Halldór Jóhann: Vorum ekki úrvalsdeildarhæfir í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2015 21:23 Halldór er á sínu öðru tímabili sem þjálfari FH. vísir/stefán FH steinlá fyrir nýliðum Gróttu á útivelli í 2. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Jafnræði var með liðunum framan af en um miðjan fyrri hálfleikinn tóku heimamenn völdin og fóru með sex marka forskot inn í hálfleikinn. Í seinni hálfleik dró enn í sundur með liðunum og þegar yfir lauk munaði sjö mörkum á þeim, 33-26. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var ómyrkur í máli eftir leikinn og var verulega ósáttur með sitt lið. "Við spiluðum ekki vörn, nema fyrstu 10 mínúturnar, og köstuðum boltanum frá okkur trekk í trekk. Þeir komust í hraðaupphlaup, unnu sig inn í leikinn og öðluðust trú. "Við gáfum eftir, brotnuðum og færðum þeim þetta upp í hendurnar án þess að gera nokkurn skapaðan hlut," sagði Halldór sem gagnrýndi sína reynslumestu menn fyrir slakan leik en það var á köflum ótrúlega að horfa til reyndra manna í FH-liðinu kastandi boltanum frá sér í tíma og ótíma. "Þetta var bara óðagot. Mínir reynslumestu menn voru gjörsamlega úti á þekju. Það voru yngstu mennirnir sem drógu vagninn þegar á leið og náðu að minnka muninn. Þetta er óásættanlegt," sagði Halldór og hélt áfram: "Við þurfum að líta í eigin barm og skoða allan okkar undirbúning. Ég þarf að skoða margt sem viðkemur því sem við erum að gera. Ef þetta heldur svona áfram hef ég virkilegar áhyggjur og mér finnst þetta ekki vera boðlegt. Við erum ekki úrvalsdeildarhæfir eins og við spiluðum í dag." Reynslumesti leikmaður FH, Andri Berg Haraldsson, fékk að líta rauða spjaldið eftir 39 mínútna leik fyrir brot á Aroni Degi Pálssyni. Halldór sagði dóminn réttan. "Þetta var hárrétt, þaðan sem ég sá þetta. Hann var kominn í gegn og hann rífur í hann. Það er rautt spjald. Reglurnar eru skýrar," sagði Halldór að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Dagskráin í dag: Ronaldo og félagar í beinni útsendingu Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Fleiri fréttir Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Sjá meira
FH steinlá fyrir nýliðum Gróttu á útivelli í 2. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Jafnræði var með liðunum framan af en um miðjan fyrri hálfleikinn tóku heimamenn völdin og fóru með sex marka forskot inn í hálfleikinn. Í seinni hálfleik dró enn í sundur með liðunum og þegar yfir lauk munaði sjö mörkum á þeim, 33-26. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var ómyrkur í máli eftir leikinn og var verulega ósáttur með sitt lið. "Við spiluðum ekki vörn, nema fyrstu 10 mínúturnar, og köstuðum boltanum frá okkur trekk í trekk. Þeir komust í hraðaupphlaup, unnu sig inn í leikinn og öðluðust trú. "Við gáfum eftir, brotnuðum og færðum þeim þetta upp í hendurnar án þess að gera nokkurn skapaðan hlut," sagði Halldór sem gagnrýndi sína reynslumestu menn fyrir slakan leik en það var á köflum ótrúlega að horfa til reyndra manna í FH-liðinu kastandi boltanum frá sér í tíma og ótíma. "Þetta var bara óðagot. Mínir reynslumestu menn voru gjörsamlega úti á þekju. Það voru yngstu mennirnir sem drógu vagninn þegar á leið og náðu að minnka muninn. Þetta er óásættanlegt," sagði Halldór og hélt áfram: "Við þurfum að líta í eigin barm og skoða allan okkar undirbúning. Ég þarf að skoða margt sem viðkemur því sem við erum að gera. Ef þetta heldur svona áfram hef ég virkilegar áhyggjur og mér finnst þetta ekki vera boðlegt. Við erum ekki úrvalsdeildarhæfir eins og við spiluðum í dag." Reynslumesti leikmaður FH, Andri Berg Haraldsson, fékk að líta rauða spjaldið eftir 39 mínútna leik fyrir brot á Aroni Degi Pálssyni. Halldór sagði dóminn réttan. "Þetta var hárrétt, þaðan sem ég sá þetta. Hann var kominn í gegn og hann rífur í hann. Það er rautt spjald. Reglurnar eru skýrar," sagði Halldór að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Dagskráin í dag: Ronaldo og félagar í beinni útsendingu Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Fleiri fréttir Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Sjá meira