Íslenski boltinn

Fyrrverandi varaformaður KA látinn langt fyrir aldur fram

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sigurbjörn Sveinsson.
Sigurbjörn Sveinsson. mynd/heimasíða ka
Sigurbjörn Sveinsson, fyrrverandi varaformaður KA á Akureyri, er fallinn frá 45 ára að aldri. Formaður KA, Hrefna G. Torfadóttir, ritar fallegan pistil um Sibba, eins og hann var kallaður, á heimasíðu félagsins.

Sigurbjörn var varaformaður KA frá 2010-2014 en var þar á undan í stjórn knattspyrnudeildar og unglingaráði félagsins.

„Sibbi var KA maður fram í fingurgóma og var alltaf boðinn og búinn til að leggja sitt af mörkum fyrir félagið, hvort sem það var við stjórnarstörf eða önnur störf eða þá að elda dýrindis kjötsúpu ofan í svanga stjórnarmenn,“ er skrifað um hann.

„Genginn er góður drengur og traustur félagi. Hans verður sárt saknað. Blessuð sé minning hans.“

„Ég vil fyrir hönd Knattspyrnufélags Akureyrar senda ástvinum Sibba okkar innilegustu samúðarkveðjur,“ skrifar Hrefna Torfadóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×