Ferðamenn eyddu 650 milljónum í skyndibita í ágúst Birgir Olgeirsson skrifar 18. september 2015 14:03 Hæstum upphæðum vörðu erlendir ferðamenn í gistingu eða um 4,9 milljörðum króna. Vísir/Pjetur Erlend greiðslukortavelta hér á landi var 22,2 milljarðar króna í ágúst síðastliðnum sem var 5,2 milljörðum króna hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra eða hækkun sem nemur 30,7 prósentum á milli ára. Þetta kemur fram í grein sem birtist á vef Rannsóknarseturs verslunarinnar en á fyrstu átta mánuðum þessa árs hefur erlend kortavelta aukist um 35 prósent frá sama átta mánaða tímabili í fyrra og hvert metið verið slegið af öðru í aukinni veltu.Skyndibiti fyrir 650 milljónirMeðal einstakra útgjaldaliða má greina að ferðamenn keyptu skyndibita fyrir um 649 milljónir króna í ágúst með greiðslukortum sínum, sem var um fjórðungur þeirrar kortaveltu sem ferðamenn vörðu til kaupa á veitingahúsum. Erlend kortavelta á hefðbundnum veitingahúsum og matsölustöðum nam hins vegar 1,7 milljarði króna eða um 65 prósent þess sem varið var í þennan útgjaldalið. Kortavelta á börum og krám var 223 milljónir króna.Vörðu 4,9 milljörðum í gistinguHæstum upphæðum vörðu erlendir ferðamenn í gistingu eða um 4,9 milljörðum króna. Mestur hluti þeirrar upphæðar er varið til gistinga á hótelum. Erlend kortavelta fyrir gistingu í öðru gistirými en hótelum nam 54 milljónum króna í mánuðinum. Hugsanlegt er að greiðsla fyrir heimagistingu (Airbnb o.fl.) fari fram gegnum erlenda færsluhirða og komi því ekki fram í kortaveltu íslenskra færsluhirða - eða að greitt sé með reiðufé.841 milljón í dagvöruverslunNæsthæstri upphæð vörðu erlendir ferðamenn til kaupa í íslenskum verslunum eða 3,6 milljörðum króna sem er 22 prósentum hærri upphæð en í ágúst í fyrra. Mest greiddu útlendingar með kortum sínum í dagvöruverslunum, eða 841 milljónir króna. Velta í gjafa- og minjagripaverslunum nam 524 milljónunum sem er 24 prósenta aukning frá sama mánuði í fyrra.Mestur vöxtur í skoðunarferðumEnn sem fyrr er mestur vöxtur í erlendri kortaveltu innlendra ferðaskipuleggjenda sem bjóða skoðunarferðir og hvers konar sérsniðnar ferðir. Kortavelta í þeim geira ferðaþjónustunnar nam 3,6 milljörðum króna sem var 69 prósentum hærri upphæð en í ágúst í fyrra.Hver með 117 þúsund af debetkortum Ef miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll greiddi hver þeirra að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 117 þús. kr. í ágúst. Það er um 5,9% hærri upphæð en í ágúst í fyrra. Með því að leiðrétta þessa upphæð fyrir verðlagsbreytingum síðustu 12 mánaða nam hækkunin um 3,6% á milli ára.Svisslendingar og Rússa eyða mestu Ferðamenn frá Sviss og Rússlandi keyptu að jafnaði fyrir hæstu upphæðir með greiðslukortum í ágúst eða 159 þús. kr. á hvern svissneskan ferðamann og 153 þús. kr. á hvern rússneskan ferðamann.Veltan ræðst af lengd dvalar Velta eftir þjóðernum ræðst meðal annars af því hversu löng dvölin hér á landi er og hvort greitt hafi verið fyrir ferðina áður en komið er til landsins auk þess sem mismunandi er í hve miklum mæli ferðamenn greiða með greiðslukortum. Þá þarf að hafa í huga að tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll ná ekki til allra þeirra sem koma til landsins. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Sjá meira
Erlend greiðslukortavelta hér á landi var 22,2 milljarðar króna í ágúst síðastliðnum sem var 5,2 milljörðum króna hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra eða hækkun sem nemur 30,7 prósentum á milli ára. Þetta kemur fram í grein sem birtist á vef Rannsóknarseturs verslunarinnar en á fyrstu átta mánuðum þessa árs hefur erlend kortavelta aukist um 35 prósent frá sama átta mánaða tímabili í fyrra og hvert metið verið slegið af öðru í aukinni veltu.Skyndibiti fyrir 650 milljónirMeðal einstakra útgjaldaliða má greina að ferðamenn keyptu skyndibita fyrir um 649 milljónir króna í ágúst með greiðslukortum sínum, sem var um fjórðungur þeirrar kortaveltu sem ferðamenn vörðu til kaupa á veitingahúsum. Erlend kortavelta á hefðbundnum veitingahúsum og matsölustöðum nam hins vegar 1,7 milljarði króna eða um 65 prósent þess sem varið var í þennan útgjaldalið. Kortavelta á börum og krám var 223 milljónir króna.Vörðu 4,9 milljörðum í gistinguHæstum upphæðum vörðu erlendir ferðamenn í gistingu eða um 4,9 milljörðum króna. Mestur hluti þeirrar upphæðar er varið til gistinga á hótelum. Erlend kortavelta fyrir gistingu í öðru gistirými en hótelum nam 54 milljónum króna í mánuðinum. Hugsanlegt er að greiðsla fyrir heimagistingu (Airbnb o.fl.) fari fram gegnum erlenda færsluhirða og komi því ekki fram í kortaveltu íslenskra færsluhirða - eða að greitt sé með reiðufé.841 milljón í dagvöruverslunNæsthæstri upphæð vörðu erlendir ferðamenn til kaupa í íslenskum verslunum eða 3,6 milljörðum króna sem er 22 prósentum hærri upphæð en í ágúst í fyrra. Mest greiddu útlendingar með kortum sínum í dagvöruverslunum, eða 841 milljónir króna. Velta í gjafa- og minjagripaverslunum nam 524 milljónunum sem er 24 prósenta aukning frá sama mánuði í fyrra.Mestur vöxtur í skoðunarferðumEnn sem fyrr er mestur vöxtur í erlendri kortaveltu innlendra ferðaskipuleggjenda sem bjóða skoðunarferðir og hvers konar sérsniðnar ferðir. Kortavelta í þeim geira ferðaþjónustunnar nam 3,6 milljörðum króna sem var 69 prósentum hærri upphæð en í ágúst í fyrra.Hver með 117 þúsund af debetkortum Ef miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll greiddi hver þeirra að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 117 þús. kr. í ágúst. Það er um 5,9% hærri upphæð en í ágúst í fyrra. Með því að leiðrétta þessa upphæð fyrir verðlagsbreytingum síðustu 12 mánaða nam hækkunin um 3,6% á milli ára.Svisslendingar og Rússa eyða mestu Ferðamenn frá Sviss og Rússlandi keyptu að jafnaði fyrir hæstu upphæðir með greiðslukortum í ágúst eða 159 þús. kr. á hvern svissneskan ferðamann og 153 þús. kr. á hvern rússneskan ferðamann.Veltan ræðst af lengd dvalar Velta eftir þjóðernum ræðst meðal annars af því hversu löng dvölin hér á landi er og hvort greitt hafi verið fyrir ferðina áður en komið er til landsins auk þess sem mismunandi er í hve miklum mæli ferðamenn greiða með greiðslukortum. Þá þarf að hafa í huga að tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll ná ekki til allra þeirra sem koma til landsins.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Sjá meira