Erum við eftirá og með allt niðrum okkur? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 19. september 2015 07:00 Við Íslendingar erum eftirá! Við erum takmörkuð og takmörkum hvert annað, þannig er Ísland í dag. Við veifum höndum og fótum og höldum því fram að Ísland sé best í heimi og ég trúði því í 40 ár, eða þar til ég þurfti skyndilega að fara að nota hjólastól. Aðgengi takmarkar mig á hverjum degi og það sem áður var svo sjálfsagt er í dag stór hindrun. Heimsóknir til vina og ættingja í lyftulausum blokkum er liðin tíð, búðaráp á Laugavegi er úr myndinni og ég get alls ekki keypt mér litla risíbúð eða snotra kjallaraíbúð o.s.frv. Ég er heft af þjóðfélagi sem hefur ekki enn stigið inn í nútímann, þjóðfélagi sem virðir ekki mannréttindi mín né annars fatlaðs fólks nema í orði. Við fatlaða fólkið erum heft af ráðamönnum sem fullgilda ekki samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þó þeir segi að við eigum að hafa sama rétt og aðrir. Það er merkilegt hvað Íslendingar og íslensk stjórnvöld eru komin skammt á veg í aðgengismálum og hve erfitt það reynist okkur fötluðu fólki að fá ófatlað fólk til að hugsa út frá algildri hönnun, þegar haft er í huga að árið 1969 steig maður á tunglið í fyrsta skipti en ennþá árið 2015 flækist það fyrir íslensku samfélagi að koma okkur, fólki í hjólastólum, frá fyrstu hæð upp á aðra. Hvernig stendur á þessu? Nú tala ég út frá hreyfihömluðu fólki en í okkar hópi er líka heyrnarskert, sjónskert, fótbrotið, ólétt og hjartveikt fólk ásamt fólki sem verður tímabundið hreyfihamlað, sem sagt alls konar fólk. Hvað er að í okkar samfélagi? Er það aumingjavæðingin margumrædda, er auðveldara að hlaupa til og styðja aumingjann? Er ekki eðlilegra að gera fólki kleift að bjarga sér sjálft? Nú stendur Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fyrir undirskriftasöfnun þar sem allir 18 ára og eldri eru hvattir til að skora á stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á haustþingi 2015. 156 lönd hafa fullgilt samninginn en fimm lönd í Evrópu hafa ekki enn gert það og er Ísland þar á meðal. Farðu inn á obi.is eða visir.is og horfðu á myndbönd sem lýsa aðstæðum fatlaðs fólks á Íslandi. Það er dapurlegt að sjá misréttið sem fólk er kerfisbundið beitt, meðvitað og ómeðvitað. Við þurfum viðhorfsbreytingu og við þurfum hana strax, stjórnvöld verða að hysja upp um sig og fullgilda samninginn, til að við öll sem þetta land byggjum séum jöfn og jafngild, því fatlað fólk er með væntingar til lífsins alveg eins og aðrir. Undirskrift þín skiptir okkur öll máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum eftirá! Við erum takmörkuð og takmörkum hvert annað, þannig er Ísland í dag. Við veifum höndum og fótum og höldum því fram að Ísland sé best í heimi og ég trúði því í 40 ár, eða þar til ég þurfti skyndilega að fara að nota hjólastól. Aðgengi takmarkar mig á hverjum degi og það sem áður var svo sjálfsagt er í dag stór hindrun. Heimsóknir til vina og ættingja í lyftulausum blokkum er liðin tíð, búðaráp á Laugavegi er úr myndinni og ég get alls ekki keypt mér litla risíbúð eða snotra kjallaraíbúð o.s.frv. Ég er heft af þjóðfélagi sem hefur ekki enn stigið inn í nútímann, þjóðfélagi sem virðir ekki mannréttindi mín né annars fatlaðs fólks nema í orði. Við fatlaða fólkið erum heft af ráðamönnum sem fullgilda ekki samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þó þeir segi að við eigum að hafa sama rétt og aðrir. Það er merkilegt hvað Íslendingar og íslensk stjórnvöld eru komin skammt á veg í aðgengismálum og hve erfitt það reynist okkur fötluðu fólki að fá ófatlað fólk til að hugsa út frá algildri hönnun, þegar haft er í huga að árið 1969 steig maður á tunglið í fyrsta skipti en ennþá árið 2015 flækist það fyrir íslensku samfélagi að koma okkur, fólki í hjólastólum, frá fyrstu hæð upp á aðra. Hvernig stendur á þessu? Nú tala ég út frá hreyfihömluðu fólki en í okkar hópi er líka heyrnarskert, sjónskert, fótbrotið, ólétt og hjartveikt fólk ásamt fólki sem verður tímabundið hreyfihamlað, sem sagt alls konar fólk. Hvað er að í okkar samfélagi? Er það aumingjavæðingin margumrædda, er auðveldara að hlaupa til og styðja aumingjann? Er ekki eðlilegra að gera fólki kleift að bjarga sér sjálft? Nú stendur Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fyrir undirskriftasöfnun þar sem allir 18 ára og eldri eru hvattir til að skora á stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á haustþingi 2015. 156 lönd hafa fullgilt samninginn en fimm lönd í Evrópu hafa ekki enn gert það og er Ísland þar á meðal. Farðu inn á obi.is eða visir.is og horfðu á myndbönd sem lýsa aðstæðum fatlaðs fólks á Íslandi. Það er dapurlegt að sjá misréttið sem fólk er kerfisbundið beitt, meðvitað og ómeðvitað. Við þurfum viðhorfsbreytingu og við þurfum hana strax, stjórnvöld verða að hysja upp um sig og fullgilda samninginn, til að við öll sem þetta land byggjum séum jöfn og jafngild, því fatlað fólk er með væntingar til lífsins alveg eins og aðrir. Undirskrift þín skiptir okkur öll máli.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun