Rússar sagðir berjast í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2015 13:10 Bashar al-Assad, forseti Sýrlands. V'isir/AFP Yfirvöld í Bandaríkjunum fylgjast nú náið með fregnum af því að Rússar berjist nú við hliðina á hermönnum stjórnvalda Sýrlands. Borgarastyrjöld hefur nú staðið þar yfir í rúm fjögur ár og hefur verið hart sótt gegn sveitum Bashar al-Assad, forseta landsins, sem hafa þurft að gefa töluverð landsvæði undan. Meðal annars hefur ríkissjónvarp Sýrlands birt myndir af rússneskum hermönnum við Latakia í Sýrlandi sem og vopnabúnaði Rússa. Þar á meðal birtust myndir af brynvörðum skriðdreka sem Rússar tóku fyrst í notkun í fyrra. Samkvæmt AFP fréttaveitunni segir talsmaður Barack Obama að verið sé að fylgjast með framvindu mála. Reynist satt að Rússar hafi sent búnað og menn til stuðnings Assad muni það ekki koma til með að hjálpa til í Sýrlandi. Ónafngreindur embættismaður staðfesti í samtali við fréttaveituna að Rússar hefðu farið fram á herflug yfir Sýrlandi, en tilgangur þessi lægi ekki fyrir. Hvíta húsið segir þó að því yrði tekið fagnandi ef Rússar gengju til liðs við bandalagið sem berst gegn ISIS í Sýrlandi og Írak. Rússar hafa lengi staðið við bakið á Assad og útvegað honum vopn og allskyns búnað í baráttu hans við uppreisnarhópa. Vladimir Putin segir að Assad sé nú tilbúinn til að halda þingkosningar og að hann myndi deila valdi með „heilbrigðum“ andstæðingum. Yfirvöld í Moskvu hafa lengi sagt að þeir vilji ekki að Assad yrði steypt af stóli. Rússar hafa reynt að nýta uppgang ISIS til að sannfæra meðal annars Bandaríkin og Sádi-Arabíu um að styðja Assad gegn sameiginlegum andstæðingi. Hmm, Syrian army with a modern Russian BTR-82A. #Syria #SAA #Russia via @DPRKJones pic.twitter.com/AeucZQghVD— Onlinemagazin (@OnlineMagazin) August 24, 2015 Mið-Austurlönd Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Sjá meira
Yfirvöld í Bandaríkjunum fylgjast nú náið með fregnum af því að Rússar berjist nú við hliðina á hermönnum stjórnvalda Sýrlands. Borgarastyrjöld hefur nú staðið þar yfir í rúm fjögur ár og hefur verið hart sótt gegn sveitum Bashar al-Assad, forseta landsins, sem hafa þurft að gefa töluverð landsvæði undan. Meðal annars hefur ríkissjónvarp Sýrlands birt myndir af rússneskum hermönnum við Latakia í Sýrlandi sem og vopnabúnaði Rússa. Þar á meðal birtust myndir af brynvörðum skriðdreka sem Rússar tóku fyrst í notkun í fyrra. Samkvæmt AFP fréttaveitunni segir talsmaður Barack Obama að verið sé að fylgjast með framvindu mála. Reynist satt að Rússar hafi sent búnað og menn til stuðnings Assad muni það ekki koma til með að hjálpa til í Sýrlandi. Ónafngreindur embættismaður staðfesti í samtali við fréttaveituna að Rússar hefðu farið fram á herflug yfir Sýrlandi, en tilgangur þessi lægi ekki fyrir. Hvíta húsið segir þó að því yrði tekið fagnandi ef Rússar gengju til liðs við bandalagið sem berst gegn ISIS í Sýrlandi og Írak. Rússar hafa lengi staðið við bakið á Assad og útvegað honum vopn og allskyns búnað í baráttu hans við uppreisnarhópa. Vladimir Putin segir að Assad sé nú tilbúinn til að halda þingkosningar og að hann myndi deila valdi með „heilbrigðum“ andstæðingum. Yfirvöld í Moskvu hafa lengi sagt að þeir vilji ekki að Assad yrði steypt af stóli. Rússar hafa reynt að nýta uppgang ISIS til að sannfæra meðal annars Bandaríkin og Sádi-Arabíu um að styðja Assad gegn sameiginlegum andstæðingi. Hmm, Syrian army with a modern Russian BTR-82A. #Syria #SAA #Russia via @DPRKJones pic.twitter.com/AeucZQghVD— Onlinemagazin (@OnlineMagazin) August 24, 2015
Mið-Austurlönd Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Sjá meira