Bjarni um kjararáð: „Þetta kerfi er handónýtt“ ingvar haraldsson skrifar 16. september 2015 11:09 Bjarni Benediktsson gagnrýndi að ríkisforstjórar væru í sumum tilfellum á lægri launum en undirmenn sínir. vísir/gva „Fyrirkomulagið er handónýtt, bara handónýtt, það eru stjórnmálamenn sem eru búnir að eyðileggja það,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á fundi á Grand hótel í morgun þar sem hann kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs og undirbúning að nýjum heildarlögum um stofnanakerfi ríkisins fyrir stjórnsýslufræðingum og forstöðumönnum ríkisstofnana. „Það var gripið inn í ákvarðanir kjaradóms á sínum tíma enda voru þá ekki nema fimm mánuðir til kosninga og ekki hægt að hlaupa í kosningar með þá niðurstöðu án þess að stjórnmálamenn stigi fram. Síðan var kjararáði, því voru lagðar línur eftir hrunið, það átti að sýna gott fordæmi með því,“ sagði Bjarni og vísaði þar til stefnu sem sett var af síðustu ríkisstjórn um að laun æðstu yfirmanna ríkisins yrðu ekki hærri en laun forsætisráðherra. „Hvert var það fordæmi þegar uppi var staðið? Bara veruleg kjaragliðnun sem er niðurstaðan. Það hanga enn þá inni í kjararáðslögunum alls konar ákvæði sem gera í rauninni kjararáði ómögulegt að uppfylla meginmarkmið sitt, sem er að tryggja að þeir sem með lögum hafa þurft að sæta því að samningsrétturinn var hafður af þeim. Þeir eiga að fá að njóta sömu kjara og þeir sem eru að gegna sambærilegum stöðum og á hvílir sambærileg ábyrgð,“sagði ráðherrann.Þarf að henda kerfinu og byrja upp á nýttBjarni kallar eftir því að lögin verði endurskoðuð í heild sinni. Hann hafi átt fundi með formönnum allra flokka á Alþingi um málið en stjórnmálamenn þyrðu ekki að ríða á vaðið vegna ástandsins á vinnumarkaði. „Þess vegna segi ég, það þarf að henda þessu kerfi, það er bara ónýtt og ég held að meginmarkmiðið eigi að vera það að stórfækka þeim sem samningsrétturinn er tekinn af.“Bjarni sagði stjórnmálamenn hafa eyðilagt kjararáðskerfið.vísir/gvaFáránlegt að undirmenn séu launahærri en forstjórinnBjarni gagnrýndi að fyrirtæki í ríkiseigu gert samninga við forstjóra sem væru í takt við það sem viðgengst á hinum almenna markaði. „Það er auðvitað fráleitt að við séum með fjölda stjórna hér þar sem ríkið er meirihlutaeigandi sem geta ekki gert samninga við sína starfsmenn. Það er auðvitað fráleitt að við séum með forstjóra út um allt í stjórnkerfinu hjá okkur sem að eru lentir í þeirri stöðu að til þess að halda í lykilstarfsmenn, til að keppa við markaðinn, þurfa að ganga frá samningum sem eru langt fyrir ofan það sem forstjórinn sjálfur þiggur á grundvelli niðurstöðu kjararáðs,“ sagði hann. Þá ættu ekki fleiri að falla undir kjararáð en nauðsynlegt væri. „Mín skoðun er sú að við þurfum að koma að hreinu borði og spyrja okkur í hvað tilfellum er nauðsynlegt að taka með lögum samningsréttinn af mönnum, hvernig eigum við að tryggja að þeir sem fái það hlutverk fái að gera það í friði. Aðrir eiga að vera lausir undan þessu fyrirkomulagi.“ Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
„Fyrirkomulagið er handónýtt, bara handónýtt, það eru stjórnmálamenn sem eru búnir að eyðileggja það,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á fundi á Grand hótel í morgun þar sem hann kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs og undirbúning að nýjum heildarlögum um stofnanakerfi ríkisins fyrir stjórnsýslufræðingum og forstöðumönnum ríkisstofnana. „Það var gripið inn í ákvarðanir kjaradóms á sínum tíma enda voru þá ekki nema fimm mánuðir til kosninga og ekki hægt að hlaupa í kosningar með þá niðurstöðu án þess að stjórnmálamenn stigi fram. Síðan var kjararáði, því voru lagðar línur eftir hrunið, það átti að sýna gott fordæmi með því,“ sagði Bjarni og vísaði þar til stefnu sem sett var af síðustu ríkisstjórn um að laun æðstu yfirmanna ríkisins yrðu ekki hærri en laun forsætisráðherra. „Hvert var það fordæmi þegar uppi var staðið? Bara veruleg kjaragliðnun sem er niðurstaðan. Það hanga enn þá inni í kjararáðslögunum alls konar ákvæði sem gera í rauninni kjararáði ómögulegt að uppfylla meginmarkmið sitt, sem er að tryggja að þeir sem með lögum hafa þurft að sæta því að samningsrétturinn var hafður af þeim. Þeir eiga að fá að njóta sömu kjara og þeir sem eru að gegna sambærilegum stöðum og á hvílir sambærileg ábyrgð,“sagði ráðherrann.Þarf að henda kerfinu og byrja upp á nýttBjarni kallar eftir því að lögin verði endurskoðuð í heild sinni. Hann hafi átt fundi með formönnum allra flokka á Alþingi um málið en stjórnmálamenn þyrðu ekki að ríða á vaðið vegna ástandsins á vinnumarkaði. „Þess vegna segi ég, það þarf að henda þessu kerfi, það er bara ónýtt og ég held að meginmarkmiðið eigi að vera það að stórfækka þeim sem samningsrétturinn er tekinn af.“Bjarni sagði stjórnmálamenn hafa eyðilagt kjararáðskerfið.vísir/gvaFáránlegt að undirmenn séu launahærri en forstjórinnBjarni gagnrýndi að fyrirtæki í ríkiseigu gert samninga við forstjóra sem væru í takt við það sem viðgengst á hinum almenna markaði. „Það er auðvitað fráleitt að við séum með fjölda stjórna hér þar sem ríkið er meirihlutaeigandi sem geta ekki gert samninga við sína starfsmenn. Það er auðvitað fráleitt að við séum með forstjóra út um allt í stjórnkerfinu hjá okkur sem að eru lentir í þeirri stöðu að til þess að halda í lykilstarfsmenn, til að keppa við markaðinn, þurfa að ganga frá samningum sem eru langt fyrir ofan það sem forstjórinn sjálfur þiggur á grundvelli niðurstöðu kjararáðs,“ sagði hann. Þá ættu ekki fleiri að falla undir kjararáð en nauðsynlegt væri. „Mín skoðun er sú að við þurfum að koma að hreinu borði og spyrja okkur í hvað tilfellum er nauðsynlegt að taka með lögum samningsréttinn af mönnum, hvernig eigum við að tryggja að þeir sem fái það hlutverk fái að gera það í friði. Aðrir eiga að vera lausir undan þessu fyrirkomulagi.“
Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent