Íslenski boltinn

Þróttur þarf að bíða

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Vísir/Andri Marinó
Þróttur komst ekki upp í Pepsi-deild karla í kvöld eins og liðið vonaðist til að gera, en það gerði 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Haukum.

Þróttur hefði komist upp með sigri á Haukum í kvöld, en liðið lenti 1-0 undir á 14. mínútu þegar Björgvin Stefánsson skoraði sitt 20. mark á tímabilinu.

Jón Arnar Barðdal, sem er í láni frá Stjörnunni, jafnaði metin, 1-1, á 43. mínútu og þurfti Þróttur þá aðeins eitt mark til að komast sér upp í deild þeirra bestu.

Heimamenn fengu gullið tækifæri til að vinna leikinn þegar dæmd var vítaspyrna á 60. mínútu. Viktor Jónsson, sem var búinn að skora 18 mörk fyrir leikinn, fór á punktinn en skaut í stöngina.

Viktor fékk annað dauðafæri í uppbótartíma, en þá skaut hann framhjá. Þróttara sóttu stíft en hinir ólseigu Haukar náðu í gott stig.

Þrátt fyrir úrslitin í kvöld er Þróttur í fínni stöðu fyrir lokaumferðina. Þróttarar eru með 41 stig, þremur stigum meira en KA og Þór og eiga sex mörk á KA-menn.

Þróttur þarf að tapa stórt gegn Selfossi í lokaumferðinni og KA-menn að vinna Þórsarar sannfærandi ætli þeir að stela Pepsi-deildarsætinu af Þrótti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×