Lesbíum mismunað hjá Þjóðskrá Snærós Sindradóttir skrifar 1. september 2015 07:00 Myndin er frá Gleðigöngu Hinsegindaga árið 2013 VÍSIR/Stefán Lesbískar mæður eiga að skila inn vottorði til Þjóðskrár og Hagstofunnar þess efnis að móðirin, sem ekki gekk með barnið, hafi verið fylgjandi tæknifrjóvgun. Þess er ekki krafist af gagnkynhneigðum foreldrum, þó gjafasæði hafi verið notað. Án vottunarinnar er móðirin ekki skráð sem slík og á ekki rétt á fæðingarorlofsgreiðslum. „Ég tel þessa reglu vera mismunun og þetta eigi ekki að viðgangast,“ segir Katrín Oddsdóttir lögmaðurKatrín Oddsdóttir lögfræðingur„Það er tilgreind í barnalögunum svokölluð pater est regla, sem segir að ef þú ert skráður karl í hjónabandi [eða sambúð] með konu þá ertu skráður pabbi barnsins,“ segir Katrín. Katrín var ekki skráð sem móðir barns síns við fæðingu þess þrátt fyrir að vera gift eiginkonu sinni. Það gekk fyrst í gegn eftir að þær skiluðu inn yfirlýsingu um að þær hefðu báðar verið hlynntar tæknifrjóvguninni. Samt má ekki fara í tæknifrjóvgun án þess að hafa leyfi frá maka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er mikill uggur yfir þessu hjá mæðrum í samböndum í dag. Katrín segir regluna fráleita. Hún segir foreldra í þessari stöðu hljóta að íhuga réttarstöðu sína og reyna að knýja fram breytingar. Í samtali við Guðmund Arason, lækni hjá Art Medica sem sér um tæknifrjóvganir, kemur fram að fyrirtækið geri ekki greinarmun á gagnkynhneigðum eða samkynhneigðum. Ekki náðist í Margréti Hauksdóttur, forstjóra Þjóðskrár, við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi á Seyðisfirði „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Sjá meira
Lesbískar mæður eiga að skila inn vottorði til Þjóðskrár og Hagstofunnar þess efnis að móðirin, sem ekki gekk með barnið, hafi verið fylgjandi tæknifrjóvgun. Þess er ekki krafist af gagnkynhneigðum foreldrum, þó gjafasæði hafi verið notað. Án vottunarinnar er móðirin ekki skráð sem slík og á ekki rétt á fæðingarorlofsgreiðslum. „Ég tel þessa reglu vera mismunun og þetta eigi ekki að viðgangast,“ segir Katrín Oddsdóttir lögmaðurKatrín Oddsdóttir lögfræðingur„Það er tilgreind í barnalögunum svokölluð pater est regla, sem segir að ef þú ert skráður karl í hjónabandi [eða sambúð] með konu þá ertu skráður pabbi barnsins,“ segir Katrín. Katrín var ekki skráð sem móðir barns síns við fæðingu þess þrátt fyrir að vera gift eiginkonu sinni. Það gekk fyrst í gegn eftir að þær skiluðu inn yfirlýsingu um að þær hefðu báðar verið hlynntar tæknifrjóvguninni. Samt má ekki fara í tæknifrjóvgun án þess að hafa leyfi frá maka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er mikill uggur yfir þessu hjá mæðrum í samböndum í dag. Katrín segir regluna fráleita. Hún segir foreldra í þessari stöðu hljóta að íhuga réttarstöðu sína og reyna að knýja fram breytingar. Í samtali við Guðmund Arason, lækni hjá Art Medica sem sér um tæknifrjóvganir, kemur fram að fyrirtækið geri ekki greinarmun á gagnkynhneigðum eða samkynhneigðum. Ekki náðist í Margréti Hauksdóttur, forstjóra Þjóðskrár, við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi á Seyðisfirði „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Sjá meira