Erlent

Tilbúnir til viðræðna við Rússland

Samúel Karl Ólason skrifar
Eyðileggingin í Sýrlandi er gífurleg.
Eyðileggingin í Sýrlandi er gífurleg. Vísir/AFP
Yfirvöld í Bandaríkjunum eru tilbúin til að taka boði Rússa um viðræður varðandi Sýrland. Rússar hafa verið að fjölga hermönnum og vopnum í Sýrlandi til stuðnings Bashar al-Assad, forseta landsins. Bandaríkin vilja Assad hins vegar úr valdastóli.

Josh Earnest, talsmaður Barack Obama, sagði að þeir vilji tala við stjórnvöld í Rússlandi um að einbeita sér að baráttunni gegn Íslamska ríkinu, í stað þess að styðja við Assad.

Samskipti á milli Rússlands og Bandaríkjanna hafa nánast verið lömuð frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu í fyrra. Samkvæmt AFP fréttaveitunni liggur ekki fyrir hvernig viðræður ríkjanna munu fara fram, né hvar og hvenær.

Moskva lítur á Assad sem helsta vopnið gegn vígahópum eins og ISIS, en Bandaríkin kenna honum um borgarastyrjöldina sem hefur staðið yfir í Sýrlandi í rúm fjögur ár. Minnst 240 þúsund manns hafa látið lífið og rúmlega fjórar milljónir hafa þurft að yfirgefa heimili sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×