Erlent

ISIS-liðar afhöfða mann í 10 mínútna löngu myndbandi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fanginn er sagður hafa verið meðlimur afgöngsku öryggissveitanna.
Fanginn er sagður hafa verið meðlimur afgöngsku öryggissveitanna. Vísir/skjáskot
Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafa sent frá sér 10 mínútna langt myndband þar sem maður, sem talinn er vera afganskur fangi, er afhöfðaður.

Myndbandið rataði á netið nokkrum klukkustundum eftir að greint hafði verið frá því að drónaárásir breska flughersins hefðu orðið 3 liðsmönnum samtakanna að bana.

Brot úr myndbandinu má sjá hér að neðan.

Myndbandið hefst á skoti af tugum meðlima samtakanna þar sem þeir þramma þungvopnaðir með fána samtakanna á lofti. Því næst ávarpar maður sem virðist vera leiðtogi hópsins áhorfendur og þakkar meðlimum IMU-hópsins fyrir að lýsa yfir stuðningi við samtökin í liðnum mánuði.

Skömmu síðar bregður sverði böðulsins fyrir, sverðið er brýnt og dregið úr hulstri sínu. Fanginn, sem klæddur er í appeslínugult frá toppi til táar, heldur stutta tölu áður en sverðinu er brugðið á loft.

Hryðjuverkasamtökin hafa gefið það út að maðurinn sem tekinn var af lífi hafi verið meðlimur afgönsku öryggissveitanna en það hefur ekki fengist staðfest að svo stöddu. 

Myndbandið rataði á veraldarvefinn örfáum klukkustundum eftir að David Cameron, forsætisráðherra Breta, lýsti því yfir að þrír meðlimir ISIS hafi fallið í drónaárás breska flughersins, þar af voru tveir Bretar. 

Brot úr myndbandinu má sjá hér að neðan. Myndbandið í heild sinni má nálgast með að smella hér en vart þarf að taka fram að það kann að vekja óhug áhorfenda.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×