilur ekkert í því af hverju hann var ekki yfirheyrður Sverrir Ólafsson, meðdómari í Aurum-málinu, segir að ummæli sem hann lét falla í viðtali við RÚV um sérstakan saksóknara hafi verið viðbrögð við ómaklegri árás. Hann hefði átt að orða hlutina öðruvísi. 30. apríl 2015 09:08 Aurum-málið: „Beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara“ Verjendur í Aurum-málinu fóru fram á það í Hæstarétti í dag að ómerkingarkröfu ákæruvaldsins yrði hafnað. 13. apríl 2015 13:30 Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32 Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Sverrir skilur ekkert í því af hverju hann var ekki yfirheyrður Sverrir Ólafsson, meðdómari í Aurum-málinu, segir að ummæli sem hann lét falla í viðtali við RÚV um sérstakan saksóknara hafi verið viðbrögð við ómaklegri árás. Hann hefði átt að orða hlutina öðruvísi. 30. apríl 2015 09:08
Aurum-málið: „Beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara“ Verjendur í Aurum-málinu fóru fram á það í Hæstarétti í dag að ómerkingarkröfu ákæruvaldsins yrði hafnað. 13. apríl 2015 13:30
Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32
Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10
Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15