Þaulreyndur geðlæknir segir of fáa meðferðaraðila fyrir flóttafólk Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. september 2015 07:00 Páll Eiríksson geðlæknir mynd/aðsend „Við gætum vafalaust tekið við hundruðum flóttamanna en við höfum þó ekki það sem þarf,“ segir Páll Eiríksson geðlæknir um flóttamannavandann og þátttöku Íslendinga. „Hvar er liðið sem á að taka á móti fólkinu sem gengið hefur í gegnum andlegar og líkamlegar hörmungar og þarf á mikilli þjónustu að halda?“ spyr Páll. Páll vann í nokkur ár sem geðráðgjafi í flóttamannabúðum í Blekinge í Svíþjóð og kynntist vel þeim vandamálum sem flóttamenn frá Júgóslavíu sem þangað komu kljáðust við. Hann hefur starfað sem geðlæknir hér á landi, í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. „Fólk sem heldur að matarboð eða eitt bros geti breytt hrikalegri vanlíðan vegna foreldramissis, makamissis, missis eigna, lands og þjóða veit ekki hvað það er að tala um. Það þarf svo miklu meira til,“ segir Páll og vitnar í orð Þóris Guðmundssonar, deildarstjóra Rauða krossins í Reykjavík, í Fréttablaðinu fyrr í vikunni. Þórir sagði Ísland auðveldlega geta tekið á móti hundruðum flóttamanna næstu tvö ár. Páll tekur dæmi um að Ísland myndi ákveða að taka við 300 flóttamönnum. „Það þyrftu allir sálfræðihjálp eða að komast til geðlæknis vegna áfallastreitu eða váhrifa. Við höfum ekki slíkan mannskap hér á landi,“ segir Páll og bætir við að fólkið hafi allt upplifað mikil áföll og að flestir hafi séð vini eða fjölskyldumeðlimi svelta, drukkna eða vera drepna. „Þetta fólk er að koma úr vægast sagt hræðilegum aðstæðum. Hvað hafa til dæmis margir Íslendingar séð morð?“ Páll segir mikilvægt að stjórnvöld varist það að taka á móti fleiri flóttamönnum en við ráðum við. „Við eigum þó klárlega að taka á móti einhverjum og gera það eins vel og við getum. Það eru langir biðlistar hjá sálfræðingum og geðlæknum á Íslandi og við verðum að vera í stakk búin að hjálpa fólkinu sem við ætlum að taka á móti þannig að sómi sé að,“ segir Páll. Flóttamenn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
„Við gætum vafalaust tekið við hundruðum flóttamanna en við höfum þó ekki það sem þarf,“ segir Páll Eiríksson geðlæknir um flóttamannavandann og þátttöku Íslendinga. „Hvar er liðið sem á að taka á móti fólkinu sem gengið hefur í gegnum andlegar og líkamlegar hörmungar og þarf á mikilli þjónustu að halda?“ spyr Páll. Páll vann í nokkur ár sem geðráðgjafi í flóttamannabúðum í Blekinge í Svíþjóð og kynntist vel þeim vandamálum sem flóttamenn frá Júgóslavíu sem þangað komu kljáðust við. Hann hefur starfað sem geðlæknir hér á landi, í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. „Fólk sem heldur að matarboð eða eitt bros geti breytt hrikalegri vanlíðan vegna foreldramissis, makamissis, missis eigna, lands og þjóða veit ekki hvað það er að tala um. Það þarf svo miklu meira til,“ segir Páll og vitnar í orð Þóris Guðmundssonar, deildarstjóra Rauða krossins í Reykjavík, í Fréttablaðinu fyrr í vikunni. Þórir sagði Ísland auðveldlega geta tekið á móti hundruðum flóttamanna næstu tvö ár. Páll tekur dæmi um að Ísland myndi ákveða að taka við 300 flóttamönnum. „Það þyrftu allir sálfræðihjálp eða að komast til geðlæknis vegna áfallastreitu eða váhrifa. Við höfum ekki slíkan mannskap hér á landi,“ segir Páll og bætir við að fólkið hafi allt upplifað mikil áföll og að flestir hafi séð vini eða fjölskyldumeðlimi svelta, drukkna eða vera drepna. „Þetta fólk er að koma úr vægast sagt hræðilegum aðstæðum. Hvað hafa til dæmis margir Íslendingar séð morð?“ Páll segir mikilvægt að stjórnvöld varist það að taka á móti fleiri flóttamönnum en við ráðum við. „Við eigum þó klárlega að taka á móti einhverjum og gera það eins vel og við getum. Það eru langir biðlistar hjá sálfræðingum og geðlæknum á Íslandi og við verðum að vera í stakk búin að hjálpa fólkinu sem við ætlum að taka á móti þannig að sómi sé að,“ segir Páll.
Flóttamenn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira