Lögreglumaður ákærður fyrir að draga sér hátt í eina milljón króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. september 2015 18:07 Lögreglumaðurinn stöðvaði ferðamenn víða á Austur-og Suðurlandi fyrir of hraðan akstur. vísir/einar bragi/anton Ríkissaksóknari hefur ákært lögreglumann á Austurlandi fyrir fjárdrátt, fjársvik og rangar sakargiftir í opinberu starfi. Er maðurinn ákærður fyrir að hafa dregið sér hátt í eina milljón króna en um var að ræða sektargreiðslur sem erlendir ferðamenn greiddu vegna hraðaksturs. Málið kom upp í ágúst í fyrra og var tilkynnt til ríkissaksóknara sem fól í framhaldinu lögreglunni á Eskifirði að rannsaka málið.Stöðvaði ferðamenn víða um Austur-og Suðurland Ákæran gegn manninum er í 21 lið og áttu brotin sér stað sumrin 2013 og 2014. Er maðurinn ákærður fyrir að hafa í júní 2013 stöðvað ökumann sem hann sagði að hefði ekið á 105 kílómetra hraða á klukkustund. Hið rétta er að konan sem ók bílnum var á 75 kílómetra hraða en lögreglumaðurinn hafði læst hraðamælinum í 105 kílómetrum. Lét lögreglumaðurinn ökumanninn því næst greiða 25.000 krónur í sekt „með því að hagnýta sér ranga hugmynd hennar um að hún hafi framið refsivert brot,“ eins og segir í ákæru. Önnur brot lögreglumannsins snúa að því að hann stöðvaði ökumenn víðs vegar um Austur-og Suðurland fyrir of hraðan akstur.Sektaði ferðamennina um mun hærri upphæð en lög leyfa Lögreglumaðurinn stöðvaði þá fyrir of hraðan akstur, oft með hraðamælinn ranglega stilltan á kyrrstöðu en svo læsti hann inni ákveðna hraðatölu. Því næst stöðvaði hann ökumann fyrir of hraðan akstur og sektaði viðkomandi um mun hærri upphæð en lög leyfa. Þá stakk hann peningnum í eigin vasa. Háttsemi mannsins er til dæmis lýst svo í einum lið ákærunnar: „Með því að hafa þriðjudaginn 15. júlí, við hraðaeftirlit á þjóðvegi 1 við Flúðir, þar sem hámarkshraði er 90 km/klst., læst inn hraða bifreiðarinnar Y sem var 141 km/klst., stöðvað ökumann bifreiðarinnar fyrir ofa hraðan akstur og í kjölfarið, við Miðvang á Egilsstöðum, krafist og tekið við sektargreiðslu að fjárhæð kr. 108.000 úr hendi M, ökumanns bifreiðarinnar, og þannig hagnýtt sér ranga hugmynd hans um að sú sekt lægi við brotinu en rétt sekt nam kr. 67.500 að teknu tilliti til vikmarka og 25% afsláttar. Ákærði nýtti fjármunina heimildarlaust í eigin þágu í stað þess að standa skil á hluta þeirra til ríkissjóðs.“ Eins og áður segir nemur fjárhæðin sem lögreglumaðurinn hafði upp úr krafsinu hátt í einni milljón króna. Brot hans varða við 148., 247. og 248. grein almennra hegningarlaga, en refsing vegna fjárdráttar getur numið allt að sex árum í fangelsi. Ríkissaksóknari fer fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rannsókn á brotum lögreglumanns fer að ljúka Grunaður um að hafa stungið sektargreiðslum í vasann en hefur ekki verið yfirheyrður. 10. október 2014 15:48 Lögreglumaður grunaður um brot í starfi: „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“ Lögregluembættið á Eskifirði fer með rannsókn málsins sem er umfangsmikil. Skýrsla hefur enn ekki verið tekin af lögreglumanninum. 30. september 2014 20:02 Lögreglan hefur haft upp á ansi mörgum ferðamönnum Rannsókn á máli lögreglumanns á Seyðisfirði á lokastigi 4. febrúar 2015 14:57 Meintur fjárdráttur lögreglumanns nemur milljónum króna Rannsókn lögreglu lokið og málið komið til ríkissaksóknara. 8. maí 2015 16:12 Sakaður um að stinga sektargreiðslum í eigin vasa Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé. 1. október 2014 11:09 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákært lögreglumann á Austurlandi fyrir fjárdrátt, fjársvik og rangar sakargiftir í opinberu starfi. Er maðurinn ákærður fyrir að hafa dregið sér hátt í eina milljón króna en um var að ræða sektargreiðslur sem erlendir ferðamenn greiddu vegna hraðaksturs. Málið kom upp í ágúst í fyrra og var tilkynnt til ríkissaksóknara sem fól í framhaldinu lögreglunni á Eskifirði að rannsaka málið.Stöðvaði ferðamenn víða um Austur-og Suðurland Ákæran gegn manninum er í 21 lið og áttu brotin sér stað sumrin 2013 og 2014. Er maðurinn ákærður fyrir að hafa í júní 2013 stöðvað ökumann sem hann sagði að hefði ekið á 105 kílómetra hraða á klukkustund. Hið rétta er að konan sem ók bílnum var á 75 kílómetra hraða en lögreglumaðurinn hafði læst hraðamælinum í 105 kílómetrum. Lét lögreglumaðurinn ökumanninn því næst greiða 25.000 krónur í sekt „með því að hagnýta sér ranga hugmynd hennar um að hún hafi framið refsivert brot,“ eins og segir í ákæru. Önnur brot lögreglumannsins snúa að því að hann stöðvaði ökumenn víðs vegar um Austur-og Suðurland fyrir of hraðan akstur.Sektaði ferðamennina um mun hærri upphæð en lög leyfa Lögreglumaðurinn stöðvaði þá fyrir of hraðan akstur, oft með hraðamælinn ranglega stilltan á kyrrstöðu en svo læsti hann inni ákveðna hraðatölu. Því næst stöðvaði hann ökumann fyrir of hraðan akstur og sektaði viðkomandi um mun hærri upphæð en lög leyfa. Þá stakk hann peningnum í eigin vasa. Háttsemi mannsins er til dæmis lýst svo í einum lið ákærunnar: „Með því að hafa þriðjudaginn 15. júlí, við hraðaeftirlit á þjóðvegi 1 við Flúðir, þar sem hámarkshraði er 90 km/klst., læst inn hraða bifreiðarinnar Y sem var 141 km/klst., stöðvað ökumann bifreiðarinnar fyrir ofa hraðan akstur og í kjölfarið, við Miðvang á Egilsstöðum, krafist og tekið við sektargreiðslu að fjárhæð kr. 108.000 úr hendi M, ökumanns bifreiðarinnar, og þannig hagnýtt sér ranga hugmynd hans um að sú sekt lægi við brotinu en rétt sekt nam kr. 67.500 að teknu tilliti til vikmarka og 25% afsláttar. Ákærði nýtti fjármunina heimildarlaust í eigin þágu í stað þess að standa skil á hluta þeirra til ríkissjóðs.“ Eins og áður segir nemur fjárhæðin sem lögreglumaðurinn hafði upp úr krafsinu hátt í einni milljón króna. Brot hans varða við 148., 247. og 248. grein almennra hegningarlaga, en refsing vegna fjárdráttar getur numið allt að sex árum í fangelsi. Ríkissaksóknari fer fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rannsókn á brotum lögreglumanns fer að ljúka Grunaður um að hafa stungið sektargreiðslum í vasann en hefur ekki verið yfirheyrður. 10. október 2014 15:48 Lögreglumaður grunaður um brot í starfi: „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“ Lögregluembættið á Eskifirði fer með rannsókn málsins sem er umfangsmikil. Skýrsla hefur enn ekki verið tekin af lögreglumanninum. 30. september 2014 20:02 Lögreglan hefur haft upp á ansi mörgum ferðamönnum Rannsókn á máli lögreglumanns á Seyðisfirði á lokastigi 4. febrúar 2015 14:57 Meintur fjárdráttur lögreglumanns nemur milljónum króna Rannsókn lögreglu lokið og málið komið til ríkissaksóknara. 8. maí 2015 16:12 Sakaður um að stinga sektargreiðslum í eigin vasa Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé. 1. október 2014 11:09 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Rannsókn á brotum lögreglumanns fer að ljúka Grunaður um að hafa stungið sektargreiðslum í vasann en hefur ekki verið yfirheyrður. 10. október 2014 15:48
Lögreglumaður grunaður um brot í starfi: „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“ Lögregluembættið á Eskifirði fer með rannsókn málsins sem er umfangsmikil. Skýrsla hefur enn ekki verið tekin af lögreglumanninum. 30. september 2014 20:02
Lögreglan hefur haft upp á ansi mörgum ferðamönnum Rannsókn á máli lögreglumanns á Seyðisfirði á lokastigi 4. febrúar 2015 14:57
Meintur fjárdráttur lögreglumanns nemur milljónum króna Rannsókn lögreglu lokið og málið komið til ríkissaksóknara. 8. maí 2015 16:12
Sakaður um að stinga sektargreiðslum í eigin vasa Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé. 1. október 2014 11:09