Fari félagsmenn SFR í verkfall munu Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla leggjast af. Þetta er haft eftir Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóri ÁTVR í Morgunblaðinu.
Trúnaðarmannaráð SFR hefur lagt til að allsherjaratkvæðagreiðsla fari fram um boðun verkfalls sem skuli vera lokið þann 27. september næstkomandi.
Kjaradeilan þokast hægt en engir samningafundir hafur verið boðaður í deilu SFR og ríkisins.
Flestir starfsmenn Vínbúða eru félagsmenn í SFR og því mun þurfa að loka þeim 49 Vínbúðum sem reknar eru um allt land.
Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall

Tengdar fréttir

SFR vill sömu launahækkanir og hjúkrunarfræðingar
Framkvæmdastjóri félagsins segir félasmenn til í verkfallsaðgerðir og á von á að atkvæðagreiðsla um það fari fram á næstunni.

Eina lausnin fram undan eru aðgerðir segir fólkið í SFR
Rætt var um kjaramál og stöðu mála í samningaviðræðum SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu og ríkisins á fjölmennum fundi trúnaðarmannaráðs SFR í gærkvöldi.