Borgin ætlar ekki að fækka lundabúðum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 3. september 2015 07:00 Vísir/Garðar „Miðborgin á auðvitað að vera í stöðugri skoðun og þetta á að þróast eins náttúrulega og hægt er þó að einhver stýring sé hugsanlega nauðsynleg,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði. „En við höfum ekki viljað stíga það skref, eins og margir eru að kalla eftir, að stýra vöruúrvali í verslunum. Ég er ekki viss um að fólk yrði ánægt með það,“ segir hún. Samkvæmt úttekt Fréttablaðsins á fjölda versluna og þjónustu í miðborginni. Samkvæmt úttektinni voru verslanir sem þjónusta ferðamenn sérstaklega um 15 prósent af þjónustu í úttektinni. Margir hafa haft áhyggjur af því að ferðamannaverslanir og svokallaðar lundaverslanir taki of mikið rými í miðborginni. „Mér finnst umræðan oft hafa verið frasakennd þar sem fólk er með stór orð um miðborgina. Maður hefur verið að sjá það á samfélagsmiðlum að þeir sem eru að koma miðborginni til varnar og segja að hún sé ekki eins einsleit eru þeir sem þekkja miðborgina best, íbúar og verslunarrekendur. Ég held að sjaldan hafi verið jafn margar skemmtilegar verslanir og þjónusta í miðborginni.“ Í nýsamþykktu aðalskipulagi var þróunaráætlun miðborgar endurskoðuð. Þar er ekki tekin afstaða til hvernig verslun er á hverju svæði. „Það er engin nefnd sem segir þér hvernig vöruúrval þú átt að vera með í búðinni þinni. En þar sem að borgin gefur út starfsleyfi fyrir veitinga- og skemmtistaði þá höfum við svolítið tækifæri til að stýra því.“Kristín Soffía JónsdóttirVeitingarekstur er stærsti hluti verslunar og þjónustu í miðborginni en 122 veitingahús, barir og kaffihús voru á því svæði sem Fréttablaðið tók út. Langflest þeirra voru á Laugaveginum, eða 47, og 46 á því litla svæði sem Kvosin er. Þannig mætti segja að Kvosin sé höfuðból matarmenningar í miðborginni. Ágúst Reynisson, einn eigenda Grillmarkaðarins, segir þróunina hafa verið afar góða fyrir veitingareksturinn undanfarin ár og þar leiki ferðamenn lykilhlutverk. „Við erum að neita svakalegum fjölda vegna þess að það er uppbókað tvær vikur fram í tímann. Sama er uppi á teningnum hjá öðrum veitingastöðum sem neita og neita. Þannig að eitthvað þurfa viðskiptavinirnir að fara þannig að það er búið að opna fullt af veitingahúsum síðastliðin tvö ár.“ Hann segir að háannatímabilið einskorðist ekki lengur við sumarið heldur sé það allt árið um kring, þökk sé ferðamönnum. „Við erum rosalega ánægð með túristana, þetta er búið að bjarga miðbænum. Ég man að fyrir fimm árum var mjög mikið um tóm verslunarrými en í dag, jafnvel þó að þetta séu lundabúðir núna, þá eru að minnsta kosti búðir þarna.“ Ágúst veit af öðrum rekstraraðilum sem eru að leita að veitingarými í miðborginni en komast einfaldlega ekki að vegna þess að flest rými eru upptekin. Þá er nokkuð um sérvöruverslun í miðborginni en þar ber hæst gull- úr- og skartgripaverslanir. Frank Úlfar Michelsen, úrsmiður og eigandi Michelsen úrsmiða, segir sumarið góðan tíma fyrir verslunina. „Þeir ferðamenn sem eru að koma hingað í viðskiptaferðir, hvataferðir, verslunarferðir og fleira eru þeir ferðamenn sem dvelja meira í borginni og eru að versla hérna og njóta lífsins. Þeir eru fyrir verslun eins og mína mikilvægari ferðamenn heldur en til dæmis bakpokaferðalangarnir,“ segir Frank. „Ég hef tekið þátt í þessum ferðamannaviðskiptum frá upphafi. Þetta hefur allt verið á eina leið og það er upp á við.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
