Flóttamenn streyma inn í Austurríki Sveinn Arnarsson skrifar 5. september 2015 09:36 Þúsundir flóttamanna fóru frá Ungverjalandi í morgun og stefna á Vínarborg í Austurríki eftir að þýsk og austurrísk stjórnvöld samþykktu að taka á móti þeim. Austurríska lögreglan býst við að taka á móti um 10 þúsund flóttamönnum í dag frá Ungverjalandi og veita þeim fæði og skjól. Um klukkan þrjú í nótt að staðartíma komu rétt um eitt hundrað fólksflutningabílar til landamæraborgarinnar Nickelsdorf, Rúturnar voru sendar af austurrískum stjórnvöldum. Í Nickelsdorf beið fjöldi sýrlenskra flóttamanna eftir að komast inn í Austurríki. Hófust því flutningar á fólkinu í rauðabítið í morgun bæði með fólksflutningabílum sem og lest sem fer á þrjátíu mínútna fresti frá Nickelsdorf til Vínarborgar. Enn fleiri flóttamenn bíða á lestarstöðinni í Keleti í Ungverjalandi eftir því að komast leiðar sinnar lengra inn í Evrópu. Hundruð flóttamanna lögðu af stað fótgangandi gegnum Ungverjaland í gær eftir að hafa beðið dögum saman á lestarstöðinni í Búdapest. Sameinuðu þjóðirnar segja að runnin sé upp örlagastund fyrir Evrópu. Fólkið ætlaði gangandi til Austurríkis, um 240 kílómetra leið. Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa reynt að hindra för þúsunda til Vestur-Evrópu og samþykktu í gær hert lög sem veitir meðal annars lögreglu auknar heimildir til að beita frekara valdi gegn straumi flóttafólks. Táragasi var beitt í flóttamannabúðum í bænum Röszke í gær þar sem verið er að reisa girðingu á landamærum Ungverjalands við Serbíu. Ungversk stjórnvöld hafa því í nótt ákveðið að opna landamæri sín til að hleypa flóttafólkinu í gegn á leið sinni ti Austurríkis og Þýskalands. Antonio Guterres, yfirmaður flóttamannadeildar Sameinuðu Þjóðanna, sagði í gær vanta heildarstefnu evrópuríkja til að taka á þeim vanda sem steðjaði að þeim. Sameinuð áætlun Evrópuríkja væri ekki til staðar og brýndi fyrir þeim að setja upp áætlun til að taka við um 200.000 flóttamönnum frá stríðshrjáðu Sýrlandi. Flóttamenn Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þúsundir flóttamanna fóru frá Ungverjalandi í morgun og stefna á Vínarborg í Austurríki eftir að þýsk og austurrísk stjórnvöld samþykktu að taka á móti þeim. Austurríska lögreglan býst við að taka á móti um 10 þúsund flóttamönnum í dag frá Ungverjalandi og veita þeim fæði og skjól. Um klukkan þrjú í nótt að staðartíma komu rétt um eitt hundrað fólksflutningabílar til landamæraborgarinnar Nickelsdorf, Rúturnar voru sendar af austurrískum stjórnvöldum. Í Nickelsdorf beið fjöldi sýrlenskra flóttamanna eftir að komast inn í Austurríki. Hófust því flutningar á fólkinu í rauðabítið í morgun bæði með fólksflutningabílum sem og lest sem fer á þrjátíu mínútna fresti frá Nickelsdorf til Vínarborgar. Enn fleiri flóttamenn bíða á lestarstöðinni í Keleti í Ungverjalandi eftir því að komast leiðar sinnar lengra inn í Evrópu. Hundruð flóttamanna lögðu af stað fótgangandi gegnum Ungverjaland í gær eftir að hafa beðið dögum saman á lestarstöðinni í Búdapest. Sameinuðu þjóðirnar segja að runnin sé upp örlagastund fyrir Evrópu. Fólkið ætlaði gangandi til Austurríkis, um 240 kílómetra leið. Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa reynt að hindra för þúsunda til Vestur-Evrópu og samþykktu í gær hert lög sem veitir meðal annars lögreglu auknar heimildir til að beita frekara valdi gegn straumi flóttafólks. Táragasi var beitt í flóttamannabúðum í bænum Röszke í gær þar sem verið er að reisa girðingu á landamærum Ungverjalands við Serbíu. Ungversk stjórnvöld hafa því í nótt ákveðið að opna landamæri sín til að hleypa flóttafólkinu í gegn á leið sinni ti Austurríkis og Þýskalands. Antonio Guterres, yfirmaður flóttamannadeildar Sameinuðu Þjóðanna, sagði í gær vanta heildarstefnu evrópuríkja til að taka á þeim vanda sem steðjaði að þeim. Sameinuð áætlun Evrópuríkja væri ekki til staðar og brýndi fyrir þeim að setja upp áætlun til að taka við um 200.000 flóttamönnum frá stríðshrjáðu Sýrlandi.
Flóttamenn Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira