Íslenski boltinn

Markasúpa í Ólafsvík er bikarinn fór á loft

Ejub Purisevic er á leið með Ólsarar upp í efstu deild í annað sinn.
Ejub Purisevic er á leið með Ólsarar upp í efstu deild í annað sinn. vísir/daníel
Víkingur Ólafsvík lyfti fyrstu deildartitlinum í dag eftir 6-2 sigur á Fjarðabyggð í dag, en þeir höfðu fyrir leikinn tryggt sér titilinn.

Ingólfur Sigurðsson, Alfreð Már Hjaltalín og Björn Pálsson komu Víkingi í 3-0 í fyrri hálfleik.

Viðar Þór Sigurðsson gerði bæði mörk Fjarðabyggðar í síðari hálfleik, en hann skoraði einnig eitt sjálfsmark. Kristinn Magnús Pétursson og Fannar Hilmarsson gerðu hin mörk Víkings.

Víkingur vinnur því deildina með tíu stiga mun og leikur í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð, en Fjarðabyggð endar í sjöunda sætinu með 31 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×