„Miðborgin á auðvitað að vera í stöðugri skoðun og þetta á að þróast eins náttúrulega og hægt er þó að einhver stýring sé hugsanlega nauðsynleg,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði. „En við höfum ekki viljað stíga það skref, eins og margir eru að kalla eftir, að stýra vöruúrvali í verslunum. Ég er ekki viss um að fólk yrði ánægt með það,“ segir hún. Samkvæmt úttekt Fréttablaðsins á fjölda versluna og þjónustu í miðborginni. Samkvæmt úttektinni voru verslanir sem þjónusta ferðamenn sérstaklega um 15 prósent af þjónustu í úttektinni. Margir hafa haft áhyggjur af því að ferðamannaverslanir og svokallaðar lundaverslanir taki of mikið rými í miðborginni. „Mér finnst umræðan oft hafa verið frasakennd þar sem fólk er með stór orð um miðborgina. Maður hefur verið að sjá það á samfélagsmiðlum að þeir sem eru að koma miðborginni til varnar og segja að hún sé ekki eins einsleit eru þeir sem þekkja miðborgina best, íbúar og verslunarrekendur. Ég held að sjaldan hafi verið jafn margar skemmtilegar verslanir og þjónusta í miðborginni.“ Í nýsamþykktu aðalskipulagi var þróunaráætlun miðborgar endurskoðuð. Þar er ekki tekin afstaða til hvernig verslun er á hverju svæði. „Það er engin nefnd sem segir þér hvernig vöruúrval þú átt að vera með í búðinni þinni. En þar sem að borgin gefur út starfsleyfi fyrir veitinga- og skemmtistaði þá höfum við svolítið tækifæri til að stýra því.“Kristín Soffía JónsdóttirVeitingarekstur er stærsti hluti verslunar og þjónustu í miðborginni en 122 veitingahús, barir og kaffihús voru á því svæði sem Fréttablaðið tók út. Langflest þeirra voru á Laugaveginum, eða 47, og 46 á því litla svæði sem Kvosin er. Þannig mætti segja að Kvosin sé höfuðból matarmenningar í miðborginni. Ágúst Reynisson, einn eigenda Grillmarkaðarins, segir þróunina hafa verið afar góða fyrir veitingareksturinn undanfarin ár og þar leiki ferðamenn lykilhlutverk. „Við erum að neita svakalegum fjölda vegna þess að það er uppbókað tvær vikur fram í tímann. Sama er uppi á teningnum hjá öðrum veitingastöðum sem neita og neita. Þannig að eitthvað þurfa viðskiptavinirnir að fara þannig að það er búið að opna fullt af veitingahúsum síðastliðin tvö ár.“ Hann segir að háannatímabilið einskorðist ekki lengur við sumarið heldur sé það allt árið um kring, þökk sé ferðamönnum. „Við erum rosalega ánægð með túristana, þetta er búið að bjarga miðbænum. Ég man að fyrir fimm árum var mjög mikið um tóm verslunarrými en í dag, jafnvel þó að þetta séu lundabúðir núna, þá eru að minnsta kosti búðir þarna.“ Ágúst veit af öðrum rekstraraðilum sem eru að leita að veitingarými í miðborginni en komast einfaldlega ekki að vegna þess að flest rými eru upptekin. Þá er nokkuð um sérvöruverslun í miðborginni en þar ber hæst gull- úr- og skartgripaverslanir. Frank Úlfar Michelsen, úrsmiður og eigandi Michelsen úrsmiða, segir sumarið góðan tíma fyrir verslunina. „Þeir ferðamenn sem eru að koma hingað í viðskiptaferðir, hvataferðir, verslunarferðir og fleira eru þeir ferðamenn sem dvelja meira í borginni og eru að versla hérna og njóta lífsins. Þeir eru fyrir verslun eins og mína mikilvægari ferðamenn heldur en til dæmis bakpokaferðalangarnir,“ segir Frank. „Ég hef tekið þátt í þessum ferðamannaviðskiptum frá upphafi. Þetta hefur allt verið á eina leið og það er upp á við.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira