Innlent

Níu af hverjum tíu landsmönnum vilja taka á móti flóttamönnum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Myndin sýnir flóttamenn brjóta sér leið til Tyrklands.
Myndin sýnir flóttamenn brjóta sér leið til Tyrklands. vísir/afp
Um níu af hverju tíu Íslendingum telur að Ísland eigi að taka við flóttafólki á næstu tólf mánuðum. Þetta er meðal þess sem lesa má úr niðurstöðum könnunar MMR.

Stærstur hluti svarenda, eða einn af hverjum fimm, taldi að við ættum að taka við allt að fimmtíu flóttamönnum. Í kjölfar þess fylgdu svarmöguleikarnir „meira en 2000 flóttamönnum“ og „allt að 500“ með tæp fimmtán prósent. 11,5% svöruðu að Ísland ætti ekki að taka á móti flóttamönnum.

Þeir sem studdu ríkisstjórnina vildu síst taka á móti flóttamönnum. Ríflega fjórir af hverjum tíu deildu sér niður á tvö lægstu þrepin, þ.e. enginn flóttamaður eða allt að fimmtíu. Þau þrep voru helmingi óvinsælli hjá þeim sem ekki styðja ríkisstjórnina. Stuðningsmenn Bjartrar framtíðar eru hlynntastir því að taka á móti flóttafólki á meðan stuðningsmenn Framsóknarflokks eru andvígastir þeim. Tæplega helmingur Framsóknarmanna vildi taka á móti engum eða allt að fimmtíu flóttamönnum. 

mynd/mmr

Tengdar fréttir

Bretland mun taka á móti þúsundum flóttamanna

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í morgun að landið muni taka á móti þúsundum flóttamanna sem nú er á vergangi vegna borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi.

Kirkjan safnar fé fyrir flóttamenn

Biskup Íslands hvatti í gær söfnuði Þjóðkirkjunnar til að efna til samskota í kirkjum landsins sunnudaganna 13. september og 20. september til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar í starfsemi sinni innan ACT – Alliance á Sýrlandi og Jórdaníu vegna flóttamannavandans. Þetta kom fram í tilkynningu frá Biskupsstofu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×